Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Síða 15
uð um samtímaatburði að verulegu leyti. Hins vegar er líklegt, að orða- lagfilílvándin' við Alexanders sögu séu einfaldléga sprottin af því, að þá hefur verið skammt um liðið frá þýð- ingu hennar, og. Brandur hefur ekki gætt-þess, að orðmyndir þaðan sóttu á penna hans. Af dæmum þeim, er hér hafa verið tilfærð, má einsætt þykja, ag Brandi hef-ur verjð mikið í mun að lýsa em- ráðum höfðingja, er ætti meira skylt við' valdsmenn þrettándu aldar en goða í heiðnum sið, þótt sagan sé látin gerast á tíundu öld og aðalhetja hennar hafi verið goði í þann mund. Annars staðar í þessari bók er vikið að fyrirmyndum, sem Brandur virð- ist hafa haft ag Hrafnkatli Freysgoða og teknar voru úr samtíð Brands sjálfs. En eins og lesendum Hrafn- kels sögu hlýtur að verða hugstætt, er hitt einnig umtalsvert, hve margar minjar Hrafnkels saga. ber um áhrif frá fyrra verki Brands, þýðingu hans á Alexanders sögu. Þannig -blandast í Hrafnkels sögu reynsla Brands af' samtíð'inni og bókmenntaiðja hans önnur. Þegar Þorbjörn gamli leitar til Bjarna bróður síns um liðsinni við sonarhefnd, fær hann afdráttarlausa greitun,- Bjarni er maður, sem sættir sig við vald Hrafnkels og vij-l ekki jhætta auði sínum né st-öðu til að rétta hlut bróður síns. Svar Bjarna við málaleitun Þorbjarnar verður enn magnaðra, þegar ummæli Daríusar konungs um Alexander ungan eru höfð í huga: En þó at vér stýrim penningum nokkurum, þá megum vér eklki deila af kappi við Hrafnkel . . . Hefir hann þá marga málaferlum vafit er meira bein hafa í hendi haft en vér. (Ilrafnkels saga). Mikil skömm at fáir þrælar ok fátæk- ir, þeir er ekki bein hafa í hendi, sikulu þora rísa móti höfðingjum, þeim er fyrir eigu at ráða mestum hluta gulls þess er í heiminum er. (Alexanders saga, 30, 17—20). Orðtækið að hafa bein í hendi kemur hvergi fyrir í fornum ritum nema á þessum stöðum í Alexanders sögu og Hrafnkels sögu, að því er ég bezt veit. í báðum sögunum er sambandið að ýmsu leyti hl'iðstætt. Orðtækið er notað í sambandi við auð af mönnum, sem eru ríkir sjálfir, og í bæði skiptin eru þau notuð um ungan höfðingja. Munurinn er eink- um fólginn í því, að Bjarni gerir sér fulla grein fyrir veldi Hrafnkels og forðast því öll. átök. við harnn, en llar- íus konungur vanmetur mátt Aiex- anders, og slíkt verður honum að falli. Af Hrafnkels sögu má ,ráða, að Bjarni hefur komi?t Hrafnkafcli einna næsfc um auð og áhrif af öHum date- búum, og því leitar Þorbjörn þangað fyrst um hjálp, auk þess sem Bjarni var bróðir hans. f Hrafnkels sögu og Alexanders sögu kemur fyrir annað orðtak, sem einnig, er ókunnugt af: öðrum ritum fornum. Orðtak þetta er lagt í munn Hrafnkatli, er hann kemur að Aðal- bóli og setur Sámi afarkosti. í níundu bó-k Alexanders sögu er það notað um tvo unga menn, sem kunnu sér ekki hóf: Ek læt mér líka at þú sitir á Leik- skálum, ok mun þat duga ef þú ofsar þér eigi tU vansa. (Hrafnkels saga). En þat varð þeim,. sem gjarnt verðr æskunni, at opt verðr ofsat til vansa. (Alexanders saga, 132, 7—8). Hér er um næsta sérkennilegt mál- far að ræða, þótt merking þess sé augljós. Hrafnkell er að va-ra Sám við að ganga svo langt, að óhóf hatis verði honum sjálfum til tjóns eða minnkunar. Meg þessu er Hrafnkell ef til vill að minna Sám á, að hrösun þeirra beggja stafaði ein-mitt af því, að þeir höfðu ekki kunnað sér hóf. Hins vegar mátti Hrafnkell naumast búast við því, að Sámi yrði slíkt á í annað sinn. Þó reynir Sámur enn að fara á stúfana og telja Þjóstars- sonu á að veita ho*num liðsinni. Og í rauninni má segja, að vesturför Sáms hafi orðið honum til vansa. í stað þess að bregðast vel við liðsbón hans bjóða Þjóstarssynir henum að fíytjast vestur til þeirra með skulda- lið sitt. Þeir virðast þannig gefa ótví- rætt i skyn, að Sámur sé ekki ein- ungis illa fallinn til höfðingja, held- ur einnig, að hann sé naumast fær um að sjá fjölskyldu sinni farborða. Orðtakið að ofsa sér til vansa er svo sérstætt, að það eitt gæti bent til þess, að hér væri á ferðinru einn og sami höfundur, þótt fá rök eila yrðu því til stuðnings. Hér virðist vera um að ræða tilbrigði á orðtaki, sem kemur fyrir í norsku lagaonáli: hinum bótum er þeir ofsa eðr vausa er í dómum sitja. f norsku lög- unum eru tvær sagnir andstæðrar merkingar, að ofsa og vansa (þ.e. að gera oí eða van), og Slíkt mun vera upphaflegra orðtak en hitt, sem kem- ur fyrir í verkum Brands ábóta. í máli Brands er komið nafnorð í stað síðari sagnarinnar, og mer'king orð- taksins hefur gerbreytzt. Hér hefur skapandi höfundur verið að verki. Fornu orðtaki er bylt við og nýju lífi blásið í það. í stað hinnar einföldu og afdráttarlausu andstæðu í norsku gerðinni er kominn ögrandi orðaleik- ur. Dramb ffrafnkels og- ofsi veldur því, að hann neitar að láta leggja mál þeirra Þorbjarnar í gerð, þótt Framhald á 404. síðu. XÍMINN - SUNNUPAGSBLAÐ 399

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.