Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 15
Tveir skildir frá Alsey, gerSir af tré. Slíka skildi báru eyjarskeggjar í orrustum nálega þrjú hundruð árum fyrir tímatal okkar. bátar hafa verið í einstökum atriðum, en rannsóknum verður haldið áfram af kappi, og þegar er svo mikið vitað, að nokkra hugmynd má gera sér um það, ef ímyndunaraflinu er veitt dá- lítið svigrúm. Alis fundust á Borgundarhólmi leif ar sextán báta, sem með vissu er unnt að segja, að hafi verið seymd- ir. Af því verður ráðið, að slíkar fleytur hafi verið mjög útbreiddar og bátakostur af því tagi hafi jafn- vel verið til um Norðurlönd öll á járnöld hinni eldri . Nú vill svo til, að árið 1921—1922 gróf danskur fornleifafræðingur upp anun eidri bát í mýrlendi á eynni Als, ásamt miklu af vopnum og verjum. Það er elzti bátur, sem fundizt hefur á Norðurlöndum, ef undan eru skild- ar leifar, sem fundust í bronsaldar- haug á Sunnmæri snemma á nítjándu öld. Var sá bátur bundinn saman xneð snúnum þörmum, og eru enn til nokkur sprek úr honum. En raun ar er aldur hans ekki fullsannaður, því að haugurinn, sem hann fannst í, hafði einhvern tíma verið rofinn. En um Alseyjarbátinn er það að segja að bann ber greinilegan svip báta sem kunnir eru af klettrúnum frá brons- öld, enda ekki stórum mun yngri, því að hann er talinn frá því þrjú hundruð árurn fyrir Krists burð. Sér- kennileg gerð hans bendir eindreg- ið til þess, að hann eigi rót sína að rekja til skinnbáta. Tveir ranar stóðu bæði fram af honum og aftur af, og voru neðri ranarnir endar kjalarins, en hinir efri framhald borðstokk- anna. Hann var þrettán metra langur, að fráteknum rönunum, knúinn ár um, og búinn tólf þóftum úr lindi- tré. Hann rúmaði tuttugu og fjóra menn, og var rúmir tveir metrar á breidd miðskips. Enginn málmur var notaður í hann, en súðin úr plönkum, er seymdir voru saman, líkt og á bátunum, sem fundust á Borgundar- hólmi. Er því ljóst samhengið á milli þessara tveggja gerða. Það er hyggja manna, að Alseyjarbáturinn hafi ver- ið stríðsskip. Með honum fundust leifar um tuttugu brynjuhringja, skildir úr tré og spjótsoddar úr járni, beini og hjartarhomum. Hefur þetta sjálfsagt verið fært helgum vættum að fórn. Þessir seymdu bátar hafa haldið mjög lengi velli. Þeir hafa jafnvel ekki með öllu horfið úr sögunni snemma á víkingaöld. Það sannar fundur í Svíþjóð, sem raunar mun ekki enn hafa verið gerð grein fyrir opinberlega. Næstelzti báturinn, sem kunnur var á Norðurlöndum, fannst á Halsney í Noregi. Það er helzt álitið að hann sé frá því um 200. En hann var graf- inn upp af manni, sem ekki bar skyn á slíkt verk, og síðan geymdur í hlöðu, þar sem börn léku sér. Hann fór því að miklu leyti forgörðum, en leifar þær, sem bjargað varð, benda til þess, að hann hafi verið milliliður Alseyjarbátsins og skipa víkingaald- arinnar. Hann var seymdur eins og hin eldri gerð, en stefninu hefur að líkindum svipað td víkingaskipa. Á honum voru áraþollar, svo að hér er það, sem við stöndum fyrst andspæn- is róðrarskútu í fullkominni mynd. En enn hafa fleyturnar verið of veik- ar til þess að bera veruleg segl. Loks er svo að geta hins svonefnda Nydamsbáts, sem fannst í feni, á- samt miklu af vopnum. Sá bátur hefur verið smíðaður kringum árið 300, að því talið er. Honum svipaði talsvert til skipa víkingaaldar, og hann var ekki bundinn saman með seymi, heldur súðbyrtur og negldur. Samt hefur hann ekki þolað segl til hlítar. IV. Rannsóknir Norðmanna í Björgvin eftir brunann 1955 verða ekki rakt- ar hér. En þess má stuttlega geta, að þeir fundu ekki færri en tvö hundr- uð rúnaristir, sumar mjög margorð- ar. Þessum rúnaristum er jafnað til barkaráletrananna frá Novgorod í Rússlandi — einstæðra minja írá miðöldum. Meðal þess, sem fannst var átján sentimetra langt kefli með áletrunum og myndum. Á eina hlið keflisins er ristur mikill fjöldi skipa, svo að stefnin eru eins og skógur að sjá. Á aðra hlið eru skorin nokkur -skip, þar sem einstök atriði eru sýnd mjög greinilega, svo sem stjórnarár- in, áragötin og fleira. Þar eru sýnd stefni þriggja skipa, og undir þau eru skorin þessi orð: Hér ferr haf- djarfr. Þessar rúnaristur eru frá fyrri hluta þrettándu aldar, og að manni flögrar sú spurning, hvort Snorri Sturluson, sem einmitt var samtíðar- maður rúnameistarans, kunni í Nor- Teikning af Alseyjarbátnum, sem gerður var úr fimm breiðum borðum, er lögð- ust hvort á annað og voru seymd saman. Samskeyti voru þétt með trjákvoðu. ( honum voru þóftur og tvær stoðir, styrkfar þverslám, undir þeim. Ranarnir voru skaddaðir, og því er á huidu, hvort þeir eru hér með réttu lagi. Þessi bátur er 2200 ára gamall. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 63

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.