Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 11
og bjarga lífi mínu á kostnað ann- ai'i'i* Þó fjóra s’ólarhringa, sem ég var í felum, hafði ég ekki annað tii mat- ar en tvær kexkökur og örlítið af ávaxtamauki, sem húsmóðir mín hafði haft við höndina, og rétt mér, þegar ég fór inn í fylgsnið. Og þar eð hún hafði ekki gert ráð fyrir, að leitin myndi standa lengur yfir en daglangt, hafði hún ekki hugsað um að ná í neitt meira. En nú voru liðnir tveir sólarhringar, og að morgni átti að fara á brott með hana og alla þá þjóna, sem hún gat treyst. Hún var hrædd um, að ég kynni að svelta til bana og kallaði á svikarann. Hún hafði heyrt, að skilja ætti hann eftir, og hún hafði veitt því athygli, að hann toafði þótzt vei.ta ofsækjendun- um öfluga mótspyrnu, þegar þeir brutust inn í húsið. Hún hefði vitaniega aldrei sagt faonum frá felustað mínum, hefði ég ekki verið í þessum nauðum, en hún vil'di bjarga mér frá vísum bana, þótt það kostaði nokkra áhættu. Þess vegna sagði hún honum, að þegar búið væri að fara burt með hana og faann væri einn, á ferli, skyldi hann fara inn í ákveðið herbergi og kalla þar upp nafn mitt. Hann átti að segja, að farið hefði verið með alla aðra burt; hann hefði einn verið skil- inn eftir og ætlaði að frelsa mig. Hún sagði honum, að ég myndi svara bak við þilið. Svikarinn lofaði að fara trúlega eftir þessum fyrirmæl- um. Já, faann sýndi trúnað, en aðeins þeim mönnum, sem þekktu ekki hvað trúmennska var. Auðvitað sagði faann þeim, sem höfðu verið skildír eftir, frá öll'u þessu, og þeir sendu strax eftir leitarmönnunum, sem voru farnir. Þeir komu aftur næsta morgun, og leitin hófst að nýju. Nú mældu þeir hvern einasta vegg miklu nákvæmar en áður og hleruðu alls staðar eftir holrými, einkum í því herbergi, sem lconan hafði nefnt. En þeir fundu ekkert allan þriðja dag- inn. Þess vegna ákváðu þeir að rífa niður veggfyllinguna næsta dag. Um nóttina settu þeir varðmenn í öll herbergi til að vera viðbúnir, ef ég gerði tilraun til að flýja. tJr fylgsni mínu gat ég heyrt leyniorðið, sem foringinn gaf mönnum sínum, og hefði ég komizt óséður úr fylgsninu, hefði ég notað það og reynt að kom- ast undan. En það voru tveir menn á verði í kapellunni, þar sem inngang- urinn til fylgsnis míns var, og fleirj voru í herberginu, sem þeim hafði verið sagt frá. En stórkostleg forsjón verndaðj mig. Ég var staddur í fylgsni mínu. Þangað hafði ég komizt með því að lyfta upp hluta gólfsins undir arin- ristinni. Arinninn var gerður úr tré og múrsteinum og þannig byggður, að ekki var hægt að kveikja upp í honum eld án þess að skemma hús- ið. En viður var hafður í honum, eins hann væri ætlaður fyrir eld. Um nóltina ákváðu varðmennirnir að kveikja upp í arninum, og þeir settust fyrir framan hatin til að spjalla saman. Á fáeinum augnablikum losnuðu múrsteinarnir, sem hvíldu ekki á öðr- um steinum, heldur á viði, og féllu niður, því að viðurinn lét undan. Mennirnir tóku eftir þessu og skör- uðu í arininn og komust að því, að botn hans var úr tré. Ég heyrði þá tala um, hve undarlegt þetta væri, og hél't, að þeir myndu þá strax opna fylgsnið og sjá inn í það. En þeir ákváðu að fresta nánari rannsókn td morguns. Nú var öll undankoma úr sögunni. Ég bað einiæglega, að það væri Guði til aukinnar dýrðar, að ég mætti verða tekinn annars staðar en í þessu húsi, þar sem ég stefndi vanda á henduT gestgjafa mínum, og yrði heldur ekki fangaður í neinu öðru húsi, þar sem aðrir þyrftu að líða fyrir mig. Bæn mín var heyrð, og það á hinn dásamlegasta hátt. Guð verndaði mig í þessu húsi. Þegar ég nokkrum dögum síðar var tekinn fastur, leið enginn fyrir það, eins og ég kem fljótlega að. Næsta dag var leitjnni haldið áfram mjög gaumgæfilega. En þeir skildu eftir lierbergið uppi, sem haft var fyrir kapellu, þar sem varðmenn- irnir tveir höfðu kveikt upp eld yfir höfði mínu og haft orð á því, hve undarlega arinninn værj gerður. En Guð hafði þurrkað alla minningu þess úr hugum þeirra. Allan daginn fór ekki einn einasti ofsækjandi inn í herbergið, og þó var það, ekki að ástæðulausu, grunsamlegasta her- bergið í húsinu. Hefðu þeir komið þar inn, hefðu þeir fundið mig ár leitar. Þeir hefðu séð mig, þar eð eld- urinn hafði brennt op á fylgsnið, oa óg hafði oröið að flytja mig til hliðar til að forðast það, að heitar gla;ð urnar féllu í höfuð mér. En ofsækj endur.nir virtust hafa gteymt þessu herbergi með öllu. Að minnsta kosti virtust þeir ekki skipta sér neitt af því. í staðinn beindu þeir allri at- hygli sinni að herbergjunum niðri, einkum herberginu, þar sem þeim hafði verið sagt, að ég væri falinn, og þá fundu þeir fylgsnið, sem ég hafði viljað nota, eins og sagt er frá hér að framan. Það var skammt frá því, sem ég var, og ég heyrði fagn- aðaróp þeirra, þegar þeir fundu það, og ofboðið, sem greip þá, þegar þeir komust að því, að það var tómt. All't, sem þeir fundu, voru ósnertar birgð- ir, sem höfðu verið ætlaðar til lang- vinnrar leitar eins og þessarar. Ef til vill héldu þeir, að húsmóðirin hefði átt við þennan stað. Þaðan hefði auð- veldlega verið hægt að svara öllum köllum úr herberginu. sem hún haíði nefnt. Þeir héldu þó fast við þá ákvörðun sína, að rífa all'a ífyllingu úr herberg- inu og létu cmið hefja það verk uppi við loftið ekki langt þaðan, sem ég var bak við. Þeir héldu áfram al.lt í kringum herbergið, þar til þeir voru komnir þangað, sem ég var í felum. Þá töldu beir víst ég fyndist ekki og hættu. Fylgsni mitt var inni í þykkum reykháfsvegg að baki vel gerðrar arinhillu, sem þeir gátu ekki hreyft án þess að eiga á hættu að brjóta allt sundur. En hefðu þeir haft hinn minnsta grun um, að ég væri þar inni fyrir, hefðu þeir moiað alit upp til agna. Þeir vissu, að þarna voru tvær hitaleiðslur og töldu, að maður gæti ekki leynzt þar. F'rr, á öðrum degi leitarinnar, höfðu þeir verið í herberginu uppi yfir og höfðu rannsakað arininn, sem ég hafði farið um í fylgsnið. Þeir höfðu notað stiga tU að klífa niður í hitaleiðsiuna og slegið í hana með hamri, og ég heyrði einn þeirra segja við annan: „Það er hugsanlegt, að rúm sé fyrir mann hér niðri, ef ar- inninn væri tekinn upp. „Varla“, svaraði hinn, og ég þekkti rödd hans. „Það er enginn samgangur þarna niðri við hinn reykháfinn. En það gæti sem hægast verið inngangur hin- um megin við reykháfinn.“ Þegar hann hafði sagt þetta, sló hann í vegg inn. Ég var hræddur um, að hann myndi taka eftir holhljóðinu frá fylgshinu, sem ég var í. En Guð, sem setur hafinu takmörk, sagði við þessa einbeittu menn: „Þið eruð komnir þetta langt, en þið farið ekki lengra“, og Hann hlífði hinum sárt leiknu börnum sínum og vildi eklci selja þau í hendur þeirra, sem ofsóttu þau. Hann vildi heldur ekki leyfa, að þau þvldu neitt verra fyrir góðvild þei.rra minn garð. Þegar leitin hafði mistekizt, héldu þeir. að mér hefði einhvern veginn tekizt að komast undan, og þeir fóru að kvöldi fjórða dags. Húsmóðurinni var sleppt úr haldi, og þjónum henn- ar einni.g. En svikarinn, sem enn hafði ekki verið flett ofan af, varð eftir, þegar leitarmennirnir fóru. Slagbrandar voru þá settir fyrir ailar dyr, og húsmóðirin kallaði á mig að koma. Eins og Lazarus, sem lá i gröf sinni fjóra daga, kom ég út úr fylgsninu, sem hefði orðið gröf mín, hefði leitin staðið örlítið lengur. Ég var mjög máttfarinn og þjáður af hungri og svefnleysi. Allan tímann hafði ég mjög lítið getað hreyft mig. Meðan l'eitin stóð yfir, hafði húsmóð- irin ekki snert mat, bæði af því, að hún vildi taka þátt í vanlíðan minni og komast að því, hve lengi ég gæti Framhald á bfs. 520. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 515

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.