Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Síða 19
GLETTUR Á fárra vitorSi Ólafur Jónsson í Selsundi var efna- bóndi og einkum var hann mjög fjár- ríkur. Suma grunaði, að ekki myndi hver kind tíunduð. Hjá honum var um skeið vinnumaður, sem hét Kjart- an Pálsson, og spurðu menn hann eitt sinn að því, hve margf féð hefði verið í Selsundi. „Það vissi nú enginn, nema hann guð og hann Ólafur“, svaraði Kjartan. Sfrílið-í algleymingi Þag var á styrjaldarárunum, að Haraldur Á. Sigurðsson leikari kom inn í búð í Reykjavík. Afgreiðslu- stúlkan var ein inni, og lá hún i sím- anum og mælli á enska tungu. Har- aldur beið lengi, en stúlkan virti hann ekki viðlits. Hugðist hann þá snúa frá og ganga út. Við það gerði afgreiðslustúlkan hlé á símtalinu og hrópaði á eftir honum: „Hvað var það fyrir yður?“ Haraldur leit um öxl í dyrunum og svaraði: „Þetta er ailt í lagi, fröken. Eg kem bara aftur, þegar stríðið er búið“. Holtráð Gísla bónda Jónssyni á Eystri- Loftsstöðum fannst ekki til um at- orku kaupamarins eins, sem hjá hon- um var, en taiaði þó fátt um. Samt gat hann ekki orða bundizt, þegar „Hvað koen þér það við?“ svaraði hún kuldalega. „Ég fer mínar götur“ Hann þreif aftur til hennar og sveigir annan handlegg hennar aftur fyrír bakið. „Glenrn. Þú meiðir mig!“ „Ég vildi helzt slíta þig sundur". Hann kyssti hana og hóf hana á loft í fangi sér. „Við skulum fara héðan“, sagði hann hásum rómi. Hjartað í brjósti Mercedes Higgins tók viðbragð, þegar hún stalst til þess að líta framan í þennan ofsafengna, ruddalega mann. „Fjandinn eigi það“, stundi hann. Varir hans voru svo sem þumlung frá munni hennar. „Þú ert ómótstæði- leg, flagðið þitt....“ „María?“ „Frú Higgins gat ekki varizt því, að hún stokkroðnaði. „Fjandi eigfi það...." Augu frúarinnar beindust skyndi- lega að honum, ljómandi af eftirvænt- togu. „Já, væni minn!“ kaupamaðurinn tók eitt sinn að fjarg- viðrast yfir því, hve snöggt væri þar, sem hann var að slá, og lítil eftir- tekjan: „Það er ekki annað en hafa teig- inn ofboð lítið stærri, lagsmaður“, hraut út úr honum. Skóbótakippan í Hauk- holtum Gömlu hjónin í Haukholtum voru sjúk, og fleiri voru krankir í Reykja- dalssókn. Séra Þórðurí Jónsson sneri sér til máttarvaldanna með fyrirbæn í kirkjunni, ef vera mætti, að það kæmi að haldi „Skundaðu upp að Haukholtum, drottinn minn, og hjálpaðu gömlu hjónunum, sem þar eru í innsta rúm- inu að norðanverðu, og hangir skó- bótakippa á stagi upp yfir þeim. Komdu um leig að Skipholtskoti og miskunnaðu barnunganum, sem þar er í laup á miðju gólfi. En varaðu þig — varaðu þig á henni Kotlauga- keldu. Hún hefur mörgum körskum á kollinn steypt.“ Át allt kokkaríið Jón verri átti heima á Vatnsleysu- strönd. Hann hafði aldrei verið til stórræðanna um dagana, nema hvað tók til matanns — þar stóðu fáir honum á sporði Einhver spurði hann, hvort hann hefði aldrei verið sjómað- ur. Þá svaraði Jón: „Nei — ég var aldrei sjómaður, það vildi mig enginn formaður. Eg var ónýtur ræðari, gat aldrei lært áralagið, 'stirður og enginn fiskimað- ur. Einu sinni ætlaði ég að vera kokkur á fiskijakt, en þeir ráku mig, blessaðir, því ég át rllt kokkariið“. Enginn siálfsníðingur Þórólfur Jóhannsson bjó á Óspaks- eyri á Ströndum kallaður býsna virð- ingargjarn. Nefndi hann sig tíðast með nafni, þegar hann talaði um sjálfan sig og þótti meiri hreimur að, ef hann gerði svo. Hann hélt sér og til í klæðaburði, gekk með gyllta kúluhnappa á fötum sínum og hatt með perluböndum og rauða skúfa. Ekki var hann þó búmaður að sama skapi, og var mjög gert orð á leti hans. Nú var það að sumarlagi, að Þór- ólfur þóttist eiga ærið hey á engjum og sá vandkvæði á að koma því öllu heim. Hross átti hann ekki nema tvö. Varð það ráð hans, að hann fékk að láni mann og hest afbæjar. Batt aðkomumaðunnn heyið, en Þóólfur fór sjálfur á milli með lestina og reið ofan á milli. í einni ferðinni veitir aðkomumaðurinn því athygli, að lestin stöðvast og hestarnir fara á bei(- með sáturnar á klökkunum. Fer maðurinn að forvitnast um, hverju þetta sæti, og kemur hann að Þórólfi sofandi milli þúfna. Maðurinn reiddist þessari ómennsku og vakti Þórólf hastarlega. Sezt bóndi upp, þó heldur seinlega, og segir með virðu legum semingi: „Heldur þú, að Þórólfur sé sá sjálfs sín níðingur, að hann leggi sig ekki út af, þegar hann sigrar svefn?“ Ráðagerð Guðmundar ralla Guðmundur ralli átti heima austur í Fljótsdal. Hann komst eitt sinn svo að orði: „Eg á hest, kærustu, tík og tíu kindur. Þessu lóga ég öllu í haust‘\ Þorstláfur klerkur Prófasturinn í Skagafjarðarsýslu var kominn í eftirlitsferð að Knapps- stöðum í Stíflu, og skyldi séra Páll Tómasson messa í viðurvist hans. Séra Páll var hinn mesti drykkju- maður og fór ekki að jafnaði þurr- brjósta í stólinn Að þessu sinni hafði prófastur gætui á honum, svo að honum gafst ekki færi á að hressa sig til heillar predikunar, áður en gengið var í kirkju. En pelaglas var í hempuvasa hans, og var nú vandinn sá, hvernig við yrði komið að dreypa á því. Þegar prestui hóf predikun sína, var hann orðið ærið þurfandi. En ekki hafði hann lengi talað, er hann kom að þessum orðum í predikuninni: „Jesús sagði við lærisveinana: „Innan skamms munuð þér ekki sjá mig“. I sama bili og prestur mælti þetta, beygði hann sig í hnjáliðunum og lét sig síga niður i pontuna, brá glas- inu á vör sér og saup duglega á. Síðan spratt hann upp sem fjöður og mælti um leið og höfuðið birtist söfnuðin- um: „En innan skamms munuð þér sjá mig aftur“. Siómaktin Eftir Lofti gamla Loftssyni í Rana- koti höfðu menn þessi orð: „Ef Danakonungur missir sjómakt- ina, þá er hann ekki betri en ég“. Háttatími í himnaríki Kona nokkur missti mann sinn, og hafði hún verið síðari kona hans. Hann var jarðaður að venju hæfi- lega löngum tíma eftir andlátið. Að Framhald á 406. síðu. TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ 403

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.