Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 21
Nýir fangar koma til nýlendunnar.
fangi 44792 árið 1927, en Barbieux
nokkru síðar. Og John Grant sýndi
það vinarbragð að gefa fanga 44792
lítið verkstæði með öllu tilheyrandi
í St. Laurent, og Barbieux gaf hann
allmikla fjárhæð og skrifleg ummæli
á þá lund, að svo lengi sem hann
ynni á Portal, ætti hann að fá góð
laun og góða vinnu.
Þetta var þeim ómetanlegt. Fangi
44792 græddi vel á verkstæði sínu
og lagði peninga til hliðar í hverri
viku. En ekki löngu eftir að hann
hafði fengið verkstæðið, teygði fanga
búðasljórnin arm sinn lengra en
hún hafði áður gert. Héðan í frá
skyldu allir „leysingjar" skyldaðir
til að vinna tvo daga í viku f þágu
fangabúðanna, kauplaust.
Þessi tilskipun vakti mikla reiði
meðal „leysingjanna“ og kom fanga
44792 sérlega illa, þar sem hann átti
mjög erfitt með vinnu vegna sár-
anna á fótleggjunum, sem urðu æ
verri, þrátt fyrir það að hann fengi
daglega læknismeðhöndlun á sjúkra-
húsinu í St. Laurent. Mikið af því
fé, sem hann vann sér inn, fór í lækn
iskostnað, og ef hann ætti nú að fara
að vinna kauplaust tvo daga í viku,
væri útséð um, að hann gæti safnað
nógu miklu til þess að komast úr
landinu. Og einn góðan veðurdag
sagði læknirinn honum, að ef hann
ekki legðist inn á sjúkrahús til með-
höndlunar strax, væri viðbúið að taka
þyrfti fæturna af honum. Læknirinn,
sem stundaði hann á sjúkrahúsinu,
var einn af þeim fáu, sem hafði til
að bera mannúð, enda fór svo, að
fangelsisstjórnin hrakli hann frá
störfum. Hann hafði sagt henni of
hreinskilnislega til syndanna. Eftir-
maður hans útskrifaði fangann hið
fyrsta, enda hafði hann verið búinn
að borga sjúkralegu og uppskurðinn,
og því ekkert á honum að græða.
Fanginn hafði orðið að selja verk-
stæð'ið til þess að geta staðið undir
sjúkrahúsvistinni og stóð nú uppi alls-
laus og ekki enn gróinn sára sinna.
Það horfði því óvænlega fyrir honum.
— En þá skyndilega rættust hinir
áragömlu draumar hans um frelsi:
Danska utanríkisþjónustan hafði unn
ið að þvf í mörg ár, að fá hann náð-
aðan, og nú loks — 15. júlí 1927 —
hafði það tekizt. En frelsið eitt var
ekki nóg; hann gat ekki notfært sér
það vegna fjárskorts. Hann varð líka
fyrir því hörmulega slysi, að brennast
í andliti, er hann var að vinna við
gufuketil. Um skeið var ekki útlit
fyrir annað en hann missti sjónina,
en hollenzkum lækni í Albina tókst
að bjarga henni á öðru auga, en hann
var nær blindur á hinu.
Enn einu sinni barði ógæfan að
dyrum hjá þessum leiksoppi örlag-
anna. — Hann hafði gert við skamrn-
byssu gullgrafara nokkurs, sem aldr
ei hafði sótt hana, og einn daginn
hvarf hún sporlaust. Nokkrum vikum
síðar var gerð ránárás á kínverskan
kaupmann. Þorparinn náðist. Hann
hét Marcel og hafði unnið á eynni
Portal, þegar þeir Barbieux og fangi
44792 voru þar. Þetta var forhertur
óþverri, sem öllu spillti, hvar sem
hann fór. Hann bar það fyrir rétti,
að þvf er fangi 44792 frétti, að fangi
44792 hefði lánað sér byssuna, væri
upphafsmaður ránstilraunarinnar og
hefði átt að fá sinn hlut af ránsfengn-
um.
Fanginn vildi ekki eiga yfir höfði
sér afleiðingarnar af þessum ósanna
áburði, og þeir Barbieux höfðu sam-
band við fyrrverandi fanga, sem átti
lítinn vélbát, og hann féllst á að
flytja þá til Venezúela.
Svo einkennilega vildi til, að í þess
ari síðustu flóttaför sinni björguðu
þeir félagar strokufanga frá Royale,
sem rak stjórnlaust á fleka úti á rúm-
sjó. Hann var illa haldinn af hungri
og þorsta, og við hlið hans á flekan-
um lá félagi hans, látinn. Þeir tóku
strokufangann frá Royale um borð
og héldu áfram ferðinni. En brátt
komust þeir að raun um sér til skelf-
ingar, að þeir voru orðnir vatnslaus-
ir: Önnur vatnstunnan, sem þeir
höfðu haft með sér, hafði verið lek.
En loks höfðu örlögin ákveðið að
snúa við blaðinu: Skip birtist við sjón-
deildarhring, og það var amerískt,
en ekki franskt — guði sé lof. Þetta
var skemmtisnekkja og um borð á
henni fengu fangarnir fyrrverandi
aðhlynningu og hjúkrun. — Eftir
T í M I N N — SUNNUDAGSBL 4Ð
69