Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Page 10
v.tl í I;,,: Þetta er-s1eSinn, sem Pétur smíSaðl 1930. 'Hann var á tvelm skiðum og gat rúmað fjóra menn. — Hvaða stjórnartæfci voru á sleð- anum? — Það var loftstýri, alveg eins og á flugvél. og auk þess h.emlar á hvoru skíði, sem komu að miklu gagni, þégar ég fór niður brekkur. Þessir hemlar stungust niður í snjó- inn og veittu þannig viðnám. Sleðinn: var á tyeimnr skíð'um, en vanalega eru vélsleðar á, 3—4 skíðum. Það hentar siður hér á landi, af því að snjórinn er oft i sköflum og ójafn. Það gátu fjórir rúmazt í þessum sleða með lagni, en ég smíðaði annan sleða upp úr stríðsárunum, sem rúmað'i ekki nema tvo. — Þig og konuna þína? — Já, hún fór oft með mér. Við lentum einu sinni í logndrífu á hon- um uppi á Mosfellsheiði. Það sá ekki út úr augunum, og ég ók á og braut skrúfuna. Við vorum orðin villt og farin að aka í hringi. Vig yfirgáfum sleðann þarna á heiðinni og komumst að bænum Fellsenda og vorum þar veðurteppt í tvo daga. Það gerði norð- an stórhríð. — Sleðinn var á heiðinni í tvær vikur. Við vissum ekki al- mennilega, hvar haan var. Ég leitaði að honum á skíð-um; fann bann. í lækjardragi og gróf hann upp úr snjónum. Þetta var miklu vandaðri sleði en sá fyrri. Hann var málaður skærrauð ur með gulum röndum og hét „Fjall- haukur“. Það var bíllukt á honum og mögulegt að beina ljósinu á ýmsa vegu. Eftir þetta ferðalag, setti ég líka kompás í hann. Það var svo ó- tryggt að flækjast upp um beiðar á honum öðruvísi. — Áttu hann enn? — Ég á hann einhvers staðar sund- ur tekinn. Nú er enginn snjór orðinn hér, svo að það er þýðingarlaust að Yngri sleSinn „Fjallhaukur", var glæsilegt farartæki. SkíS'm undir honum voru stór og breiS, og. hann gat náS 160—170 km. hraSa á ís. 394 1 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.