Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 9
ÞESSl AAAÐUR HEITIR Pétur Símonarson. Skömmu fyr- ir 1930 smíðaði hann gripinn, sem þið sjáið efst á næstu síðu, — sleða, sem var knúinn áfram með flugvélarskrúfu. — Pétur keypti brotna flugvél, fékk þessa hugmynd um sieðann og kom henni óðar í framkvæmd. — Ég teiknaði sleðann upp í hasti, fór til Reykjavíkur og keypti striga og lista í skrokkinn, bjó þetta svo til í bílskúrnum heima í Vatnskoti, Ég smíðaði undir sleðann stór og sterk skíði. Reynsluferðina fór ég á tún- inu og stjórnaði með stöngum eins og í flugvél. Ég fór hægt fyrst, og það gekk dálítið skrykkjótt, því að sleðinn lét ekki almennilega að stjórn Ioftstýrisins. Þá sá ég, að ég fór senni Iega of hægt og sló í, — og sleðinn og troða snójinn, sem stundum var upp í mitti. Einu sinni lenti ég fram á brún á snjóhengju í slæmu skyggni, en áttaði mig á síðustu stundu og stoppaði á mótor. (Þetta er víst flug- mannamál). Ég sat fastur þarna, en það endaði með, að ég skellti sleð- anum fram af og hékk í stélinu á honum. Mótorinn var ékki nógu kraffc- mikill í þungri færð, en í góðri færð var sleðinn hjólviljugur. 168 KM. HRAÐI Á ÞINGVALLAVATNII Pétur Símonarson frá Vatnskotl. (Ljósmynd: Sigurður Bjarnason). 1 lét ekki á sér standa, þaut áfram eft- ir túninu í beinni línu og lét nú alveg að stjÖrn. Það gerði fimmtán stiga frost ufn nóttina og hemaði á ísinn i Þingvallavatni. Ég stóðst ekki freis - inguna og fór á ísinn með sleðann, þótt hann væri bremsulaus. Ég var ekki vel að mér í stjórn á flugvélastýri ög rambaði þarna á íshrauk, af því að ég fór of hægt og sleðinn lét þess vegna illa að stjórn. En um leið og ég gaf í, var allt í lagi með stjórnina. — Hvernig leizt fólki á þetta furðu- verk? — Þá gátu íslendingar orðið hissa á öllum hlutum. Það var öðruvísi en núna. Ég kom öllum að óvörum fram með Henglinum, þegar verið var að setja skíðamót. Helgi Hjörvar stóð á palli: Þarna flýgur nú hrafn, sagði hann, og þá renndi ég mér að með miklum drunum, og fólkið hópaðist að sleðanum, alveg undrandi. Enginn hlustaði lengur á Helga. Svo fór ég að aka fólki þarna fram og aftur fyrir túkall. Og eftir hveria ferð stóðu aðr- ir reiðubúnir með túkalla á Iofti. — Komstu hratt á sleðanum? — Ég komst hraðast 168 km. á klukkustund á Þingvallavatni. Það var engin fyrirstaða á ísnum. — Varstu ekki hræddur um að drepa þig á þessu? — Nei, maður var strákur og aldr- ei hræddur. Hættulegast var, þegar skyggni var lélegt. Hann stakkst stundum á nefið hjá mér, þegar skyggni breyttist skyndilega og maður sá ekki út úr augunum. Ég lenti stundum í svo mikilli ófærð, að ég komst hvorki aftur á bak né áfram. Sleðinn flaut vel á snjónum, en ef maður lenti í lausum snjóskafli, sat allt fast. Þá varð ég að fara út úr r ■ r TÍMINN - SUNNUDAGSBI.AÐ 393

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.