Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 14
KJARTAN BERGMANN GUÐJÓNSSON: Sverrír stein- höggvarí' Sverrir Runólfsson steinhöggvari var fæddur á Maríubakka í Hörgs- landshreppi í Skaftafellssýslu 9. júní 1831. Foreldrar hans voru hjónin Runólfur Sverrisson hreppstjóri og Guðrún Bjarnadóttir. Runólfur, faðir Sverris, var orðlagt karlmenni og einhver mesti og djarfasti vatnamað- ur í Skaftafellssýslu. Synir hans voru hinir fræknustu menn. Nægir í því sambandi ag benda á ferð þeirra bræðra, Runólfs og Eyjólfs, að fjalla- baki árið 1958. Var þá annar þeirra 21, en hinn 19 ára. Ráku þeir bræð'ur fjárrekstur og lögðu af stað um Mikj- álsmessu um naustið frá Maríubakka til Krýsuvíkur í Gullbringusýslu og fóru Fjallabaksleið. Lentu þeir í hin- um mestu mannraunum. Má um ferð þessa lesa í Gráskinnu, og er þáttur sá tekinn eftir handriti dr. Jóns Þor- kelssonar landsskjalavarðar. Einn bróðir Sverris var Bjarni, afi Bjarna Runólfssonar raffræðings frá Hólmi og þeirra systkina. Sverrir Runólfsson mun hafa dval- ið á Maríubakka hjá foreldrum sín- um, þar til hann var 19 ára. Árið 1852 réðst hann til Jóns Sigurðssonar prests að Kálfafelli í Fljótshverfi, þar sem hann var í tvö ár. Síðara ár- ið réðst hann að Stekkjum við Djúpa- vog til að vera á þiljubát, er kallaðist „Ludvik Johann“. Árið 1855 fór Sverrir að Eskifirði til Níelsar Kicnards Bech, er þar var verzlunarstjóri á vetnim. Næsta haust sigldi hann til Kaup- mannahafnar og tók eftir stuttan tíma að nema þar steinsmíði og lauk prófi í þeirri grein árið 1856. Mun hann hafa verið fyrsti íslendingurinn, sem lærði steinsmíði, og var mjög vel að sér í starfsgrein sinni. Næsta vetur á eftir æfði hann sig í teikningu hjá meistara sínum, sem hafði hann á skrifstofu hjá sér og kenndi honum að teikna. Um voriö /ór hann til Borgundarhólms til þess að læra að brenna kalk, sement og múrstein og vann þar einnig að bygg- ingum og síðan á ýmsum stöðum í Danmörku, þar til hann sneri aftur heim til íslands árið 1860. Þar fékkst hann við steinsmíði: húsabyggingar og að höggva minnisvarða. Einnig gerði hann við rennur með nýju lagi, lagði götur og vcgi, bæði í Reykjavík og nágrenni, og gerði steinbogabrú yfir lækinn í Reykjavík 1866. Þótti að brúnni mikil prýði. Þá gerði hann einnig upp Skólavörðuna 1868. Stein- hús byggði bann í Stóru-Vogum 1871. Sumarið 1874 var hann verkstjóri við framkvæmdir á Þingvöllum til undir- búnings þjóðhátíðarhalds þar. Sverrir lagði vegi bæði í Húna- vatns- og Strandasýslum. Hann byggði einnig Þingeyrakirkju úr steini. Ás- geir Einarsson alþingismaður lét byggja kirkjuna. og var hún vígð 1877. í grein, sem Páll V. G. Kolka lækn- ir skrifar um Þingeyrakirkju í jóla- lesbók Morgunblaðsins 1957, bendir hann á, að allar líkur séu til, að Sverrir Runólfsson hafi teiknað Þing- eyrakirkju og megi hann því kallast fyi'sti íslenzki arkitektinn. 518 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.