Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Page 11
að hann var allt að einu dauðskelk- aður. En svo lauk þó samfylgd þeirra Þor- valds og Selirams, að ekki bar til stórtíðinda, og skildi kaupmaður alls hugar feginn við förunaut sinn. XI. Þótt orð'rómurinn um þá Þorvald og Eggert væri magnaður, er lík- legra, að hann hefði hjaðnað smám saman, begar frá leið, ef ekki hefði fleira komið til. Þorvaldur átti í sí- felldum útistöðum við menn, og gaf það mörgum tilefni til þess að rifja upp þann grun. sem á honum hvíldi. Þó hefur hitt sennilegra orðið enn þyngra á metunum, að brátt þóttust ýmsir verða þess varir, að honum fylgdi draugur. Srxunnust. af þvi mikl- ar sögur, og urðu þeir ófáir, sem þóttnst verða varir við fvlgju hans, bæði í svefni vöku. Þsssi fylgja. sem var einmitt hirm týndí skipstjóri. varð Þorvaldi dygg- ur förunautur. Hún var jafnan í för með honum. hvei í scm hann fór, og síendurteknar umræður um hana staðfestu se\t Þorvalds algerlega í vit- und fólks. ITrtn var hin óræka sönn- un. sem stöðugt minnti á það ódæði. er hann átti r.ð hafa drýgt. og gaf mönnum tilefni til þess að rifja upp. æ ofan í æ. Það var ekki aðeins heima í héraði. að skipherrrnn. sem fólk kallaði svo, gekk ljósum logum í slóð Þorvalds. Hann varð nafntogað'ur austur í Skagafirði og vestur á landi. því að ■þpr*rfn-^ fQr Þorvaldvv stund'iu' til sjóróðra og fiskkaupa. og kunnu bæði íslenzkir menn og danskir að lýsa förunaut Þorvalds af mikilli ná- kvæmni. Þegar árin liðxx. sögð'u sum- ir. að skipshundurinn rækí lestina. 'ð sönnxx bar lýsingum á fvlgifiski Þorvalds ekki alveg saman. Allir voru þó á einu máli um það. að þetta væri hinn mvndariegasti maður að vallar- sýn. svniiega útlendur, búinn dönsk- um kiól Bar hann á sér áverka. og sán sumir hlóð vella úr sárinu. Á Kringln á Ásum átti heima kona sú. pr hét Guðrún Ólafsdótt.ir, systir .Tónasar bónda þar Hún var með þeim annmarka. að henni varð tíðum snögglppa ;llt og kvað hún það stafa af því, að þá bæri fyrir augu hennar ógeðfelldar sýnir. en að'rir urðu ekki varir við Hún kom að Hjaltabakka skömmu eftir upphoðið á strandgðss- inu. Bar þá svo við, að Þorvaldur kom þar inn. er hún sat á kistu og ræddi við séra Rafn. í sömu andrá þyrrndi yfir Guðrúnu og lá við, að hún hm'gi í ómegin. Sagði hún svo frá að hún hefði séð mann á græn- um klæðum meg kreppta handleggi, harla iila til reika, koma inn á eftir Þorvaldi, og var það til öruggs marks haft um það, hver þar var á ferð, að hann var aðeins með stígvél á öðrum fæti. Vorig eftir réðst skagfizk kona. Marsibil Semingsdóttir, móðir Bólu- Hjálmars, að Hjaltabakka með manni sínum, Skúla Thorlaeiusi. Förunaut Þorvalds bar fyrir hana í draumum. og sögðu nágrannai'nir eftir henni, að tálguhnífur stæði í síðu hans. Ekki stóð á þ.ví, að sýnir Guðrúnar Ólafs- dóttur og draumar Marsibilar hlytix stað'festingu úr ýmsum áttum. Björn gamli á Skinnastöðum var einn þeirra, sem stundum sáu ýmsu undarlegu hretgða fyrir, og hafði Rannveig, kona hans, það eftir hon- um, að ekki hefði skipstjórinn í sjó- inn farið. Þegar eftir því var leitað, hvag hann hefhi til marks um það. bætti hún við því að fyrir augu hans bæri sitthvað, sem öð'rum væri hul- ið. Mektarbóndi, Ólafur Ólafsson á t4v~t criTo-f oíff c’v.- í '^Vkin V]á Þor- valdi, og var ekki að sökum að spyrja: Hann „varð var við þess háttar reim- leika sem vera mundi dauðs manns svipur,“ en ekki treysti hann sér til þess að fullyrða, að það hefði verið skipstjórinn afturgenginn, því að hann hafði aldrei séð hann. Sú saga barst líka austan úr Skagafirði, að Þorvaldur hefði veikzt þar á ferðalagi á bæ einum og hefði þá kona sú, sem hjúkraði honum, séð bláklædd- an mann, blóðugan í framan, á flökti við beðinn eða í rúminu fyrir ofan sjúklinginn. Aðrir sögðu, að hún hefð’i jafnvel séð þennan bláklædda náunga þrífa fyrir brjóst sér, og stóð þá blóðboginn úr bringu hans ofan við handarjaðarinn og blóðgusan lagzt yfir Þorvald. Ónafngreindur maður i Skagafirði þóttist einnig hafa séð svipaða sýn í návist Þorvalds. Páll nokkur á Umsvölum í Þingi var einn þeirra, sem sáu þessa óhugnanlegu fylgju, og piltur frá Kamhakoti á Skagaströnd, Jón Þorleifsson að nafni, er eitt sinn varð Þorvaldi samferða milli bæja, kvaðst hafa séð berhöfðaðan mann í bláum eða dökk- leitum kjól og með stígvél á öðrum fæti í för með honum. Stóð blóðbuna upp með viðbeininu. Þessa sýn bar síðan þrívegis fyrir hann, og var Þor- valdur nærstaddur í tvö skiptin, en kom að skammri stundu liðinni í þrið’ja skiptið. Vestur á Snæ/ellsnesi hafði afturgönguna borið fyrir augu ónafngreindar konu og dansks kaup- manns í Stykkishólmi. Enn var það. að Hreggvið nokkurn Jónsson, sem um skeið var samtíða Þorvaldi á heim ili, dreymdi höfuðlausan mann á kaf- íu, er sat við' höfðalag hans, og gerði þessi þokkalegi fósi síðan hvað eftir annað vart við sig i baðstofunni. „Það má hver meta svo mikils eða lítils sem vert er“, sagði Hreggvið'ur, þegar hann sagði drauma sína. Það var ag sönnu bragð að slíkum draumum og sýnum. En öllu merki- legra þótti samt, að danskur maður á Búð'um, sem ekki vissi, hver Þor- valdur var, var sagður hafa séð hina margumtöluðu fylgju í för með hon- um. ..Hvaða djöfulmaður er þetta?“ var haft eftir honum. „Það fylgir honum maður stunginn og stendur úr honum blóð:boginn.“ Þessar og þvilíkar sögur flugu milli manna og þóttu kraumfengið um- ræðuefni, og hafa þær þó vafalaust verið fleiri. sem aldrei voru á blað skráðar og gleymdust. þegai' fram liðu stundir. En enginn gerði sig jafnheimakom- inn við fylgifisk Þorvalds og Gísli Tómasson á Saurum i Helgafellssveit, gamall og fjölvís mektarbóndi, er síðar var sagt, að' gengið hefði aftur, flökt um nætur um múrsteinsgólfið í Saurastofu og gert gestum, sem þar var físað til svefns, ýmiss konar skrá veifur. Svo var við vaxið, að Hún- vetningar nokkrir voru staddir í Stykkishólmi, beirra á meðal Þorvald- ur og Helgi Þorvaldsson á Almenn- ingi á Vatnsnesi Þar var og Gísli á Saurum og var við skál, þegar hann fór úr kaupstaðnum. Kom hann við á bæ ofan við kaupstaðinn, þar sem Helgi á Almenningi var staddur, eða reið fram á ferðamannahóp, sem hann var í. Skrafaði Gísli margt við Helga og þá, sem með honum voru. og spurði þá, hvar Þorvaldur mundi vera með dreng sinn. Þeir, sem hann talaði til, vildu vita grein á dreng þessum, og sagði Gísli þá, að það væri maður með áverka, danskur á grænum kjól. Létust þá sumir vilja sjá þann pilt. Gísli kvaðst þess albúinn að sýna þeim hann, ef þeir reiddu af höndum þá borgun, sem hann léti sér lynda. Ekki er þess getið, hvort til þess kom, að hann sýndi þeim dreng Þorvalds, enda má vera, að ekki hafi til hans náðst. En Helga varð minnisstætt boð Saurabóndans, og sagði hann sveitungum sínum frá þessu atviki, þegar hann kom heim. Af 'þessu er Ijóst, að tíðum hefur fylgju Þorvalds boiið á góma, bæði fjær og nær heimkynnum hans, og var þá iðulega rifjað upp, hvernig hún var til komin, ef einhver var við- staddur, sem ekk'. vissi það. Sjaldnast stóð á greið'um svörum, þótt stund- Framhald á 70. síðu og kvöldheimsókn bóndamanns eins að Vesturhópshólum T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 59

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.