Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 15
Sverrir var 1 ýmsu langt á undan öðrum samtíðarmönnum sínum, hug- sjónaauð'ugur og áhugasamur um margt, sem til íramfaia horfði. Árið 1871 sótti Sverrir Runólfsson til byggingarnefudar Reykjavíkur um leyfi til að mega byggj'a hús í Tjarn- arhólmanum En með því að hann gat þá ekki skýrt írá stærð eða lögun byggingai'innar áleit byggingarnefnd in, eins og segii ; sögu Reykjavíkur, „ekki gerlegt að gefa endanlega út- vísun, en tjáð'i beiðandanum, að ef hann kæmi með uppdrátt til hússins, er nefndin gæti samþykkt, mundi frá hennar hendi ekkert verða því til fyrirstöðu, að stæði þetta sé útvísað til byggingar*'. Enn fremur segir: Sverrir ætlaði sér að byggja þarna veitingahús og hafa þar hljóðfæra slátt, þar sem allt Reykjavíkurlífið var þá bundið viö Tjörnina á vetium, þótti auðsætt, að aðsókn mundi verða mikil, en annars ætlaðist hann til, að það yrði einnig opið á sumrin og tré- brú lögð út í hólmann frá austurland- inu. Úr þessari hugmynd Sveriis varð þó ekki, aðallega vegna féleysis hans. En Sverrir nafði áhuga á íleiru en því að sjá Reykvíkingum fyrir skemmtunum Hann hafði einnig á- huga á rannsókn steina- og leirteg- unda. Af þeim ástæðum birtust nokkr- ar auglýsingar frá honum í Reykja víkurblöðunum, — en ekki veil ég um árangur þeirra auglýsinga. Eg læt hér fylgja auglýsingu, sem birtist í Þjóðólfi 21. marz 1873: „Af því að ég er byrjaður að safna öllum steina- og leirtegundum, sem er að finna hé; á landi, til fróð- leiks og skemmtunar fyrir mig og aðra ,og til þess að íslendingar geti átt kost á að eiga íslenzkt safn af þess konar tegundum úr fjöllum, hól- um, hverum, giljum eða hvaðan sem væri að finna, þá bið ég hér með alla vinsamlegast. sem geta liðsinnt mér i þessu efni, að þeir sendi mér helzt tvennt af hverri tegund í sterkum umbúðum hingað til Reykjavíkur og skrifi með h’ærju, úr hvaða stað það sé.“ Það var á fleirum sviðum en þessu, sem Sverrir hafði áhuga. í Þjóðólfi 10. tbl. 1870 birtist eftirfai'andi aug- lýsing, sem ef til vill er visir að fyrsta iðnskólanum. Augiýsing. Þar eð ég hefi verið beðinn af nokkrum bæjarbúum að leiðbeina nokkuð í „teikningu" eða uppdrátt- arlist, og ég veit, hvaða gagn að allir menn hafa af að kunna það, eins búandi menn sem lærðir og leik menn, því hvað sem á að gjöra að smíðum og byggingum, og ég vil segja, að í flestri vinnu, þá verði ætið léttara að framkvæma verkið eftir gjörðum uppdrætti af beztu tilhugun á hugsuninni, og þannig getur sá, er þetta kann, látið hvern smið gjöra með nákvæmni það, er hann vill gjöra láta. Eg leyfi mér því að gefa mönnum eftirleiðis kost á, að sýna aðferð í þessari list, og ef svo margir gefa sig fram, er vilja iæra þetta, að mér þyki tiltækilegt að byrjað yrði í vetur, veiður samstundis gjörð nákvæm á- kvörðun um alla tilhugun kennslunn ar. Reykjavik, 27. des. 1869 Sverrir Runólfsson. (Þjóðólfur 10. tbl. 1870.) í Tímanum arið 1873 er þess getið, að Bazar og tombóla handiðnaðar manna verði haldin. Ágóðanum af fyr- irtæki þessu atti að verja til sunnu- dagaskóla fyrir handiðnaðarmenn í Reykjavík. Efstur á blaði í sambandi við þessa hugmynd var Sverrir Run ólfsson. Er. hvort þetta áform hefur komizt í framkvæmd eða ekki, er mér ekki kunnugt um. Sverrir Runólfsson mun hafa verið snjall og góður glímumaður og áhuga samur um framgang glímunnar. Lét hann þau mál mjög mikið til sín taka. Hann stofnaði árið 1873 fyrsta glímu- félagið, sem sögur fara af, að stofn- að hafi verið í Reykjavík. En Skot- félagið mun hafa verið stofnað í Reykjavík 2. júní 1867. — Hann hafði áður efnt til glímuleikja bæði 1871 og 1872. í Þjóð'clfi er svo sagt frá seinni glímunni, sem haldin var 12.— 14. marz. „Þennan fund sóttu, til að glima, bæði lærðir menn og ólærðir úr ýmsum héruðum landsins, fyrir utan fjölda áhorfenda. Glíman fór fram með list og reglu og urðu mest- ir og jafnir taldir tveir menn, stúdent í guðfræði Björn Þorláksson frá Skútustöðum í Þingeyjarsýslu (siðar prestur á Dvergasteini) og yngismað- ur Þórður Jónsson frá Hlíðarhúsum við Reykjavík“, Þegar hér var komið málum, mun Sverrir hafa komið til hugar að stofna reglulegt glímufélag. Hann sendi því út boðsbréf í því skyni, sem prentað er í Göngu-Hrólfi (27. marz 1873). Glímufélag Inn 26. d. febr.-mánaðar 1873 lét Sverrir steinhöggvari Runólfsson í Reykjavík útganga svolátandi Boðsbréf Veraldarsagan segir oss, að 776 ár- um f. Kr. fæð. hafi Grikkir stofnaö ýmisleg félög og leika, og söfnuðust þá saman af öllu Grikklandi 4. hvert ár; voru inir olympsku leikar, er haldnir voiu á Olymps-velli í Elishér- aði, þeir nafnkenndustu. Frá þeim tíma höfðu menn skl'á yfir nöfn þeirra, er sigurinn unnu í leikum þessum. Þar þreyttu menn þrenns konar skeið: Kauphlaup, kapj'ir>oiðf./!, kappakstur; þar ;vai leikið l'.ring u- kast, glíma hnefaleikr, hljóðpipu- leikr, hörpuslattr og síðar trúð.'.eikar og ýms snilldarverk. Þeir, sem sigr- inn unnu, fengu pálmviðargrein að verðlaunum og var hringr settr á höf- uð þeim úr olíuviðargreinum. Þeir voru víðfrægð?r um endilangt Grikk- land; skáldin ortu lofkvæði um þá, sem aldrei fyrnast; og þó þeir hefðu unnið ágætan sigr i orustu, þá befðu þeir ekki getað orðið frægari meðal landa sinna Þessir fjölmennu fundir gjörðu það að verkum, að Grikkir kynntust betr hvorir öðrum, og vissu gjörla hvað vísindum og iþróttum leið i hverju nyggðarlagi þar í landi. Fornsögurnar sýna sömuleiðis, að íslendingai hafa haft líkar æfingar á ýmsa vegu, bæði knattleik, glímu, hesta-at, sund og fleira. Hér er nú byrjað á ýmsu ai þessu, t. d. sönglistinni, glímum, sundi, sigl- ingum, skíðaferð, skautaferð o. fl., sem líkist nokkuð inu fyrrsagða; og þótt sé nokkuð sundurlaust enn, þá mætti sameina það að mestu eða öllu leyti, og til þess að lífga það, ætti vel við, að vér söfnuðum saman frí- viljugum gjöfum fyrir glímufélag vort, til þess að geta á tilteknum dög- um látið þar til valda 3 manna nefnd, 1 úr lærðra manna flokki, 1 úr iðn- aðarmanna flokki, 1 úr bænda flokki, heiðra þá, sem sigruðu með lipurð og dugnaði í glímunni. Þessleiðis prem- íur eða heiðursmerki ættu ag vera frá 5 til fleiri, til þess að sem flestir, er líktust þeim beztu, gætu orðið hlut- takandi í sigrinum. Og ætti að brúka sem minnst af höfuðstól samskotanna til þess, heldr láta gera ýmsa hluti, sem kvenfólk og karlmenn gætu gjör^ sem heiðursgjafir handa þeim vinn- andi eftir fyrirlagi nefndarinnar, sem auglýsti árlega í sínu registri og í blöðunum þá vinnandi menn, sem glímdu. Reykjavfk, 26. febiúar 1873. Sverrir Runólfsson. Samkvæmt þessu bréfi héldu nokkr- ir menn fund með sér 2. marz 1873 í þessu máli; var þar valin 3 manna, nefnd til að semja frumvarp til laga fyrir félagið. Þar næst var fundur haldinn 11. marz, og ræddu menn þar og samþykktu að mestu leyti lög fé- lagsins; voru þá alls í félagið komn- ir 34 menn. Var þar valin stjórn fé- lagsins. Formaður var kosinn Sverrir Runólfsson steinhöggvari, skrifari Jón Ólafsson ritstjóri og féhirðir Jón- as Helgason klénsmiður. Varastjórn félagsins var skipuð þessum mönnum:' formaður Sigfús Eymundsson Ijós- myndari, skrifari Eiríkur Briem cand. theol. og féhirðir Páll Eyjólfs- son gullsmiður. _ í glímudómnefnd voru kosnir Jón Árnason inspektor, Lárus Halldórsson T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 519

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.