Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 10
að dyrunum og knúði á þær. En hann féll, bléssað Kristslambið, í klær úlfanna, en ekki í hendur hirð- ar síns og vinar. Inn í húsið hafði veiið brotizt nóttina áður, og nokkrir þorparanna voru enn í húsinu til að fylgjast með því, hvort einhverjir ka- þólskir menn kæmu þangað, áður en þe.'m yrði ljós hættan. Þeir komu út og réðust á hann og færðu hann yfirvöldunum. „Ilve margir prestar koma heim til yðar? Hve margir búa þar? Hvað heita þeir?“ — Hann var spurður óteljandi spurninga, en í svörum sínum lagði hann áherzlu á það, að dauðarefs- ing lægi við því að hýsa presta og hann hefði gætt þess vel að taka ekki á sig slíka hættu. En þeir lögðu að honum fastar. Hann svaraði, að hann væri fús til að svara til saka, hvað sem þeir vildu ákæra hann tyrir. Samt gáfu þeir ekki í skyn, að málið snerist um mig. Þótt þeir hefðu orði.ð fyrir vonbrigðum, gerðu þeir sér enn vonir um að ná mér, þar eð þeir vissu, að svikarinn lá enn ekki undir grun. Hann var samt settur í fangelsi, og hans var ®vo stranglega gætt, að aðeins einum þjóna hans, svikaran- um, var leyft að heimsækja hann. Þeir vissu, að húsbóndann grunaði enn ekki ótrúnað hans, og þeir ólu með sér þá von, að á þennan hátt gætu þeir komizt að því, hvar ég leyndist, og þannig náð mér, fyrr en annars hefði verið hægt. Þegar ég heyrði, að hús okkar í Lundúnum hefði verið tekið og gestgjafi minn fangelsaður, fór ég til sveitaseturs hans, þar eð ég vildi ráðgast við konu hans og vini um það, hvað bezt væri að gera. Auk þess vildi ég láta fela aila hluti þar vandlega. Auðvitað þurftum vi.ð á mestöllum altarisút- búnaðinum að halda, þar eð páskar fóru í hönd, svo að við sendum aðeins litið eitt til vina okkar. Mér var með öllu ókleift að yfirgefa fjölskylduna eins og á stóð, þegar hún átti iSvona erfiðan áhyggjutíma. Dymbilvikan hófst. Svikarinn kom frá Lundúnum með bréf frá húsbónda sínum. í því skýrði hann frá öllu, sem komið hafði fyrir hann og taldi upp allar spurn- in^ar, sem höfðu verið lagðar fyrir hann og rakti svör sín við þeim. Yfir- völdin höfðu auðvitað séð þetta bréf, en þau létu það fara til þess að við- halda áliti svikarans og gefa honum átyllu til að komast að því, hvort ég yrði í húsinu dymbilvikuna. Hann hafði einnig annað bréf meðferðis. Það var frá þjóni mínum, sem tekinn hafði verið fastur, eins og ég hef nefnt hér að framan. Þeir höfðu sett hann í einangrun í viðbjóðslegasta fangelsið, Bridewell. Þeir vissu, að hann var þjónn minn, af því að svik- arinn hafði sagt þeim það, og hann var settur í þetta fangelsi í þeirri von, að hann myndi gefa upp nöfn vina sinna og kunningja. í bréfinu sagðist hann hafa svarað öllum spurn ingum þeirra neitandi, og síðan hélt hann áfram og lýsti ógnunum þeim, sem þeir beittu, og þeirri meðferð, sem hann var látinn sæta. Hann sagði, að hann fengi tæplega nægilega mikið braut td að halda hedsu sálar og líkama. Klefi hans var þröngur og með þykka veggi. í honum var ekk- ert rúm, og hann varð að sofa sitj- andi í gluggakistunni. Mánuðum sam- an hafði hann ekki farið af fötum. Lítið var af hálmi í klefanum, og hann hafði verið troðinn sundur, og skreið nú allur út í maurum, svo að ógernLngur var að liggja á honum. Verst af öllu var þó, að saur hans var skilinn eftir í loklausri skjólu inni í klefanum og daunninn var óþol- andi. Við þessi skilyrði beið hann þess, að verða kallaður fyrir og yfir- heyrður með misþyrmingum. Ég las húsmóðurinni bréfið, og svikarinn var viðstaddur. Þegar ég kom að síðasta kaflanum, sagði ég lágt: „Gefi Guð, að ég fái að þola eitthvað af þessu sjálfuir, svo að hann megi þjást minna“. Það var þessi setning, sem gerði mér síðar kleift að komast að því, hver svikar- inn var, sem hafði valdið öllum þess- um ósköpum. Þegar ég var tekinn fastur og yfirheyrður og sagðjst ekki þekkja neinn í þessari fjölskyldu, gleymdu rannsóknardómararnir að þegja um leyndarmálið og hrópuðu: „Lygar. Þér sögðuð þetta og þetta í .viðurvist þessarar konu, þegar þér lásuð bréfið frá þjóni yðar“. En ég hélt samt sem áður áfram að neita, og gaf þeim góðar ástæður fyrir því, hvers vegna ég gerði það og myndi halda því áfram, jafnvel þótt ákærur þeirra væru sannar. En áíram með sögu mína. Svikarinn hélt aftur til Lundúna og gaf skýrslu. Þegar í stað voru tveir sendiimenn (eða ofsækjendur eins og þeir voru kallaðir) sendir til tveggja höfðingja í héraðinu, friðdómara, og þeir höfðu meðferðis heimild til að láta leita vandlega í húsinu. Svikarinn kom aftur frá Lundún- um á páskadag með nýtt bréf. Það var átylla ein. Raunverulegi tilgang- urinn var sá, að hann yrði viðstadd- ur til að aðstoða leitarmennina og skýra þeim frá öllum gerðum okkar. Á annan dag páska fórum við fyrr á fætur til að halda messu en vant var, þar eð við fundum á okkur, að hætta var á ferðum. Þegar við vorum að búa allt undir messuna rétt fyrir dög- un, heyrðum við allt í einu hófadyn. í næstu andrá hafði 'heill flokkur manna umkringt húsið til að koma í veg fyrir tilraunir til undankomu. Við sáum strax, hvað var á seyði. Við settum slár fyrir dyrnar, allt var tek- ið af altarinu, felustaðirnir opnaðir og öllum bókum mínum og blöðum komið þar fyrir. Ég vildi nota fylgsn- ið, sem var nær borðstofunni. Það var lengra frá kapellunni, sem var grunsamlegasti staðurinn í húsinu, og var voru nokkrar birgðir — flaska af víni og nokkuð af kexi, sem þar var geymt. Þar var þess einnig frek- ar kostur, að heyra á tal leitarmanna og fá þannig vitneskju, sem gæti reynzt okkur gagnleg. Þess vegna vildi ég fremur þelta fylgsnj, og það var einnig vel gert og öruggur felu- staður En húsmóðirin var samt sem áður á móti því (og þar reyndist forsjónin með í ráðum). Hún vildi, að ég færi í fylgsnið nær kapellunni. Þangað gat ég komizt fyrr og falið allan altarisútbúnaðinn þar hjá mér. Þar sem hún lagði á þetta mikla áherzlu, samþykkti ég það, þótt ég vissi, að þar hefði ég ekkert til rnat- ar, ef leitin yrði langvarandi. Við földum allt, sem fela þurfti, og ég fór í fylgsnið. Ég var rétt búinn að koma mér undan, þegar ofsækjendurnir 'brutu upp dyrnar og ruddust inn. Þeir æddu um allt húsið og gerðu mjkinn hávaða. Fvrsta verk þeirra var að loka húsmóðurina inni í herbergi sínu og dætur hennar hjá henni. Síðan læstu þeir kaþólsku þjónana inni í ýmsum herbergjum í sama hluta hússins. Að þessu loknu, lóku þeir við stjórninni í húsinu, sem var stórt , og byrju^'' að leita alls stað- ar. Þeir lyftu ja.mvel upp plötum af þakinu til að athuga undir þær, og þeir báru kerti út í öll dimm horn. Þegar þeir fundu ekki neitt, fóru þeir að brjóta niður grunsamlega staði. Þeir mældu veggina með löng- nm stikum og, ef mælingunum bar ekki saman, rifu þeir niður þá veggi, sem þeim þóttu athugaverðir. Þeir börðu á hvern einasta vegg og öll gólf til að hlera eftir holrúmum, og fyndú þeir hol, brutust þeir þangað inn. En þrátt fyrir tveggja daga leit kom ekkert I ljós. Á öðrum degi héldu dómararnir á brott og héldu, að ég hlyti að hafa farið á páskadag. Nokkrir ofsækjendur urðu þó eftir til að flytja húsmóðurina og kaþólska þjónustufólkið, bæði karla og konur, til Lundúna til yfirheyrslu og fanga- vistar. Hitt þjónustufólkið, sem ekki var kaþólskt, átti að skilja eftir til að gæta hússins. Svikarinn var einn þeirra. Þetta gladdi húsmóðurina, sem von aði, að hún gæti með aðstoð hans forðað mér frá hægum hungurdauða, því að hún vissi, að ég hafði ákveðið að deyja heldur á þann hátt inni á milli tveggja veggja, en koma fracn 514 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.