Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 17
Hann kom gangandi upp eina af þröngu götunum, sem liggur frá skipakvíunum og sneri svo inn á götu, er ofar dró, sem var böðuð í ljósadýrð Lundúnaborgar. Þegar hann kom á enda þessarar götu, hélt hann áfram enn lengra, inn í ljósa- dýrð borgarinnar og stundum inn í skugga hennar, lengra og lengra burt frá ánni, og nam ekki staðar fyrr en hann kom í fátækrahverfi nálægt mið- borginni. Hann var hár og grannur, klæddur svartri regnkápu. Niður undan henni mátti sjá brúnar nankinsbuxur. Slút- andi topphattur huldi mestan hluta andlitsins, en það, sem sást, var fölt og skarpleitt. í haustþokunni, sem fyllti upplýstu strætin, engu síður en þau dimmu, líktist hann vofu, og sum- ir þeirra, sem mættu- honum, horfðu á eftir honum, í vafa um, hvort þeir hefðu séð lifandi mann. Einn eða tveir ypptu öxlum eins og hrollur færi um þá. Hann var leggjalangur, en gekk stuttum, varfærnislegum skrefum, eins og blindur maður, þó var hann ekki blindur. Augu hans voru opin og hann starði beint fram fyrir sig, en virtist þó hvorki sjá neitt né heyra. Hvorki ömurlegt flaut skipanna á ánni né skrautlegir búðargluggar hinna breiðu stræta nálægt miðborg- inni, fengu hann til að lita til hægri eða vinstri. Hann gekk eins og maður, sem ekkert sérstakt takmark hefur í huga. Þó gekk hann í sífellu, fyrir hvert götuhornið á fætur öðru. Það var því líkast, að hulin hönd leiddi hann að einhverju ákveðnu takmarki, sem hann yissi þó ekki sjálfur, hvar var. Hann var að leita að vini frá því fyrir fimmtán árum, og hin ósýnilega hönd, eða einhvers konar sporhunds- eiginleiki, hafði leitt hann alla leið frá Afríku til London og leiddi hann nú síðustu míluna af leit hans, til tiltekins lítils matsöluhúss. Hann vissi ekki, að hann væri á leiðinni til matsöluhúss N.N., vinar síns, en hann hafði samt vitað, alveg frá því hann yfirgaf Afríku, að hann var á leið til N.N., og nú fann hann, að hann var kominn mjög nálægt hon- um. N.N. vissi ekki, að gamli vinur hans væri nokkurs staðar í námunda viö hann, og þó — ef hann hefði veitt atvikum kvöldsins athygli — hefði Thomas Byrk© hann ef til vill^ spurt sjálfan sig, llivers vegna hann væri á fótum klukkustund lengur en venja hans var. Hann sat í einni stúkunni í Utla þriflega verkamannamatsöluhúsinu sínu, — litlu gullnámuna kölluðu ættingjar konunnar hans það — og hann reykti og horfði út í bláinn. Hann hafði gert upp peningakassann og skrifað matseðil morgundagsins í mörgum eintökum, og það var ekk- ert, sem aftraði honum frá því að fara í rúmið eftir fimmtán stunda vinnudag. Ef einhver hefði spurt, hvers vegna hann væri lengur á fót- um en venjulega, hefði hann fyrst svarað, að hann vissi ekki til þess að hann væri það, en síðan hefði hann skýrt það þannig, af því að engin önnur skýring var fyrir hendi, að það væri til þess að fá sér eina pípu áður en hann færi að sofa. Hann hafði enga hugmynd um, að hann væri á fótum og hefði dyrnar ólæstar, vegna þess að gamall vinur frá Afríku væri að leita hans og smánálgast hann, og þyrfti á hjálp að halda. Hann hafði enga hugmynd um, að hann hefði skilið við dyrnar ólæstar svo síðla kvölds — klukkan hálf tólf — til þess að hleypa inn um þær þjáningu og ógæfu En einmitt þegar fjöldi klukkna sendu frá turnum sínum dapurlegar tilkynningar út í nóttina um ágrein- ing sinn út af þessum tíma — klukk- an hálf tólf — þá var þjáningin og ógæfan í aðeins tveggja stræta fjar- Iægð frá honum. Regnkápan, nankins- buxurnar og skarpa, föla andlitið, komu nær og nær með hverri mínút- unni sem leið. Þögn hvíldi yfir húsinu og götunni, djúp þögn, rofin annað veifið af ýms- um næturhljóðum — bílflauti — járn- brautarskrölti úr f jarlægð — sem virt- ist þó stundum jafnvel auka dýpt þagn arinnar. Þögnin virtist umlykja húsið, en hann veitti því enga athygli. Hann tók ekki eftír klukkunum, og hann íók heldur ekki eftir hinu hikandi fótataki, sem nálgaðist húsið hans, fór fram hjá því, sneri við, fór fram hjá á ný og stöðvaðist. Hann veilti engu öðru athygli en því, að hann var að reykja siðustu pípu kvöldsins, og hann sat í eins konar þokukenndri leiðslu. sem hann kallaði íhugun, heyrnariaus og bbndur gagnvart öllu, sem ekki var í nánasta umhverfi hans. En þeg- ar hönd var lögð á hurðarlokuna og lokunni lyft, þá heyrði hann það og leit upp. Og hann sá dyrnar opnast, stóð upp og gekk í áttina til þeirra. Og þar, rétt innan við dyrnar, stóð hann allt í einu augliti lil auglitis við þjáninguna og ógæfuna í líki hor- aðrar mannveru. Það er hræðilegt athæfi að deyða náunga sinn. Á þeirri stundu, sem morðið er framið, kann morðinginn að hafa heilbrigða og sannfærandi á- shæðu (að eigin áliti) til þess að fremja verknaðinn. En tíminn og umhugsun getur vakið iðrun. jafnvel samvizkubit, og það getur fylgt hon- um í mörg ár. Skoðaðar í ljósi and- vökunótta kúnna ástæðurnar fyrir verknaðinum að losna úr tengslum við ÖIl skynsamleg rök, geta hætt að sýnast raunverulegar ástæður og orð- ið afsakanir eingöngu. Og þessar nöktu afsakanir geta afklætt morð- ingjann og sýnt honum sjálfan sig eins og hann er í raun og veru. Þær geta lekið upp á því að ofsækja sál hans, og þær geta smeygt sér inn í hvern afkima hugans og út í hverja taug, í leit að henni. Og sé það hræðilegt að deyða ná- unga sinn og þola síðan sífellda nag- andi iðrun vegna verks, sem unnið TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 521

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.