Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 8
húsi hans. Ég var énn ekki búinn að læra það af reynslunni, að öruggast var að hafa eigið hús. Þetta vakti grun í huga svrkarans, að því er hann sjálfur sagði mér síð- ar. Og þar eð hann var viss um að fá meira en þrjátíu silfurpeninga fyrir að svíkja húsbónda sinn, fór hann til yfirvaldanna og samdi við þau um framsal hans. Ég ætla, að hann hafi í byrjun verið settur til að hafa nánar gætur á báðum hús- unum, húsi ekkjunnar og sonar henn- ar, taka eftir þeim prestum, sem þangað kæmu og fylgjast með fjölda þeirra. Fyrst var leitað í húsi ekkjunnar. Presturinn, sem þar bjó, var heima, en hann komst í felur og fannst ekki að því sinni. En þeir neyddu þessa ágætu ekkju til að fara með þeim til Lundúna og koma þar fyrir dóm- ara, sem dæmdu í málefnum ka- þólskra manna. Hún kom fyrir þá og svaraði af mikilli einurð, og var lík- ari frjálsri konu en ofsóttri og mis- rétti beittri hefðarfrú. Hún var fang- elsuð og sýndi mikið þolgæði og guðs- ótta og annaðist sjálf alla þjónustu fyrir sig, rétt eins og vinnukona. Hún sauð mat sinn sjálf og þvoði sjál'f þvott sinn. Hún sóttist eftir þessari auðmýkingu auðmýkingar- innar vegna, — hún vissi, að þetta var eina leiðin til sannrar auðmýk- ingar, — og eins olli hitt, að þetta hélt útgjöldum hennar niðri. Því fé, sem hún sparaði., varði hún til styrkt- ár fátæku, kaþólsku fólki. Meðan hún var í fangelsinu, sendi hún mér alltaf hálfar árstekjur sín- ar, sex hundruð flórínur. Hinn helm- ingurinn rann til prests, sem veitti henni Heilagt Sakramenti á ákveðn- um dögum og sinnti einnig samföng- um hennar og gerði fleiri góðverk Hún bjó til altarisklæði og aðra helgidúka og sendi til ýmissa manna — Slík var ævi hennar í tvö ár, en þá krafðist Guð enn stærri fórnar af þessari heilögu konu. Það gerðist á þennan hátt. Guð ieyfði því að koma fyrir eyru yfir- valdanna, að prestur einn heimsækti hana. Ef ég man rétt, var það Faðir Jones, Fransiskani, sem síðar leið píslarvætti. Af þessum sökum var ákveðið að koma yfir hana lögum, og hún var leidd fyrir rétt. Komið var með hin venjulegu falsvitni, og hún var ákærð fyrir að hýsa presta, sem væri andstætt landslögum. Dóm- ararnir skoruðu á kviðdóminn að lýsa- yfir sekt hennar eða sakleysi. En til þess að bjarga kviðdómnum frá því að bletta samvizku sína með blóði hennar, hefði hann I.ýst hana seka, ákvað þessi ágæta kona, að þegja og svara ekki, þegar dómarinn skipaði henni að segja, hvort hún væri sek eða ekki sek. Þetta gerði hún, þótt henni væri fullkunnugt það lagaákvæði, að leggja miklu harðari og grimmilegri refsingu á karla og konur, sem neita að svara, þegar dauðarefsing er yfirvofandi. Þetta fólk er lagt á baldð á egghvassan stein og þungt farg Iagt á brjóstið, þar til lífsneistanum er þrýst burt'. Hún yfirgaf réttarsalinn og gladd- ist yfir því, að hún var ekki talin óverðug þess, að bíða Jesú vegna þann dauðdaga, sem hún vonaði, að sér myndi hlotnast. En staða hennar og nafn gaf lögmönnum Drottningar bakþanka. Þeir vildu ekki auglýsa Lundúnabúum vilHmennsku sína, og því létu þeir flytja hana eftir dauða- dóminn til annars og verra fangelsis. Þeir vildu, að Krúnan kæmist yfir eigur hennar. En hefði hún verið tekin af lífi á þennan hátt, hefðu eigur hennar ekki runnið til Krún- unnar, heldur til sonar hennar, gest- gjafa míns. Hin góða ekkja lifði því áfram í þessu fangelsi, svipt öllu því, sem hún átti, nema lífinu, en það var hið eina, sem hún vonaði, að yrði tekið frá sér. Þarna lifði hún áfram í sóðalegum klefa, þar til Jakob I. kom til valda og hún var náðuð, eins og venja er við krýningu nýs konungs. Þegar hún kom heim aftur, hélt hún áfram að þjóna þjón- um Guðs, eins og hún hafði gert áður, og enn eru tveir okkar í húsi hennar. Þetta nægir um þessa góðu ekkju. Snúum nú aftur til framhalds sögu minnar. Svikarinn kom ekki upp um sig, og húsbóndi hans hafði enn engan grun á honum, og nú beið hann tæki- færis til að geta svikið okkur, án þess að fletta ofan af sér. Fyrsta ráða- gerð hans var að taka mig í húsi mínu í Lundúnum, sem ég hafði ný- lega leigt til eigin nota og fyrir vini mína. Þar sem húsbóndi hans Iét hann annast mikið af störfum sínum, gat hann ekki annað en vitað um staðinn, sem húsbóndi hans hafði leigt í mína þágu. Hann lofaði yfir- völdunum að láta þau vita, næst þeg- ar ég kæmi til borgarinnar. Þá gætu þeir kvatt út lögregluna, látið hana umkringja húsið að næturþeli og lokað undankomuleiðum mínum. Þetta er einmitt það, sem hefði gerzt, hefði Guð ekki tekið í taumana fyrir milligöngu yfirboðara míns. Yfirboðarinn (Faðir Garnet) bjó þá í húsi fjórum eða fimm mílum utan við Lundúni, og ég hafði farið að heimsækja hann. En þar eð ég átti erindum að ge.gna í borginni, skrifaði ég eftir einn eða tvo daga bréf til fólksins, sem sá um húsið, og bað það að búast við mér ákveðið kvöld og bjóða þangað nokkrum vin- um, sem ég vildi hitta. Svikarinn komst að því, hvenær þetta var (hann kom oft í húsið, sem opinber- lega var eign húsbónda hans) og HANN VAR OFSÓTTUR FYRIR TRÚ SÍNA. - DÖGUM SAMAN VARÐ HANN AÐ SITJA í ÞRÖNG UM LEYNIFYLGSNUM, MEÐAN YFIRVÖLDIN NÆR ÞVÍ RIFU NIÐUR HEIL HÚS TIL AÐ LEITA HANS. OG EF HANN FYNDIST, VAR EKKI AÐEINS LÍF HANS í HÆTTU, HELDUR VINA HANS OG SKJÓLSTÆÐINGA, SEM HÖFÐU GERT HONUM KLEIFT AÐ STUNDA HÆTTUSTÖRF SÍN. . 512 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.