Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Page 2
Iþjóðir á ÍS- IHAFSSTRÖND í STRANDHÉRUÐUM Noröur- Rússlands og hinum víðlendu og trjálbýlu landflæmum Síberíu búa milli tuttugu og þrjátíu fámennir þjóðflokkar, sem ýmist lifa á hrein- dýrarækt eða veiðum á sjó og landi. Þetta eru Tjúktjar, Kórjakar, Kams- jadaiar, Eskimóar, Aleutar, Tungus- ar, Júkagírar, Lamútar, Goldar, Gilj- akar, Olsjar, Órokar, Údehear, Tav- gírar, Dolganar, Jeniseiar, Ostjakar, Samójedar, Ostjak-samójedar, Vógul- ar, Zurjenar og Lappar. En þótt marg ir séu þjóðflokkarnir, er mannfjöld- inn samtals aðeins á öðru hundrað'i þúsunda. Þessir þjóðflokkar tala yfir- leitt hver sitt tungumál, og er margt ólíkt í siðum þeirra og háttum, enda tiltölulega skammt síðan utanaðkom- andi áhrifa tók að gæta verulega þeirra á meðal. Yfirrág Rússa í Síberíu eiga rót að rekja til þess, er útlægur Kósakka- höfðingi, Jermak Tímóvejvikk, rudd- ist með fimm hundruð manna sveit austur á bóginn frá Úral og vann sigur á Tatarariki, er þar stóð. Þetta gerðist árið 1581. Var Jermak þá í þjónustu kaupmannsættar í Novgor- od, og urðu sigufvinningar hans henni mikill gróðavegur, því að hún fékk einkarétt á verzlun í Síberíu og hélt honum allt til ársins 1722. Sjálfur drukknaði Jermak í írtysjfljóti í orr- ustu við landsmenn árið 1584, og formlega helgaði Rússakeisari sér ekki Síberíu í heild fyrr en á seytj- ándu öld. En með því, ag þessi land- auki var tólf milljónir ferkílómetra að stærð, lætur það að líkum, að hin rússnesku yfirráð voru lengi vel varla nema nafnið eitt, þótt fljótlega risu þar upp nýlendur Rússa, bæði út- lægra manna og landnema, er þangað fluttust af frjálsum vilja. Afskipti ríkisstjórnarinnar voru að mestu leyti takmörkuð við skattheimtuna. En kaupmennirnir rússnesku mötuðu krókinn á viðskiptum við hinar frum stæðu þjóðir, gerðu þær háðar aðflutt um varningi og settu þeim síðan kost ina í vöruskiptum. Á annan veg náðu áhrif menningarlanda ekki til þessara frumstæðu þjóða. Á þessu varð ekki veruleg breyting fyrr en með byltingunni í Rússlandi. í októberbvltingunni var lýst yfir jafnrétti allra þjóðflokka og litlu síð- ar var ákveðið, að sérhver þjóð inn an Ráðstjórnarrikjanna ætti kröfu á fræðslu á sínu tungumáli. En fyrst um sinn voru þessar yfirlýsingar að- eins pappírsgögn, enda voru hvítliða sveitir Kolsjaks bershöfðingja í Sí- beríu ekki sigraðar fyrr en 1920, og dreifðir hópar hvítliða héldu jafnvel velli allt til 1924. En það ár var komið á fót stofnun, sem átti að ann- ast mál þessara norðlægu þjóðflokka, allt frá Norður-Rússlandi til Berlings- sunds. Hin fyrstu ár voru notuð til undir- búningsrannsókna á högum og hátt um þessara mörgu og smáu þjóð- flokka, og leið því enn nokkur tími, unz hafizt var handa um kennslu og skipulagningu á atvinnuvegum þeirra. Voru það ekki sízt þjóðfræðingar og málvísindamenn. er hér höfðu for- ystu. Það eitt að semja og prenta náms- bækur á máli þessara þjóðflókka var auðvitað mikið starf og vandasamt, auk þess sem fyrst í stað hlaut að vera hörgull, á hæfum kennurum og leiðbeinendum. Urðu hin rauðu tjöld, sem svo voru nefnd, mikilvægt atriði í brautryðjendastarf- inu. Með þessi tjöld ferðuðust kenn- ararnir á meðal fólksins, kenndu full orðnu fólki lesKir og skrift og buðu því hinar nýju kenningar byltingar- þjóðfélagsins. Þeim fylgdu og lækn- ar, sem veittu læknishjálp og kenndu fólkinu nauðsynlegar heilbrigðisvenj ur. Þegar fram í sótti, voru reistir heimavistarskólar, þar sem stúlkur lærðu saumaskap, þvotta og meðferð barna, auk venjulegra námsgreina, en piltar meðferð véla og verkfæra, smíðar og margt annað. f kjölfar þessa komu dýrafræðingar og dýra- læknar, sem komu skipulagi á veið- amar og kenndu fólki að berjast gegn sjúkdómum, sem hrjáðu hrein- dýrastofninn. Þessi mynd er af samkomuhúsi samyrkjubús hreindýraræktarmanna á Kóiaskaga. 386 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.