Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 7
HUNDELTUR KLERKUR Faðir John Genard var af ensk- um aíi.Vlsættum, fæddur árið 1564. Foreldrar hans voru kaþólskrar trúar og var sonurin,n alinn upp í þeirri trú. En á þessum tírna vora trúarskipti orðin í Englandi, og þau voru þar lög, að kaþólskir menn teldust ríkinu f jandsamleg- ir, og var það talið jafmgilda land- ráðum að játa kaþólska kristnL Kaþólskum klerkum og trúboðum vtar ekki Ieyft að staría í landinu, og lá við dauðarefsing. Einnig Iá dauðarefsing við því, a® hýsa ka- þólska presfca eða veifca þeirn nokk- urn beina. Gerard fór ungur til náms í kaþólska skóla á megin- landinu, og gerðist Kristmunkur. Árið 1588 hélt han,n til trúboðs- starfa í föðurlandi sínu, Englandi, og vtarð þár aUðvitað að fara huldu höfði. Hann dvaldist í Englandi til ársins 1604, og sætti margvíb- legum ofsóknum oig hiarðræði fyrir trú sína. Sí?Kar skrifaði hann sjálfs ævisögu sína frá þessum árum, og er þar yfirlei'tt mjög rétt með stað- reyndir fari'ð, ef dæma má af sam- anburði við aðnar heimildir. Sunnudagsblað Tímams mun f þessu og næstu blöðum birta brot úr þessari sjálfsævisöigu, og telur að saga Föður Gerards eigi fcals- vert erindi til nútímamianna, enda ekki laust við táð sum atvik hennar eigi hliðstæður á vorri öld, þótt mangt sé þar tímabundið og fram- audi í vorum eyrum. Frásögnin hefst árið 1594. En hvað hefur sinn tima, að safna fjársjóðum og sóa þeim. Stundin var komin til að reyna þjóna Guðs, — gestgjafa mína og mig sjálfan á'Samt þeim. Til þess að þau líktust meir Meist- aranum, sem þau þjáðust fyrir, leyfði Drottinn, að heimilisvinur þeirra sviki þau, maður, sem þau unnu öll. Hann var ekki kaþólskur og heldur ekki þjónn í húsinu, en yngri brpðir- inn hafði eitt sinn ráðið hann í þjón- ustu sína og mælti með honum við eldri bróður sinn og móður sína, þegar hann hélt úr landi. Hann bjó í Lundúnuim, en heimsótti fjöl- skylduna oft og fylgdist með nær því öllu, sem fram fór í báðum hús- um þeirra. Ég verð að játa, að ég sá ekki ástæðu til að vantreysta manni, sem allir aðrir treystu, en samt gætti ég þess vel, að láta hann aldrei sjá mig við prestsverk eða þannig klædd- an, að hann gæti haft ástæðu tii að ætla, að ég væri prestur. En hann gizkaði samt á það, að því er hann viðurkenndi fyrir cnér síðar, þegar hann sá, hve mikla virðingu hús- bóndinn sýndi mér: að hann fylgdi mér nær þvi alltaf fyrstu tvær eða þrjár mílurnar á ferðalögum mínum og fór stundum alla leiðina til Lund- úna með mér. Á ferðum mínum til borgarinnar, var ég vanur að gista 1 FYRSTI HLUTI FRÁ- SAGNAR T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 51,1

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.