Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Blaðsíða 12
m
I.
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
norrænum þjóðum bætzt drjúg vitn-
eskja um skip og sæfarir forfeðr-
anna. Farkostir, sem um langan aldur
hafa legið í leir á hafsbotni eða djúpt
í jörðu niðri í fornum grafreitum,
hafa verið dregnir fram í dagsljósið,
og margvíslegar aðrar minjar um
siglingar og farmennsku hafa komið
í leitirnar.
Það sannaðist eftir brunann í
Björgvin árið 1955, að húsgrunnar og
uppfyllingar á Þýzkubryggju lumuðu
á merkilegum minjum, sumum frá
hafði lengi verið kunnugt um það, að
gamalt skipsflak, sem fergt var grjóti,
torveldaði bátaferðir við þorpið
Skuldelev. Var það forn arfsögn, að
Margrét drottning hefði látið sökkva
þar skipi til þess, að varna því, að
sjóræningjar gætu komizt til Hróars-
keldu, sem fyrir hennar daga hafði
verið konungssetur og biskupssetur
með miklum auði. Kringum 1920 bar
það við, að fiskimenn náðu þar upp
kjölbakka úr skipi, öðru nafni kerl-
ingu — svo hét fyrrum timburstokk-
ur, er lá ofan á kili skipa og siglu-
trénu var fest í. Kjölbakkar í skipum
komu til sögunnar, þegar farið var
að nota siglur og segl, nokkruna öld-
um fyrir upphaf víkingatímabilsins.
þessu svæði. Kom þá á daginn, að
þama var ekki aðeins flak eins skips.
Leifar af öðru skipi fundust þegar
sumarið 1957, næsta sumar fundust
önnur tvö til viðbótar og loks enn tvö
sumarið 1959. Sú sögn stóðst aftur á
móti, að þarna hefði skipum verið
sökkt, og það lá einnig í augum uppi,
að það hafði verið gert til þess að
loka siglingaleið fyrir óvinaflota. En
til þess hafði ekki verið fórnað einu
skipi, heldur mörgum, og þetta hafði
gerzt mörgum öldum fyrr en sagnirn-
ar hermdu. Kafararnir náðu upp
ýmsu úr skipunum, og það benti allt
til síðari hluta víkingaaldar, svo sem
kjölbakkinn hafði gert, og mæling á
geislavirku kolefni í viði úr flökunum
NORRÆNIR
þeim umum, er Snorri Sturluson var
uppi. Svíar lyftu úr sæ og fleyttu að
landi hinu mikla skipi, Vasa, sem lét
í fyrsta skipti frá landi sunnudags-
kvöldið 10. ágúst 1628 og fórst að
skammri stundu liðinni.
Danir gerðu þurrkví úti í Hróars-
keldufirði og grófu þar upp leifar
margra skipa, er flotið hafa á sæ um
það leyti er ísland fannst. Loks hafa
fundizt á Borgundarhólmi seymdir
plankabátar, er notaðir hafa ver-
ið þar til sjóferða á svipuðu skeiði og
Páll postuli fór með trúboð og tjald-
saum við Miðjarðarhaf og bjargaðist
af skipreika á land á Möltu. Þessir
fornleifafundir, sem hér hafa verið
lauslega nefndir, spenna yfir sextán
hundruð ár.
II.
Fiskimönnum við Hróarskeldufjörð
Þessi gripur, sem fannst í Hróars-
keldufirði, var af annarri gerð en
þekktist frá Ásubergsskipinu norska
og mun lengri og auk þess hafði hann
verið festur við skipssúðina með tré-
nöglum, en ekki bundinn með seymi
við oka eins og gerðist í skipum
norskra höfðingja. Það var þó kunn-
ugt áður, að til höfðu verið á Norð-
urlöndum á víkingaöld skip með kjöl-
bakka, sem ekki var festur böndum.
Þar er til vitnis skip frá níundu öld,
sem fannst á sínum tíma við Gaut-
elfi. Er því líklegast, að kjölbakki
norræmna skipa hafi fyrir þúsund
árum ýmist verið bundinn með seymi
eða festur með trénöglum.
Við 'fullnaðarrannsókn á kjölbakk-
anum úr Hróarskeldufirði kom ótvi-
rætt í ljós, að hann var úr miklu
eldra skipi en svo, að Margrét drottn
ing, sem uppi var á fjórtándu öld,
hefði ggtað látið sökkva því. Lék mönn
um því mjög hugur á að rannsaka
betur, hvað þarna leyndist á sjávar-
botni. Sumarið 1957 voru kafarar
fengnir til þess að leita fyrir sér á
bentu til ársins 910 með hugsanlegri
skekkju, er nam einni öld of eða van.
Dönskum fornleifafræðingum var
ljóst, að ekki myndi unnt að ná skips-
flökunum upp með aðstoð kafara,
sízt án þess að á þeim yrðu miklar
skemmdir. Þess vegna varð það að
ráði að gera kví um svæðið, sem flök-
in voru á, og dæla síðan sjónum úr
kvínni. Ýmsir sjóðir og verktakar í
Danmörku lögðu fram stórfé, milljón-
ir króna, til þess að þetta kæmist í
kring, og síðastliðið sumar var verk-
inu lokið.
Það var mikill fengur að því, sem
þarna var grafið upp úr leirnum. Þar
fannst heilt og óskaddað stefni vík-
ingaskips og stórir hlutar af stefn-
um þriggja annarra skipa, og þegar
allt hefur verið skeytt saman, er
þarna náðist, og fyllt í skörðin, munu
fimm skip, þúsund ára gömul, úr eigu
hinna fornu Dana verða til sýnis.
Með engri annarri aðferð en þeirri,
sem beitt var, hefðu skipsflökin náðst
upp jafnlítið skemmd. Þó varð margs
að gæta. Haugur af grjóti, sem not-
að var til þess að sökkva skipunum,
lá enn á leifum þeirra. Ef öllum
sjónum hefði verið dælt úr kvínni
hefði þungi grjótsins á flökunum auk
izt um fimmtíu eða sextíu hundraðs-
hluta. Það hefði vafalaust valdið því
að viðir, er hangið höfðu saman all-
ar þær aldir, sem liðnar eru síðan
skipunum var sökkt, hefðu brotnað.
í öðru lagi mátti viöurinn ekki ná að
60
IÍM1NN - SUNNUDAGSBLAÐ