Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 3
Á suð-vestur hluta skagans „Nugassuaq“ á Grænlandi um tíu kílómetrum vestan við verzl- unarstaðmn, „Sarqaq“ var lítið þorp á sólríkum stað, sem hét „Tartunaa“ Ég skrifa skýlaust var, því að þorpið, en nafn þess þýðir „hið nýralagaða", er nú 1 eyði. FólKið fluttist þaðan smám saman og er nú búsett á nálæg um stöðum. svo sem „Sarqaq' „Rodebav“ og „Qutdligssat" i von um betri afkomu þar. En enn þá standa nokkur hús og húð keipabúlkar eftir og bera þeim Bjargið, sem Severin tímum vitni, þegar veiðiskilyrði voru það góð, að í sjónum við byggðina var svo mikið af sel, að fólk gat haft tryggingu fyrir nokkurn veginn öruggri afkomu. þótt ekki væri um velsæld að ræða. Byggðin hefur verið í eyði síðan 1955, ef ekki er reiknað með selveiði tímabilinu, þegar veiðimenn frá „Sar qaq“ stunda veiðar á þessum slóðum og leita þá skjóls í kofunum, sem enn standa uppi í byggðinni, fyrir slæmum veðrum og næturkulda. ,,Tartunaq“ er á mjög fögrum stað freyðandi ár streyma niður frjósöm daladrög, sem njóta góðs af mikl'u sól skini allt frá fyrstu dögum vorsins Þarna verpir blesöndin, og við strönri i.na gefur að líta hina fegurstu sjón: ísjaka af öllum stærðum, gerðum og lit. Þeir verða til við hina miklu jökls fyrir botni „Torsukataq“-fj'arðarins og eru á eilífu ferðalagi með straumum fjarðarins út á hið opna haf. Mót suðri sjást fuglabjörg, þar sem fýlar. lómar og skarfar verpa, og í suðvestr er hið einkennilega bjarg Disko-eyj arinnar_ ,,Isunguaq“. í lok september, þegar haustið kleif hefur haldið innreið sina, verður því miður oft nokku'ð snöggur endir á allri þessari dásemd. — Skyndilega þekjast þúsund metra háir fjallatind- ar „Nugssuaqs" þungum, gráum skýj- um, sem velta hægt niður fjallahlíð- arnar og verða æ þéttari eftir því, sem neðar dregur, og leggjast að lok- um ógnandi yfir byggðarlagið og um- lykja allt ísþoku eða hrími Þetta er oft viðvörun um komandi storm. Hann lætur sjaldan lengi bíða eftir sér og er fljótur að hræra uþp í haf- fleti.num. Brimöldurnar æða þá að landi og fleygja salffroðunnj yfir ís- jakana í fjörunni. _ Þá reið á miklu fyrir íbúa byggðarinnar, að draga bátana sina hátt á land, til þess að sjórinn tæki þá ekki. Jafnframt varð að treysta festingar á húðkei.punum og öðru því, sem geymt var þar, sem íennur hundanna náðu ekki til, til bess að stormurinn hrifi það ekki neð sér. Það var líka skynsamlegt að þétta rifur á kofunum, þótt þær hefðu oft hle.vpt inn loftsvala um sumarið. Líka var ráðlegt að bera i.nn svo mikið af mó, að unnt væri að halda þar sæmilegum hita meðan stormurinn æddi fyrir utan Beint austan við byggðarlagið rís sérkennilegt basaltbjarg lóðrétt upp úr sjónum. Það heitir „Ivnarssuit". T 7 M 1 N N — SUNNUDAGSKLAB 507

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.