Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 5
Árni sem Estragon í „BeðtS eftlr Godot", sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum í þýðingu Indriða G. Þorsteinssonar. að hver vissi, nema þetta væri satt? — Svo laug ég mig inn í leikskólann (hjá Lárusi Pálssyni. — Laugstu? — Já, ég þorði ekki að segja Lár- usí það fyrr en löngu seinna — kannske er ég ekki búinn að segja honum það enn þá. Lárus sagði, að skólinn væri svo fullur, að ég kæm- ist ekki inn. Mér leizt ekki á blik- una, en greip til „leikhæfileikanna11 og lék á Lárus, sagði, að hann yrði að hleypa mér inn, því að ég væri búinn að ferðast alla þessa löngu leið með alla sparipeningana mína. Þetta hrærði hjarta hans til með- aumkunar. — Var hann strax ákveðinn í að gera þig að gamanleikara? — Ég veit það ekki, en ég var aðallega settur í gamanleiki. Ég hugsa, að hann hafi viljað þroska ihelzt það, sem hann áleit búa í mér. Ég var svo heppinn, þegar ég kom í Iðnó, að mér var ekki klesst í of mörg gamanlilutverk. Það getur farið illa með leikara að vera alltaf á sömu hillunni. Hvernig heldurðu, að sé að leika einu sinni hreppstjóra vel og eiga svo yfir höfði sér að leika alltaf hreppstjóra þaðan í frá. — Það er með mig eins og alla þessa gamanleikara, við viljum leika ann- að, erum víst fæddir með þessum ósköpum. — Það hefur verið hlegið einhver ósköp að þér. — Já, stelpunum mínum fannst voða leiðinlegt, þegar hlegið var að mér. Þær eru farnar að sætta sig betur við það núna. Sjálfur er ég ekki viss um, að ég sé eins góður leikari og ég er heppinn. Mér hefur stundum heppnazt að fá fólk til að lilæja, en ekki er þar með sagt, að það sé leiklist. — En hvemig líður þér, þegar það heppnast ekki? — Það eru augnabliksvonbrigði — ekki meira. íslendingar eru yfirleitt ekki sparir á að hlæja í leikhúsi. Ég skrapp til útlanda og sá 40 leik- rit, en hvergi heyrði ég hlegið eins hjartanlega og hér nema kannske í Danmörku. — Annars getur verið skratti erfitt að standa með sveittan skallann frammi fyrir fólki með efni, sem ætlazt er ti-1 að hlegið sé að og enginn hlær. Þetta kemur stund- um fyrir á skemmtistöðum, þar sem hópur er sundurleitur eða maður sjálfur og efnið leiðinlegt. Eg er klaufi að syngja gamanvísur og geri lítið af því. Það er líka svo íátt skemmtilegt að' hafa. Margir, sem geta gert eitthvað skemmtilegt, eru senni lega læstir bak við lás og slá, svo að fram-leiðslan lendir á fáum mönn um, og þaö er ekki að búast við, að þeir séu hafsjór af bröndurum. — Það er heldur ekki alltaf hægt að vera brosandi út að eyrum, þó að maður geti kannske leikið eitthvað, sem aðrir hafa skrifað fyrir mann. Það hefur þrásinnis komið fyrir, að einhver, sem heldur fimmtíu manna partí eða svo, hringir heim og býður mér stórfé fyrir að koma og vera skemmtilegur: Elskan mín, komdu. Þú þarft ekki annað en sýna þig. — Sumir skilja ekki, að maður er ann ar utan leiksviðsins en á því, og það er aldeilis ekkj nóg bara að sýna sig. — Þú lætur þér nægja að vera bara skemmtilegur í Þjóðleikhúsinu. — Ég er fastráðinn hjá því núna, svo að ég geri ráð fyrir, að ég reyni eitthvað í þá áttina. En þetta er mik- ið strit. Það er aðeins eitt kvöld í viku, sem við erum ekki skyldugir að æfa og þurfurn að skila af ok-kur 150 sýningarkvöldum á ári, en það þýðir sýningu að meðaltali annan hvorn dag. — Hvernig fórstu að boppa svona á rassinum, þegar þú lékst Ketil skræk í Skugga-Sveini Þjóðleikhúss- ins og sá gamli fleygði þér frá sér? Framhald á 70. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 53

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.