Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 19
«inni. Undrunin yfir óvæntum gesti svo síðla kvölds, skelfingin yfir nær- veru hans, sem var löngu dauður, skilnimgurinn á því, að þessi löngu dauði maður var þó engin vofa, — allt þetta var honum ofraun. Næsta hálftíma heyrði hann sjálf- an sig tala við Gopak eins og þann Gopak, sem hann hafði þekkt fyrir seytján árum, þegar þeir höfðu verið félagar. Annað slagið stanzaði hann, gripinn nákaldri vitneskju þess, að íhann væri hér að tala við dauðán mann og dauður maður væri að svara honum veikum rómi. Honum fannst, að þetta gæti ekki átt sér stað í raun og veru, en á meðan á samtalinu stóð gleymdi hann, hvað eftir annað hinni ótrúlegu hlið þess, og tók það sem náttúrlega staðreynd. í hvert sinn, sem hann minntist sannleikans, varð hugur hans skýr og beindist að einni ákveðinni hugsun: „Ég verð að losna við hann. Hvernig á ég að fara að því að losna við hann?“ „En hvernig komstu hingað?" ,.Sg strauk“. Orðin komu hægt og hljóm- laust og virtust fremur koma frá líkamanum öllum heldur en út um munninn. „Hvernig?" „Ég veit það ekki. Ég man ekkert — nema missætti okkar. Og — að ég naut hvíldar“. — „En hvers vegna að koma alla leið hingað? Hvers vegna varstu ekki kyrr I strandhéruðunum?“ — „Ég veit það ekki. En þú ert eini maðurinn, sem ég þekki. Eini maðurinn, sem ég get munað eftir". „En hvernig gaztu fund Ið mig?“ — „Ég veit það ekki. En ég varð að finna þig. Þú ert eini maður- inn — sem getur hjálpað mér“. — „En hvernig get ég hjálpað þér?“ Höfuðið vaggaði hægt ýmist td hægri eða vinstri. „Ég veit það — ekki. En enginn annar — getur það“. N.N. starði út um gluggann, horfði út á upplýsta götuna, án þess þó að sjá nokkuð af henni. Hin hversdags- •lega vera, sem fyrir hálftíma hafði verið hann sjálfur, var nú búin að vera, hans hversdagslega trú og vantrú voru í molum og ruglingsleg- um graut. En einhver tætla af hans gömlu skynsemi og gömlu sjónarmið- um var þó eftir. Hann varð að gera eitthvað í þessu máli. „Jæja, — hvað viltu gera? Hvað ætlarðu að gera? Ég sé ekki hvernig ég get hjálpað þér. Og auðvitað getur þú ekki verið hér“. Einhver djöfullegur öfugugga- háttur sendi hlálega tilhneigingu inm í kollinn á honum — kynna Gopak fyrir konu sinni: „Þetta er minn dauði vinur“. En við síðustu setninguna, sem hann sagði upphátt, lyfti Gopak höfð- inu með erfiðismunum og starði glær- um augum á N.N. „En ég verð að vera hér. Það er enginn annar staður til, þar sem ég get verið. Ég verð að vera hér. Þess vegna kom ég. Þú verður að hjálpa mér“. „En þú getur ekki verið hér. Ég hef ekkert herbergi. Allt er fullt. Þú getur hvergi sofið“. Hin dapurlega rödd sagði: „Það gerir ekkert til. Ég sef ekki“. „Ha?“ „Ég sef ekki. Ég get ekki sofið síðan þeir vöktu mig upp. Eg get setið hér — þar til þér dettur eitt- hvert ráð í hug til að hjálpa mér“. „En hvernig get ég það?“ Hann gleymdi nú aftur forsögu þessa atburðar og varð reiður við til- hugsunina að hafa dauðan mann hím- andi á heimili sínu, bíðandi eftir því, að honum dytti eitthvað í hug. „Hvernig get ég það, ef þú segir mér ekki, hvernig ég á að fara að því?“ „Ég veit það ekki. En þú verður að gera það. Þú drapst mig. Og ég var dauður — og mér leið vel. Vegna þess, að það er allt þér að kenna — þar eð þú drapst mig — þá berð þú ábyrgð á því, að ég er svona. Þess vegna verður þú — að hjálpa mér. Þess vegna kom ég — t.il þín“. „En hva'ð ætlastu til að ég geri?“ „Ég veit það ekki. Ég get ekki — hugsað. En enginn nema þú getur hjálpað mér. Ég varð að koma tíl þín. Það var eilthvað, sem leiddi mig — beina leið til þín. Og það þýðir, að þú ert sá eini — sem getur hjálp- að mér. Nú þegar ég er kominn til þín —• mun eitthvað gerast, sem hjálpar mér. Ég finn það á mér. Þegar tíminn er kominn -— mun þér eitthvað detta í hug“, N.N. fannst hann allt í einu verða máttlaus í fótunum. Hann settist nið- ur og starði með sjúklegum ygglisvip á þessa óhugnanlegu og óskiljanlegu sýn. Hér var dauður maður á heimili hans — maður, sem hann hafði myrt í augnabliks örvita heift — og í hjarta sínu vissi hann, að hann gat ekki rek- ið manninn út. Fyrst og fremst myndi hann ekki þora að snerta hann, hann gat ekki hugsað sér að snerta hann. í öðru lagi: gagnvart yfirnáttúrlegri nærveru manns, sem var dauður fyrir fimmtán árum, þá efaðist hann um, að likamlegir kraftar eða nokkur efnislegur máttur myndi reynast þess megnugur að hreyfa hann. Það fór hrollur um sál hans-, eins og alla menn hryllir við að standa andspænis opinberun afla, sem eru utan við þeirra sálarlega og and- lega skynsvið. Hann hafði myrt þenn an mann, og oft á þessum fimmtán árum hafði hann iðrazt þess. Ef hin viðbjóðlega saga mannsins var sönn, þá hafði liann nokkurs konar rétt til þess að snúa sér til N.N. — N.N viður kenndi það, og hann vissi, að hvað sem á dyndi, gat hann ekki rekið hann út. Hann var nú bókstaflega sóttur heim af þessari heiftúðugu synd sinni. Dapurleg rödd greip inn í martröð hans: „Far þú að sofa, N.N. Ég ætla að sitja hérna. Farðu að sofa“. Hann byrgði andlitið í höndum sér og stundi lágt. „ó, hvers vegna get ég ekki fengið hvíld? Hvers vegna ég ég ekki horfið aftur til minnar unaðs- iegu hvíldar?" N.N. kom snemma ofan næsta morg un og vonaði hálft um hálft, að Gopak væri þar ekki. En hann var þar, sat þar sem N.N. hafði skilið við hann kvöldið áður. N.N. bjó til te og sýndi honum, hvar hann gæti þvegið sér. Hann þvoði sér sljólega og staulaðist aftur til sætið síns og áhugalaust drakk hann teið, sem N.N. færði hon- um. Við ko«u sína og aðstoðarfólk í eld- húsinu talaði N N. um hann, sem gamlan vin, sem orðið hefði fyrir slæmu áfalli. „Lenti í skipsstrandi og fékk högg á höfuðið. En gerir eng- um mein og hann mun ekki dvelja lengi. Hann er að bíða eftir að kom- ast á hæli. Góður vinur minn frá því i gamla daga og það er það minnsta, sem ég get gert, er að lofa honum að vera hér nokkra daga. Þjáist af svefn- leysi og vill heldur sitja uppi á nótt- unni. Gerir engum manni mein“. En Gopak dvaldi lengur en fáeina daga. Hann var þrásætnari en allir aðrir. Jafnvel þegar allir viðskipta- vinirnir voru farnir, var Gopak enn kyrr. Þegar föstu viðskiptavinimir komu um miðjan daginn, fyrsta dag- inn, sem Gopak var í heimsókn — horfðu þeir á þessa undarlegu, fölu veru, sem sat aðgerðalaus í fremstu stúkunni, — svo störðu þeir, síðan færðu þeir sig fjær. Allir forðuðust stúkuna, sem hann sat f. N.N. útskýrði fyrir þeim, hvernig á honum stæði, en skýringar hans virtust ekki nægja til að útrýma hinni óljósu taugaæs- ingu, sem lá í loftinu í borðsalnum. Andrúmsloftið var ekki eins hress- andi og gestirnir ekki eins skraf- hreifnir og venjulega. Jafnvel þeir, sem sneru baki að ókunna mannin- um, virtust verða fyrir áhrifum af nær veru hans. Að kvöldi fyrsta dagsins, eftir að hafa veitt þessu athygli, sagði N.N. því við hann, að hann hefði útbúið notalegt hom fyrir hann í fremsta herberginu uppi á lofti, þar sem hann gæti setið við gluggann og um leið tók hann um handlegg hans og ætlaði að leiða hann upp á loft. En Gopak hristi hönd hans linlega af sér og sat kyrr þar sem hann var kominn. „Nei, ég kæri mig ekki um að fara. Ég verð hér. Ég verð hér kyrr. Eg vil ekki hreyfa mig“. Og hann vildi ekki hreyfa sig. Þegar N.N. hafði reynt að tala um fyrir honum um stund, skildi hann sér til mikillar T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 523

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.