Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 5
án vafa hafði haft svo djúptæk áhrif á hann, að hann beið þess aldrei fylli lega bætur. Hafði hann gert sáttmála við guð, áður en hann hóf að kl'ifra upp bjargið, en jafnframt heitið því að geyma þann sáttmála í sínu eigin hjarta og láta engan mann vita um efni hans. Hann var mjög trúaður og lét sig helzt ekki vanta við kirkju: „Við vorum ekki í vafa um, að hin hjálpandi hönd, sem guð hafði rétt honum við skipbrotið, hafði gefið honum fasta og óbifanlega trú, sem setti sín merki á heimilislífið og hefur treyst samband okkar barnanna við kirkjuna. Oklcur hefur alltaf fundizt, að við stæðum í mikilli þakk- arskuld við guð, af því að faðir okkar bjargaðist Hefði guð ekki hjálpað honum, hefði varla nokkur lifað af skipbrotið.'1 Þannig lauk sonur Sever- ins frásögn sinni. Áður en vélbátarnir komu til sög- unnar á Grænlandi og voru það svo kallaðir stórbátar, sem önnuðust flutninga til hi.nna afskekktu byggð- arlaga. Þetta voru venjulega tveggja mastra þilfarsbátar, sem voru knúnir mjög einföldum skonnortuseglum eða árum þegar logn var. Þessir bátar hafa verið notaðir við strendur Græn lands þar til nú hin síðustu ár. Að því er ég bezt veit, var stórbáturinn „Karen“ frá Jakobshöfn sá síðasti, sem var í notkun. Því miður slitnaði hann upp í stormi og rak til hafs. Hann fannst seinna og var f-.irið með hann inn til „Sarqaq“, þar sem 'hann nú liggur, orðinn hálfgert flak; síð- ustu menjar þeirra tima, þegar menn voru undantekningarlaust háðir veðri og vindum á siglingaleiðum sínum og harðgerðum áhöfnum, sem urðu að komast leiðar sinnar á opnum bátum ng berjast við höfuðskepnurnar með frumstæðum tólum þær sömu höfuð- skepnur, sem einnig nú gera sigling- ar á hinum dimmu og illviðrasömu haustmánuðum hættulegar, þrátt fyr- ir nútímaútbúnað. Þessir stórbátar voru um 10—12 lestir og höfðu venjulega 5—6 manna áhöfn, sem varð að hírast í litlum klefum frammi og aftur í bátnum meðan á þessum erfiðu — og oft löngu — ferðum stóð. Það var mjög þröngt í þessum litlu klefum, loftið þungt og myrkrið svart, þegar loka varð lúgunni; eina staðnum þar sem Ijós og ferskt loft komst i.nn, að heita mátti. Og á stundum varð áhöfnin að grípa til áranna og vera við því búin að róa dögum og jafnvel vikum saman vegna langvarandi lognveðra. Stórbáturinn Signa flutt'i vörur milli byggðanna „Qeqertaq“, „Sar- qaq“ og „Ujarasugssuq". en var auk þess mikið notaður til þess að flytja kolabirgðir frá síðastnefndum stað til heimahafnar sinnar, en í Ujarasugs- suq hefur kolanám veitt íbúunum aukatekjur allt fram til vorra daga. í lok september árið 1890 hafði 'Stórbáturinn Signa einmitt tekið full- fermi af kolum í „Ujarasugssuq", sem þá laut stjórn dansks beykis, sem hét Sören Nielsen. Hann var duglegur maður og varð síðar mjög þekktur, þegar hann hafði á höndum •stjórn norðlægustu byggðarinnar „Tasiussaq“, og hafði þar opið hús fyrir Knud Rasmussen, Peter Peuch- en og þá aðra, sem fóru í hinar löngu sleðaferðir frá Thule suður yfir Mel- villeflóann í byrjun aldarinnar. Signa létti akkerum skömmu eftir hádegi.. Á henni var fimm manna áhöfn og einn farþegi, kona frá „Pröven“ með son sitin.. Formaður skipsins tók þegar stefnuna á Riten- benk — heimahöfn Signu. Veður var fremur stillt, en blágrá ský, þung og ógnvekjandi, bar við sjóndeildar- hring í suðurátt. Skipið átti langa siglingu að baki, þar sem það hafði einnig komið við í „Sarqaq“ með vör- ur á leiðinni til „Ujarasugssuq“ Veð- urskilyrði höfðu ekki verið sem bezt á þessari siglingu, og skipið hafði tafizt vegna þess, sérstaklega við „Ujarasugssuq“, þar sem höfnin var mjög slæm til innsiglingar. Þar hafði báturinn lengið lengi við akkeri áður en unnt var að afgreiða hann. Af þessurn sökum var áhö.fnina farið að lengja mjög eftir því að komast heim Skipsmenn gengu því rösklega til verks við að létta og vinda upp segl. Á bjargbrúninni féll hann á kné og þakkaSi guði björgun sína. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB 509

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.