Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 18
honum tilboð; — ef hann gerði við
vélarnar, skyldi hann losna við refs-
ingu fyrir flóttatilraunina. Hins veg-
ar yrði að hlekkja hann til þess að
tryggja, að hann stryki ekki aftur.
— Allir voru undrandi yfir, hve vel
fangi 44792 slapp, en það átti eftir
að koma á daginn, að hans biðu
meiri þjáninga'' en nokkurn hafði
grunað.
f afli smiðjunnar var rauðglóandi
járn. Þetta voru hlekkirnir. Fangi
44792 var dreginn með valdi til smiðj
unnar, og þegar hann reyndi að
veita mótstöðu, var þrifið í viðkvæm-
asta stað mannslíkamans og snúið
upp á. Hlekkirnir voru barðir saman
' '>andi ut.an um ökkia hans, og hálf-
> ''ðvitundarlaus fann hann steikar
’vktina af sínu eigin kjöti — „Þú
losnar við hlekkina, þegar þú ligg"
undir bambusnunr‘, sagði einn fanga
varðanna glottandi („Undir bambusn
um“ var hið almenna heiti á grafstað
fanganna). Eftir þessa meðferð var
fangi 44792 Mekkjaður við renni-
bekk.
Brunasárin a fótunum höfðust illa
við, járnið nuddaðist stöðugt við þau,
og hvert skref fangans olli honu"
ólýsanlegum kvölum. Þessar þján-
ingar gerðu fangelsisvistina enn
óbærilegri, eii styrktu frelsisþrána
að sama skapi. En nú voru flótta-
möguleikarnir enn minni en nokkru
sinni fyrr Það liðu mánuðir. áður
en fanganum gefst hið minnsta tæki-
færi til flótta. En dag einn tókst hon-
um að komast yfir járnsög, og \ há
degishléinu, þegar fáir fylgdust með
föngunum. sagaði hann i sundur
hlekkina. slapp óséður yfir fangelsis-
múrinn og faldi sig í hænsnahúsi
fram til myrkurs í rauninni virtist
þessi flóttatilraun nær vonlaus Allt
sem fanginn hafði með sér, voru tv'
brauð og nokkrir frankaseðlar. Hann
vonaðist aðeins tii þéss að komast a
fljótinu og stela þar bát, en lengr
hafði hann ekki hugsað. Hann iau'
aðist eftir götunum. þar sem umferð
var minnst Fyrir framan búð kín
versks kaupmanns sá hann standa
kerru með nokkrum kössum, þar á
meðal vinkössum Hann stengdi eir.
um þeirra á öxlina og gekt? af sta’
bannig leit helzt út fyrir, að h;
hefði verið að sinna erindum fanga
varðanna í bænum Niðri við fljótið
hitti bann blökkumann, sem kallað
ur var ..Tréfótur", og var einn þeirra
fáu sorr* fangarnir vissu. áð óhætt
var að treysta Fanainn bauð honum
vínkassann fyrir að róa með sie upp
eftir fljótinu til búgarðs Wan« en
þar Vonaðtst bann til að fá aðstoð,
— bað var að minnst.a kosti eini
möguleikj hans
Ferðin upp eftir fljótinu gekk að
óskum, en Wan treysti sér ekki til
þess að útvega fanganum vinnu, hins
vegar sýndi hann honum mikla hjálp-
semi í hvívetna, og kom málum hans
þannig, að hann gat haldið áfram
för sinni upp eftir fljótinu til gull-
náma, sem eru 40—50 dagleiðir frá
St. Laurent.
Svo einkennilega — og um leið
heppilega — vildi til, að þegar þeir
félagar, „Tréfótur" og fangi 44792,
höfðu verið 37 daga á leiðinni upp
fljótið, mættu þeir sjálfum forstjóra
stærstu gullnámanna,' sem kallaðar
voru Inini. Sjálfur hét forstjórinn
Bollini og var á leiðinni til bæjarins
Paramaribo til þess aö reyna að út-
vega sér vélvirkja, en svo illa hafði
farið, að þéttir á nýrri gufuvél hafði
skaddazt í flutningunum upp fljót-
ið, og nú bráðlá á viðgerð. Þessi
furðulega tilviljun kom sér vel fyr-
ir fanga 44792, og forstjórinn Ijóm-
aði sem sól, er hann heyrði, að fang-
inn væri vélvirki. Það hefði tekið
hann þrjá mánuði að sækja vélvirkja
til Paramaribo. Hann bauð fangan-
um 10 grömm gulls á dag, ef hann
vildi taka að sér umsjón með vélun-
um og auk þess 300 grömm, tækist
honum að gera við þéttinn
Þannig atvikaðist það, að fangi
44792 komst i kynni við líf gullgraf-
aranna. Hann hlaut nú hinn bezta
aðbúnað, fæði og klæði. Og ætlun
han-s var að spara saman nægilegt fé
til þess, að hann gæti keypt sér far
með skipi frá Guyana. Útlitið var
sannarlega gott. — Forstjórinn lét
hann hafa skammbyssu, sem hann
skildi aldrei við sig. Það voru allir
vopnaðir í gullnámunum, þótt lögum
samkvæmt væri það bannað. En ekki
var kleift að hlíta þeim lögum, því
að allt umhverfis námurnar voru
ræningjar og bófar, sem hvorki óttuð
ust guð né djöfulinn. Þeim blæddi
ekki eitt mannslíf í augum, hér eins
og annars staðar hafði hinn sterki
bæði valdið og „réttinn“ í sínum
höndum.
Gullgrafararnir unnu á vegum
námufélagsins, sem var hollenzkt, og
þeim var bannað, að viðlagðri refs-
ingu, að „þvo gull“ fyrir sjálfa sig.
Samt sem áðuT fengust flestir við
það — á nóttunni. Þeir, sem voru
„nappaðir", voru rúnir öllu, og urðu
að kosta ferð sína sjálfir til strand-
arinnar. Þrátt fyrir það að margir
gullgrafaranna hefðu góð laun, auk
ágóðans af næturiðjunni, voru það
aðeins fáir, sem fóru frá Guyana
sæmilega efnaðir. Margir veiktust
vegna hins óholla loftslags, og þeir
sjúku áttu sér engrar hjálpar von
nema því aðeins að þeir ættu dygg-
an vin, og hann var erfitt að eign-
ast á þessum slóðum. Þeir gátu dáið
drottni sínum, enginn hirti um þá.
en hins vegar létu vinnufélagar
þeirra ekki á sér standa að skipta
með sér gulli þeirra, ef þeir þá vissu.
hvar það var að finna. Enginn treysti
öðrum, og hver maður þagði vand-
lega um felustað gulls síns. Samt
kom það fyrir, að menn komu að
felustað sínum tómum, — ef þeir
grunuðu einhvern um þjófnaðinn,
voru hnífarnir eða byssurnar látnar
tala. — Maður fannst dauður, nafnið
hans var strikað út af vinnulistan-
um, og þar með var það mál úr sög-
unni. |
Þegar samningur fanga 44792 við
námufélagið var útrunninn, en hann
gerði ráð. fyrir 250 vinnudögum, átti
hann 1800 grömm af gullsandi inni
hjá félaginu, og gat hann innleyst
það á skrifstofu félagsins í Albina
eða Paramaribo. Auk þess hafði
hann safnað 3000 grömmum með ólög
legum „gullþvotti". Þetta samsvaraði
5000 dollurum. Honum fannst þetta
himinhá fjárhæð, með tilstilli hennar
gæti hann hafið nýtt líf í Evrópu.
— En einn daginn læddist að honurn
óboðinn gestur, sem hefur gert mörg-
um manninum skráveifu í hitabelt
inu, — hitasóttin. Hún varð ekki
umflúin, en áður en hún næði alger-
um tökum á honum, ætlaði hann að
komast til Albina og leggjast þar
inn á sjúkrahús. Tveir félagar har
fóru með honum niður fljótið, en '
þeir voru báðir strokufangar og
höfðu unnið í námunum í tvö ár.
Fársjúkur hélt hann niður fl.jótið
ásamt félögum sínum. Þegar þeir
voru komnir á móts við Albina, sigldi
varðbátur á þá í myrkrinu og braut
bát þeirra í spón. Fangi 44792 var
svo sjúkur, að hann gerði sér ljtla
grein fyrir því, hvað fram fór. Átta
dögum síðar vaknaði hann á sjúkra-
húsinu í. St. Laurent úr móki hita-
sóttarinnar, rúinn öllu nema lífinu
og innstæðunni fyrir 1800 grömmum
gulls, sem hann gat nú ómögulega
nálgazt. Honum tókst ekki að leyna
því lengi, hver hann var, — örin eft-
ir hlekkina gáfu það greinilega til
kynna: — Enn einu sinni opnast hlið
þrælabúðanna og lokast að baki hon-
um. — Og enn einu sinni var það
iðnkunnátta hans, sem bjargaði hon-
um frá svartholinu i Royale
Ný andlit mættu augliti hans í
fangabúðunum, flestir, sem komið
höfðu jafnt og hann, voru dánir úr
hitabeltissjúkdómum, hungri og
þrældómi, og lágu nú vel geymdir
„undir bambusnum". Félagi hans,
Alex, var látinn, en Walther hafði
tekizt að flýja og var nú í Paramira-
bo. Og hugsunin um hann sem frjáls-
an mann tendraði frelsisþrána á ný.
Langur tími var liðinn frá síðustu
flóttatilraun fanga 44792. Hann hafði
unnið viðstöðulaust við vélaviðgerðir
og jafnframt smíðað ótal hluti í eig-
in þágr og selt, svo að hann ætti næga
peninga, þegar tækifæri til flótla
byðist. Margt hafði átt sér stað i
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ