Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Side 21
ÓHUGNANLEGT Franthald af 389. síðu. Þetta er vafalaust glögg lýsing á að'förum útlendra sjómanna í varp- löndum, er þeir komust í, en hitt mun orðum aukið hjá hinum ágæta Svía, að styrjaldarhætta hafi fylgt slikum gripdeildum og spellvirkjum. Stjórnarvöldin í Kaupmannahöfn höfðu aldrei slíkan metnað fyrir hönd íslenzks útkjálkaprests. II. Þrátt fyrir allt tómlætið og að- gerðaleysið, voru þó tíl þeir menn, sem ekki gátu horft sársaukalaust á þessi fuglamorð, sem fjöldi útlend- inga, er hingað kom, virtist hafa sér til skemmtunar. En lengi var þó þag- að við ósvinnunni. Það var eins og menn skorti áræði til þess að rísa upp, kannski meðfram af því, að hér var við útlendinga að etja. En svo gerðist það, að Egill kaupmaður Eg- ilsson, sonur Sveinbjarnar rektors Egilssonar, skrifaði um það grein í Þjóðólf, að landeigendur ættu veiði alla og mættu burt stugga hverjum Iþeim, er þar færi með veiðiskap. — Skömmu síðar, 23. apríl 1881, birt- ist ærið nýstárleg grein í sama blaði, og var hin fyrri sýnilega aðeins und- anfari hennar: „Vér undirskrifaðir, saklausir himinsins fuglar, skorum á HugvítsmaSur — Framhald af 395. síSu. að segja hjólað á Þingvallavatni — þegar það var ekki á ís. — Já, á vatnahjólhestinum mínum. Fólk gerði sér víst aukaferðir td Þing valla til þess að sjá hann á vatninu. Hann var stiginn eins og venjulegt reiðhjól, en það var erfitt að stíga, þegar margir fóru með mér á honum út á vatnið. Fólk vildi náttúrlega fá að reyna gripinn. Til þess að spara mér óþarfa erfiði, smíðaði ég loft- skrúfu og setti hálfan mótor úr bif- hjóli við hann. Þá gekk þetta ágæt- lega, en ferðin var aldrei mikil á honum — þetta var sleði. — Hvernig stóð á þessum vélaá- huga hjá þér? — Ég veit það ekki, sennilega hef ég orðið fyrir áhrifum frá pabba. Hann var „alt muglig mand“ og smíð aði ýmislegt þarflegt, bæði fyrir sig og aðra. Við bjuggum til dæmis í sameiningu bílinn heima þannig, að við gátum flutt silunginn úr Þing- - vallavatni lifandi í bæinn. Við settum stóra loftdælu i sambandi við annað afturhjólið á bílnum, sem dældi lofti •upp í gegnum vatnið í geyminum, þar sem fiskarnir voru, við hvern snún- ing hjólsins. Meg þessu móti fengu þeir nóg súrefni. Fólk glápti stór- FUGLADRÁP — yður, þér jarðeigendur og leigu- liðar, að þér ekki látið á þessu nýbyrjaða sumn né framvegis fram- andi þjóðir vaða yfir lönd yðar og veita oss árásir, því vér höfum lesið Þjóðólf og sjáum af honum, að þér hafið fullt lagalegt leyfi til að banna slíkt. Vér höfum hingað til álitið, að enginn gæti verndað oss frá þessum vondu mönnum, en nú er oss það fullljóst, áð þér getið það og eigið að gera það. Biðjið yfirvöldin að veita yður lig til þessa, og vér skulum aft- ur á móti fylla landareign yðar að sumrinu með fögrum söng, börnum yðar tíl yndis, en undir haustíð og á veturna finnum það náttúrlegt, þó þér sjálfir fækkið tölu vorri nokkuð, því yður er það leyfilegt, en engum öðrum. Vér vonum, að þér ekki fyrirlítið þetta vort einfalda fuglamál og verðið al^rlega við þessari áskorun vorri. Á Hóli og Þúfu á sumardaginn fyrsta 1881. Spói, Lóa, Rjúpa. Þetta var skemmtíleg og nýstárleg rödd til varnar fuglunum, jafnvel þótt ekki væri dýpra tekið í árinni en svo, að það var talið eðlilegt, að landsmenn legðu sig niður við að skjóta lóu og spóa undir haustið. — Varla hefur höfundi samt verið slíkt um augum á bílinn, þegar við komum tíl Reykjavíkur. Hann minntí á járn- brautarlest, — pumpan hvæsti í hvert sinn, sem hjólið snérist. Þetta gekk ágætlega hjá okkur og við feng um hærra verð fyrir silunginn fyrir bragðið. Við gerðum þetta samt ekki lengi, því að það var kostnaðarsamt og fyrirhafnarmikið. Við bjuggum líka til eins konar traktor úr gömlum Ford, sem við áttum heima, tókum af honum hjól- barðana og settum undir hann gjarð- ir og tréhjól. Það var talsvert hægt að nota hann við búverkin til áburð- ardreifingar og heyhirðingar, en hann var ekki beint glæsilegur í útliti. — Hvenær lagðirðu svo undir þig loftið? — Upp úr stríðinu. Við frusum úti í Kaupmannahöfn og vorum þar öll stríðsárin, reyndar í átta ár samtals. En okkur langaði alltaf heim og grip- um tækifærið strax í stríðslok. — Skömmu eftir að við komum heim, lærði ég að fljúga, og við áttum tveir saman flugvél okkur til skemmtunar. Vig fórum oft á henn'i upp á afrétti í veiðitúra, en nú er búi'ð að banna veiðiskap þar og ekkert þýðir að hugsa til skemmtiferða á snjósleða, því að nú snjóar aldrei neitt hér fyr- ir sunnan. Birgiir. athæfi geðfellt, þótt hann af hygg- indum kysi að fara með löndum. Ag hálfum mánuði liðnum birtíst enn ein grein um þetta efni í Þjó'ð- ólfi. Var fyrst að þvi vikið, að vel hefði verið gert af blaðinu að taka málstag fuglanna. Síðan segir: „Það er bæði ljótt og leitt að sjá hvernig útlendir menn vaða um allt og drepa aumingja fuglana, bæði af eggjum og frá ungum kornsmáum. Hvergi nokkurs staðar í víðri veröld líðst slíkt meðal menntaðra þjóða. — Ég vil skora á íslendinga, að þeir taki sig nú til og leggi algert bann við þessu. Einkum eru það frakk- neskir yfirmenn, er þetta athæfi tíðka. Eina og vissasta ráðið til að afstýra þessari óhæfu er, að' jarð- eigendur og leiguliðar á jörðum, er liggja þar að, er hin frakknesku skip koma, riti foringja þeirra íáeinar lín- um, og má óhætt treysta því, að hann leyfir ekki neinum af skipinu í land með byssu, úr því að hann hefur les- ið bannið. Þessar línur til foringja skipsins gætu verið á þessa leið (með undir skriftum jarðeigenda eða leiguliða): Monsieur le Commandant. Les soussignés proprietaires defen- dent taute chasse aux oiseaux sur leurs domaines. Mons. I’Comm. aura la bonté de communiquer cette déf- ense á ses officiers et á son eqvipage", Vafalaust hafa einhverjir tekið þess um brýningum, stöðvað mófuglamorð ferðamanna og sjóliða í landareign sinni og notað forskriftina, þegai frönsku eftírlitsskipin lögðu að landl III. Ýmsum var ljóst orðið, hvílík sví- virðing þetta fugladráp var, áður en hér var komið sögu. Annar þing- manna Skaftfellinga, séra JPáll Páls- son á Prestsbakka, hafði flutt frumvarp á alþingi sumarið 1875 um friðun allra fugla fyrir skotum í maí, júní og júlí, nema hrafna og ránfugla, En undirtektir þeirrar háæruverðugu samkundu voru þá ekki betri en svo, að það var fellt frá annarri umræðu með ellefu atkvæðum gegn tíu. Var nafnakall viðhaft, og má því enn sjá, hvaða þingmönnum þótti ekiki ómaksvert, að jafnvel mófuglar væro friðaðir um sjálfan varptímann. Séra Páll var þó ekki af baki dott- inn. Hann flutti svipað frumvarp á næsta „þingi, sumarið 1877. Það tók hann þó aftur, er hann fékk vitneskju um, að aðrir þingmenn hugðust flytja sams konar frumvarp. Það voru þeh séra Eiríkur Kúld og Árni landfógeti Thorsteinsson. Að þessu sinni fékk friðunarmálið betri viðtökur, enda gerðist ýmislegt; þá daga, er tíl þess var fallið-að minmi þingfulltrúana á það, að ekki vaeri vanþörf á lögum um þessi efni. Einn TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ 405

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.