Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 20
Hollenzka lögreglan var á eftir honum: Hún hefði ef til vill ekki haft mikinn áhuga á því að ná hon- um, ef hann hefði verið fótganga-ndi, en í flugvél; það var annað mál. Hið eina skynsamlega, sem hann gat gert, var að reyna að nálgast fé það, sem hann átti inni hjá gullnámufélaginu. Það kom líka í ljós, að franski ræð- ismaðurinn hafði einnig álitið það skynsamlegast, því að þegar fanginn kom á skrifstofur féiagsins, beið hann þar með tvo lögreglumenn, og leiðin lá aftur til fangabúðanna. Það kom síðar fram, að fanginn hefði getað sparað sér það ómak að fara á skrifstofuna: Einhver þorpari hafð'i fyrir löngu klófest inneign hans með því að látast vera eigandinn Fanginn fékk væga refsingu — 60 daga f einmenningsklefa — og sýnir það spillingu dóms- og fangelsisyfir valdanna. Heilbrigð fangelsisstjórn hefði hlotið að refsa þeim fanga harð lega, sem gert hafði margar flótta tilraunir og þá síðustu í flugvél, sem hann hafði stolið. En svo stóð á, að dómarinn, sem jafnframt var undir- borgarstjóri í St. Laurent og hafði mikil völd, átti bifhjól eitt gamalt — hið eina í bænum — og hafði s því miklar mætur. Það var hins veg- ar álltaf að bila, og þá þurfti við- gerðarmann, og þau voru ekki svo fá skiptin, sem fangi 44792 hafði gert við hjólið. Auk þess máttu vinnu- vélar fangabúðanna illa vera án vél- fróðs manns. Sem sagt: væg refsing var allra hagur Fanginn eignaðist nýjan vin í fangelsinu, sem hann kallaði sinn bezta. ■ Sá hét Barbieux, var heljar- meni að burðum og eitt sinn, er fangi nokkur, hið mesta ilmenni, réðst aft- an að fanga 44792, bjargaði Barbieux lifi hans með því að vera fljótari til með hnífinn Barbieux hafði safnað sé- nægi- legu fé til flóttatilraunar, en fang 44792 treysti sér ekki til þess að fara með honum, vegna þess að brunasár- in á leggjum hans höfðu tekið sig upp að nýju og ollu honum nær óbærilegum kvölum. Barbieux flýð; ásamt tveim félögum sínum, — þeir komust yfir eintrjánung, en liann var ekki meira skip en það, að ha.nn liðaðist í sundur úti á miðju fljót inu, annar félaga hans drukknaði, er. hinum tókst Barbieux að bjarga i land. — fyrir þessa endasleppu flóttatilraun fékk Barbieux tveggja ára lengingu á fangelsistímanum o skildu þá leiðir þeirra vinanna um hríð. En hann hafði gott vélavit og var þvi fljótlega tekinn í sátt og sendur í vinnu til mikils atvinnurel anda á eynni Portal, en fangelsis stjórnin leigði vissum atvinnurekend um fanga fyrir lítið fé. Aðalleigutak- inn var maður að nafni Wagenheim, og sagt var, að hann hefði ekki átt túskilding, þegar hann kom til Guyana, en nú var hann orðinn marg- faldur milljónamæringur á vinnu fanganna, sem hann beitti við skógar- högg. Hann gleymdi því aldrei, að hann hafði auðgazt á vinnu fanganna og meðhöndlaði þá mannúðlega. En þó reyndist enginn þeirra atvinnu- rekenda, sem nutu góðs af vinnuafli fanganna, þeim jafsannur velgerða maður og John Grant á eynni Portal. Það skipti hann engu máli, hvort verkamenn hans voru fangar eða ekki. Hann borgaði þeim mest, sen bezt vann og betur en nokkur annar atvinnurekandi í landinu. Það var því óskadraumur margra fanga að komast til hans. Mikill hluti af því fé, sem fangi 44792 vann sér inn með ólögmætum smíðum, fór í umbúðir um sár hans. Það var sagt, að franska stjórnin væri tveim árum á eftir áætlun með sendingar sjúkravista til fangabúð- anna, en hitt er víst, að fangelsis- stjórnin var tíu árum á eítir í úthlut- un þeirxa til sjúkra fanga. Mjög crf- itt var því að afla þeirra og enn erf- iðara að komast inn á sjúkrahús og fá nauðsynlega lælcnishjálp. Til þess þurfti bæði „sambönd“ og mútur, því að það var helzt ekki viðurkennt, að fangi þarfnaðist sjúkrahúsvistar, nema hann væri nær dauða en lífi. Aðrar gildar ástæður lágu líka fyrir því, að fangi 44792 reyndi að sinna sárum sínum sjálfur í stað þess að reyna að fá sig lagðan á sjúkrahúsið. Einn góðan veðurdag myndu lækn- arnir missa þolinmæðina gagnvar þessum sárum, sem aldrei vildu gróa, og taka fæturna af — það var að minnsta kosti ekki hættandi á slíkt. fannst fanganum — flestir læknan voru jafnspilltir og fangayfirvöldin þeir litu ekki á fangana sem menr, heldur sem fanga. Svo yrði han sendur fótalaus í „kraftaverkabúð- irnar“ svonefndu. - „Kraftaverkabúð- imar“ voru tveir braggar, sem stóðu undir pálmatrjám. Þeir hýstu 900 manns, níu hundruð vesalinga, kryppl inga, blindingja, lamaða, malariu- sjúklinga, beinagrindur, sem nötruðu af hitasótt, leifar manna, sem voru að rotna lifandi af útvortis eða inn. vortis sjúkdómum. — Þarna heyrð ust sjaldan bænir og sjaldan köll. — Það var enginn til að sinna þeim, ekkert sjúkrahús, engin lyf, engar umbúðir, ekki einu sinni nógur mat ur. Einu sinni í viku kom læknirinn frá St. Laurent. Hann kom með tvær hendur tómar og huggunarorð á vörum og taldi, hve margir höfðu lagt upp laupana, síðan hann kom síðast. — Það gerðu tuttugu að með- altali á viku, jafnmargir á árl og búð- irnar rúmuðu. — Þessir aumingjar voru ekki einu sinni grafnir að sið- aðra manna hætti. Líkin voru sett í poka og farið með þau inn í skóg- inn skammt frá búðunum — maur- arnir sáu um afganginn. Það óhapp varð, að söguhetja okk- ar, fanginn, var staðinn að verki við smíðar til handa sjálfum sér, og hann fékk 30 daga svartholsvist, en náttúrlega var það á allra vitorði, og hver, sem tækifæri hafði til slíkra hluta, notaði 'sér það. Það var einn fangavarðanna, sem hafði horn í síðu fangans, er kærði hann. — Við þetta fylltist fangi 44792 mikilli gremju og þrjózku og ákvað að hvað sem á dyndi, skyldi hann ekki vinna fyr- ir fangelsisstjórnina. Þegar honum var falið verkefni, afsakaði hann sig með sárunum á fótunum og lét hvorki undan bænum né hótunum, ekki einu sinni, þegar fangaverðirnir hótuðu að senda hann til „búða hinna nöktu fanga“. Það var eitt af hinum mörgu hreiðrum mannúðarleysisins og grimmdarinnar í Frönsku-Guyana. Þangað voru erfiðustu og uppreisnar gjörnustu fangarnir sendir. Þeir voru látnir vinna allsnaktir í brennandi sólarhita og helliregni hitabeltisins dag eftir dag, hlífðarlausir gegn þyrnum, greinum og móskitóflugum. Þeir máttu ekki hreyfa sig nema ör- fá skref og voru allir hafðir innan skotmáls. Fæstir lifðu þessa „betrun- araðferð" af, en þeir, sem það gerðu, biðu þess aldrei bætur. Fangi 44792 vissi, að úr þessari hótun yrði ekki. Hann átti nú orðið sína vini innan fangelsisstjórnarinn- ar, sérstaklega var dómarinn, Renóva. sá er átti bifhjólið, honum hliðholl- ur, enda hafði fanginn, er hér var komið sögu, smíðað hliðarkörfu á bifhjólið. Fyrir það lofaði dómarinn, að hann yrði sendur til Portal, sem vélvirki. Hann hélt loforð sitt, og þar hitti fangi 44792 vin sinn, Barbieux, af-tur. Þeim félögum leið. vel á eynni og hugðu ekki á flótta um sinn. John Grant reyndist þeim hinn mesti heiB ursmaður, og þeir launuðu honum vinsemd hans með því að ná litla gufubátnum, sem gekk á milli eyjar- innar og lands og var eign Grants, úr höndum fanga, sem höfðu stolið honum og ætluðu að flýja á honum til Brazilíu. Þeim vinunum var í Iófa lagið að nota tækifærið — eftir að þeir höfðu yfirbugað þjófana — og flýja á bátnum til Brazilíu, en þeir vildu ekki bregðast trausti Grants og skiluðu bátnum heim f höfn. Það mat Grant mikils og þegar hann seldi eyjuna frönskum •milljónamæringi, gerði hann allt til þess að fá þá fé- laga náðaða, en fangelsisstjórnin vildi ekki sleppa fagmenntuðum mönnum úr klóm sínum fyrr en nauð synlegt væri. Þeir félagar urðu báð- ir „leysingjar" með skömmu millibili, i 68 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.