Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 20
skelfingar, að neitun hans var óhagg ■snleg, að árangurslausit myndi reynast að gangá á eftir honum eða neyða hann, að hann ætlaði sér að sitja i þessnm borðsal það sem eftir væri. Hann var ístöðulaus eins og barn og fastur fyrir eins og .klettur. Hann hélt áfram að sitja í þessari fremstu stúku og viðskiptavinimir héldu á- fram að forðast hana og líta hana hornauga. Þeir virtust, a>ð nokkm leyti, gera sér ljóst, að hann væri eitthvað meira en maður, sem orðið hefði fyrir áfalli. Aðra vikuna, sem hann var þar. vantaði þrjá af föstu viðskiptavinun- um, en fleiri en einn þeirra, sem eftir voru, komu með meinfýsnar uppástungur við N.N um það, að hann kæmi þessum glaðlega vini sín- um einhvers staðar annars staðar fyrir. Hann hcfð' of æsandi áhrif á umhverfið, öli þessi taugaæsing drægi þá frá vinnu sinni og kæmi ólagi á meltinguna. N.N sagði þeim, að haran myndi dvelja aðeins einum eða tveim dögum lengur, en þeir komust að þvi að þetta var ósatt og þegar önnur riVan var a enda. höfðu átta af föstu gestunum komið sér annars staðar fyrir til að borða Á hverjum degi, þegar kom að miðdegisverðartima, reyndi N.N. að fá hann til að, taka sér dálítið göngu, en hann neitaði því alltaf Hann vildi aldrei fara út' nema á nóttunní og þá aldrei lengra en tvö hundruð metra frá húsinu. Ann- ars sat hann alltaf í stúkunni sinni, stundum dottandi, seinni hluta dags, þess á milli starði hann á gólfið. Hann borðaði, utan við sig. og vissi aldrei, hvort hann var búiran að borða eða ekki Hann talaði aðeins, ef á hann var yrt og aðalefni þess sem hann sagði, var: „Ég, er svo þreytt- ur - sv.o þreyttur" Aðeins eitt virtist vekja noklrim glampa af áhuga hjá honum, efieins eUt fékk hann tii að líta upp fTa gólf inu. Það var hin seytján ára gamla dóftir gestgjafans, sem kölluð vai Bubbles jg hjáipaði til við framreiðsl una. Og Bubbles virtist vera sú eiraa af heimilisfólkinu og gestunum, sem ekki forðaðist hann. en hún virtist skilja hann og barnsleg samúð henn ar var það eina, sem nokkurn tíma virtist smerta hann. Hún sat og gaspr- aði við hann, til þess að „draga hann út úr sjálfum sér“, eins og hún kall- aði það — og stundum komst hún svo langt með hann, að hann brosti daufu brosi. Hann fór að þekkja fóta tak hennar og leit stundum upp áður en hún kom inn í herbergið. Einu sinni eða tvisvar á kvöldin, þegar macsalan var auð og N.N. sat þar hjá honum vesældarlegur á svip, spurði hann, án þess að líta upp: „Hvar er Bubbles?" Og þegar honum var sagt, að hún hefði farið í bíó eða ball, virtist hann sökkva enn dýpi'a niður í sljóleikann en áður. N.N. leizt ekki á þetta. Það hafði skollið á hann bölvun sem á fjórum vikum hafði að mestu leyti eyðilagt atvinmu hans. Flestir viðskiptavinirnir höfðu yfirgefið hann, tveir og tveir saman, og engir nýir komu í þeirra stað. Ókunnugir menn, sem komu inn einu sinni til að fá sér að borða, komu ekki aftur, þeir gátu ekki haft aug- un eða hugann við annað en hina óhugnanlegu, náfölu veru, sem sat hreyfingarlaus í fremstu stúkunni. Um miðdeg^sleytið þegar borðsalurinn var vanur að vera yfirfullur, svo að þeir, er síðastir komu, þurftu að bíða eftir sæti, var nú aðeins setið í einum þriðja hluta sætanna. Aðeins fáeinir hinna harðgerustu héldu áfram að koma. Ofan á allt þetta bættist áhugi dauða mannsins fyrir dóttur hans, áhugi, sem virtist ætla að hafa óviðfelldnar afleiðingar. N.N. hafði ekki tekið eftir þvi, að kona hans hafði veitt því athygli. „Bubbles virðist ekki vera eins glaðleg og fjörug og hún er vön. Hefur þú tekið eftir því? Hún er að verða svo hæglát — og dauf í dálk- inn. Situr og hímir tímum saman. Fölari en hún er vön að vera“. — „Aldur hennar, Iíklega“. „Nei. Húm er ekki ein af þeirri gerð, eins og þessar grannleitu, dökkhærðu. Nei — það er eitthvað annað. Ég hefi ekki tekið eftir því, fyrr en eina eða tvær síðustu vikurnar. Hún er lystarlaus. Situr aðgerðalaus. Enginn áhugi. Ef til vill er það ekkert, aðeins smáveg- is lasin, líklega. — Hvað lengi verður þessi hræðilegi vinur þinn hér?“ Hinn hræðilegi vinur dvaldi nokkr- ar vikur enn, tíu vikur í allt — og á meðam horfði N.N. á atvinnu sína verða að engu og dóttir sína verða föla og önuga. Hann skddi ástæðuna. Ekkert heimili í Englandi líktist hans heimili, ekkert annað heimili hýsti dauðan mamn innan sinna veggja í tíu vikur. Dauðan mann, vakinn upp af gröf sinni eftir langan tíma, sem sat þar og fældi burt viðskiptavini hans og rændi fjöri dóttur hans. Hann gat engum sagt þetta. Enginn myndi leggja trúnað á slíkt rugl. En hann vissi, að nann hafði dauðan mann a heimili sínu, og fyrst hann vissi, að löngu dauður maður gekk um hér á jörðunni, sýnilegur og áþreifanleg- ur, gat hann trúað á hvaða afleiðing- ar, sem vera skyldi, af þeirri stað- reymd. Hann gat nú trúað svo að segja hverju sem var, sem hann myndi hafa hæðzt að fyrir tíu vikum. Viðskiptavinirnir hans höfðu yfirgef- ið hann, ekki vegna nærveru þöguls manns, þótt fölur væri, heldur vegna nærveru lifandi líks. Ef til vill gerðu þeir sér ekki vísvitandi grein fyrir því, að hið lifandi blóð í æðum þeirra fann það og hryllti við því. Og eins og atvinna hans hafði verið lögð í rúst ir, þamnig bjóst hann við því, að dótt- ir hans yrði líka eyðilögð. Það var eins og blóð hennar væri ekki lengur heitt og vermandi, það sagði henni aðeins, að þetta væri gamall vinur föður hennar og á einhvern óskiljan legan hátt dróst hún að honum. Þegar svona var komið, og N.N. hafði ekkert að gera, byrjaði hann að drekka. Og það var að vissu leyti gott, að hanm gerði það. Því að ein- mitt áfengið blés homum i brjóst hug mynd, sem átti eftir að frelsa hann fr’á því böli ~em hvíldi á honum og heimili hans. Nú borðaði tæplega hálf tylft manna í matsöluhúsinu um miðjan daginn. Það hafði smám saman orðið illa hirt og rykfallið. og framreiðslan og maturinn voru léleg. N.N. reyndi ekki lengur að vera þægdegur við þessa fáu viðskiptavini sina. Stundum þegar hann var talsvert undir áhrifum áfengis, gerði hann sér jafnan far um að vera beinlínis ruddalegur við þá. Þeir töluðu um þetta. Þeir töluðu um hrönnun fyrirtækisins, um rykið og sóðaskapinn í veitingastofunni og um, hvað maturinn væri sl-æmur. Þeir töl- uðu um drykkjuskap hans og ýktu hanm auðvitað. Og þeir töluðu um þennan skrýtna náunga, sem sat þar dag eftir dag og fyllti alla hrolli. Og nokkrir ókunn ugir menn, sem heyrðu talað um þetta, komu til þess að sjá þenman skrýtna náungá og hinn sífulla gest- gjafa, en þeir komu ekki aftur og það voru ekki nógu margir forvitnir til þess að matsalan hefði nógu marga viðskiptavini og gæti borið sig. Þetta fór síversnandi, þar til að- etas tveir viðskiptavinir voru eftir. Og N.N. söklc dýpra og dýpra í drykkjuskapiran. Þá var það eitt kvöld, að með áfeng inu skaut nýiTi hugsun upp i heila hans. Hann fór niður til þess að tala um þetta við Gopak, sem sat á sínum venjulega stað, hengdi hendurnar og starði á gólfíð. „Gopak — hlustaðu nú á. Þú komst hingað, vegna þess að ég var eini maðurinn, sem gat hjálpað þér í vand ræðum þínum. Hlustaðu á mig“ „Já“, svaraði Gopak veikri röddu. „Jæja þá. Þú sagðir, að ég yrði að finna upp á eimhverju. Sjáðu til. Þú segir, að ég sé ábyrgur fyrir því, hvernig kom- ið er fyrir þér, og verði að ráða bót á því, vegna þess að ég drap þig. Eg gerði það Við rifumst. Þú gerðir mig hamslausan af bræði Þú manaðir mig. Og í því brennandi sólskini, sem þar var, og frumskóginum, umkringd- ur af þessum andstyggilegu skor- kvikindum, var ég ekki með sjálfum mér. Ég drap þig. En á sama augna- 524 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.