Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 6
Menning Araba er lágsigld nú á tímum, og fáa grunaöi, ef ekki væri til örugg vitneskja þar um, að eitt sinn báru þeir höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í menn- ingarlegum efnum. Á blóma- skeiði hins arabíska veldis var vísindaiðkun svo mikil og árang- ursrík, að áhrifa hennar gætir enn í dag. Menning Arabanna átti sér uppsprettu í trúarlegri vakningu eins manns og síðar þjóðar og þjóða. Þessi einstak- lingur hét Múhammeð, og við hann er Múhammeðstrúin kennd (einnig kölluð íslam, sem er ara- bíska og þýðir auðsveipni gagn- vart vilja guðs). •o*o#o»o»o#o«o«o«o«o*o«o«o»o»o»o»q»o«o*o»o*< 2 •.......... Jo«o#o»o«oc_. G®G#0*C®000#( '!2?2?2?c;)f0«0«o»o«o»o*o®o«o®o®c*o®o®o®o*o«o*o»o®oeg®o»o*o®o«o»o«o«o*o®o®o*o®o»o«o®o®o«o®o®o*o®o»o*o®ooo«o®o»o»o®c !0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0*')«0«0«0«0«0«000«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«0«000«n* § p f Menning Araba og áhrif henn-1 j ar á menningu Vesturlanda | S^SSS!SSSSSSSSS8S8S!!88SSSSSSSSSSSSSSSSSSSíSSíSSSSSS8SiSSiSS®iSSSSiSSSSíSSSSSSSSSSÍgSSgS»SiSSSSSS8SíSSSSSSSSSSS88S8SSSSSSSSSSSSSSSSSSgSSSSiSSSSSSSSS8SSSSSSSSS88SSSSSSSSSÍSSSl Múhammeg fæddist í Mekka árið 570 og lifði við bág kjör, þar til hann kvæntist ríkri kaupmanns- ekkju, sem Khadidja hét. Hún var gáfuð og dugleg kona, sem veitti manni sínum öflugan stuðning, þegar hann varð fyrir andspyrnu og ofsókn- um samborgara sinna, er hann tók að flytja fólki opinberanir sinar. Árið 522, sem síðar varð upphafsár tíma- als Múhammeðstrúarmanna, flýði íann frá Mekka til Medína, þar sem hann hélt áfram að boða mönnum trú. í Medína eignaðist hann fljót- lega marga áhangendur, og honum tókst að koma á fót dálitlum her manna, sem hóf nú þá iðju að veita úlfaldalestum Mekkabúa fyrirsát og ræna þær. Brátt tóku þessi rán og skærur á sig stærri myndir og urðu að reglulegum orrustum. Átökunum lauk loks í snarpri orrustu við Badr, þar sem her Múhammeðs sigraði miklu stærri og öflugri her Mekka- búa. Um árið 630 náði hann algjör- um yfirráðum í Mekka, og þar var síðan hin trúarlega miðstöð Mú- hammeðstrúarmanna. Þegar Mú- hammeð andaðist árið 632, réð hann í raun og veru yfir mestum hluta Arabíu. Kóranlnn, sem er arabíska og þýðir eiginíega fyrirlestur, hefur að geyma útleggingar Múhammeðs á opinberunum guðs eða Allah. Með fá- einum undantekningum er því haldið fram í Kóraninum, að orð hans séu frá guði sjálfum. Muhammeð er að- eins milliliður og skírskotar til eins konar himneskrar bókar, þar sem allt, er orðið hefur og á eftir að verða, er skráð. Það eru brot úr þessari bók, sem guð hefur opinber- að Múhammeð með tilstilli engilsins Gabríels, og þau er að finna í Kór- aninum. Kjarninn í kenningum Múhamm- eðs er boðið um hlýðni við vilja guðs, trúin á endurfæðingu og dómsdag. — Þegar núverandi heimur mun líða undir lok á „degi aðskilnaðarins“, munu mennirnir verða færðir fyrir hásæti guðs, og þá mun dómur verða kveðinn upp bæði yfir hinum frómu og vantrúuðu. Hinum vantrúuðu, það er að segja þeim, sem ekki hafa stundað bænahald, ekki gefið ölm- usur og afneitað trúnni,' mun verða 54 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.