Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 18
er í trylltum blóðhita, er þó enn hræðilegra að' deyða náunga sinn, grafa lík hans langt inn í afríkönskum frum- skógi, og svo fimmtán árum síðar um miðnætti, að sjá hurðarlokunni fyrir dyrum sínum lyft af þeinri hendi sem maður áleit sig hafa stöðvað fyrir fullt og allt, sjá manninn, líkan þvi sem hann var fimmtán árum áður, koma gangandi inn á lieimili manns og krefjast gestrisni. ---— — Þegar maðurinn í regnkáp- unni og nankinsbuxunum gekk inn í matstofuna, stóð N.N. grafkyrr og starði, skjögraði svo að einu borðinu, studdi sig við það með annarri hendi og sagði; „0-ó“. Iíinn maðurirm sagði: „N.N.“ Svo horfðu þeir hvor á annan, N.N með höfuðið teygt fram á við, opinn munn og galopin augu, gesturinn með sljó- um, glærum svip. Ef N.N. hefði verið sá, sem hann var, — þéttur fyrir — þunglamalegur — og harðger — mundi hann hafa rétt upp hendurnar *í ofboði og æpt. Á þessu augnabliki greip hann tilhneiging til þess að sleppa sér á þann hátt, en hann vissi bara ekki, hvernig hann' átti að fara að því. Eina dramatíska viðbragðið gagnvart fyrirbærinu, var að hvísla í stað þess að tala upphátt. Tugir til- finninga og geðshræringa vöknuðu í heila hans og taugakerfi og börð- ust þar um völdin. En aðeins starandi augu hans og hvísl báru þeim vitni. Fyrsta hugsun hans, eða réttara sagt kennd, var — vofur ,— meltingar- truflun — taugaáfall. Næst, þegar hann sá, að þessi vera var efnisleg og raunveruleg, datt hon- um í hug — lifandi eftirmynd. — En lítilfjörleg hreyfing gestsins gerði þá, tilgátu að engu. Það var smávægi- legur kækur, sem tilheyrði eingöngu þessum eina manni — ósjálfráður kippur í löngutöng vinstri handar. Þá vissi hann, að þetta var Gopak, — Gopak, lítið eitt breyttur — en enn þá, á einhvern óskiljanlegan hátt, að- eins þrjátíu og tveggja ára. Gopak lifandi og raunverulegur. Enginn draugur. Engin sýn orsökuð af sjúk- um maga. Hann var eins viss um það og hitt, að fimmtán árum áður hafði hann gengið af Gopak steindauðum og grafið hann. Formyrkvun þessa augnabliks var rofin af Gopak. Veikri, sviplausri röddu spurði hann: „Má ég fá mér sæti? Ég er þreyttur". Hann settist. „Svo þreyttur. Svo þreyttur". — N.N. hélt sér enn í borðið. Hann hvísl- aði: „Gopak — Gopak — En, ég — ég drap þig. Ég drap þig í frumskógin- um. Þú varst dauður. É.g vissi, að þú varst dauður". Gopak strauk hendinni yfir andlitið. Hann virtist vera í þann veginn að bresta í grát. „Ég veit, að þú gerðir það. Ég veit það. Það er allt, sem ég get munað — um þennan heim. Þú drapst mig“. Röddin varð enn veikari og enn umkomulausari. „Og mér leið svo vel. Svo vel. Það var — svo mikil hvild. Hvíld, sem þú þekkir ekki. Og þá komu þeir — og — ónáð- uðu mig. Þeir vöktu mig upp. Og fluttu mig hingað aftur“. Hann sat 'með slapandi axlir, lafandi hand- leggi og hendurnar hangandi milli hnjánna. Eftir að hafa horft á N.N. og þekkt hann aftur um leið og hann kom inn, leit hann ekki á hanu. — Hann starði á gólfið. „Komu og ónáðuðu þig?“ N.N. hall- aði sér áfram og hvíslaði orðin. „Vöktu þig upp? Hverjir?" „Hlébarða- mennirnir". „Hverjir?" „Hlébarða- mennirnir". Hin sviplausa rödd sagði þetta jafn blátt áfram eins og hún hefði sagt „næturverðirnir". „Hlé- barða-mennirnir?“ N.N. starði og starði, og hið feita andlit hans varð hrukkótt af áreynslu við að reyna að gera sér grein fyrir þessum óvenju- lega atburði. Svipur dauðs manns um miðja nótt, og þessi dauði maður er að tala við hann — tóma vitleysu. Honum fannst blóðið streyma öfugt f líkama sínum. Hann horfði á hönd sína til að gá að, hvort það væri hans eigin hönd. Hann horfði á borðið til þess að vita, hvort það væri hans eigið borð. Höndin og borðið voru staðreyndir, og ef dauði maðurinn væri staðreynd — sem hann virtist vera —- þá gat saga hans líka verið það. Það virtist, að minnsta kosti, eins sennilegt og nærvera dauða mannsins. Hann stundi þungan. „Ha-a — Hlébarða-mennirnir. Já, ég heyrði talað um þá þar syðra. Hjátrú". — Gopak velti vöngum hæglátlega. „Það var ekki hjátrú. Þeir eru til. Ef þeir væru ekki til — myndi ég ekki vera hér. Eða hvað? Ég hefði þá fengið að vera í friði“. N.N. varð að viðurkenna þetta. Hann hafði heyrt margar sögur „þar syðra“ um Hlébarða-menn, en látið þær fara inn um annað eyrað og út um hitt eins og fleiri frumskóga- kynjasögur. En nú leit út að frum- skógakynjasögur væru orðinn hvers- dagslegur raunveruleiki í litlu Lund úna-matsöluhúsi. Og þreytulega röddin hélt áfram: „Þeir gera það. Ég sá þá. Ég vaknaði upp umkringdur af stórum hópi þeirra. Þeir drápu negra til þess að setja líf hans í mig. Þeir þurftu á hvítum manni að halda — á búgarð- inn sinn. Þess vegna vöktu þeir mig upp. Þú trúir því ef til vill ekki. Þú kærir þig sjálfsagt ekkert um að trúa því. Þú kærir þig sjálfsagt ekki um um sjá eða kynnast neinu, sem líkist þeim. Og ég óska engum manni þess. En þetta er satt. Þess vegna er ég hér“. „En ég skildi við þig alveg stein- dauðan. Ég fullvissaði mig um það á allan hátt. Það liðu þrír dagar þang- r.ð til ég gróf þig. Og ég gróf þig djúpt.“ „Ég veit það. En það breytir engu, hvað þeim viðvíkur. Það var löngu seinna, sem þeir komu og vöktu mig upp. Og ég er enn þá dauður, skil- urðu. Það var aðeins líkami minn sem þeir vöktu upp“. Og röddin varð eins og þráður, sem er í þann veginn að slitna. „Og ég er svo þreyttur — svo þreyttur. Mig langar til að mega aftur leggjast fyrir og — hvíla mig“. Hér í þessu velheppnaða matsölu- húsi sínu stóð N.N. andspænis full- komnu kraftaverki, en hinir hvers- dagslegu hlutir í kringum hann vörn uðu honum þess að átta sig á þvi til fulls, að svo væri. Hann bað Gopak að útskýra fyrir sér, það sem komið hafði fyrir, en skildi um leið og hann hafði spurt, hve heimskulegt það var, að biðja mann, sem vissulega gat ekki verið lifandi, að útskýra, hvemig hann hefði lifnað aftur, það var eins og að biðja „ekkert“ að útskýra „allt“. Á meðan hann talaði fann hann sig, smátt og smátt, nússa vald á hugsun Óhugnanleg frásaga utn það, er dauður maður rís úr gröf sinni til jjess að vitja veganda síns. - Sá dauði öðlast ekki grafarró nema með hjálp vegandans, og sú hjálp verður ekki veitt nema með einu móti-... 522 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.