Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1963, Blaðsíða 2
„STEINDEPILSLJÓД Níu ára mömmudi'engur var sannfærður um, að' gatan, sem hann gekk á hverjum morgni, þeg- ar hann rak kýrnar í haga, væri ljótasta gata í heimi. Hún var bara djúpur og krókóttur troðningur efiir kýrnar, og ekki nógu fjölfar- ín til þess, að önnur gata myndað- ist við hlið hennar. Hann hafði að vísu eRki séð allan heiminn, en hann hafði Komið niður í sveit, og par hafði hann séð miklu breiðari og greiðfærari vegi. Þegar þurrt var veður., var hún þurr, og þá rauk úr henni viðbjóðslegt mold- arryk undan klaufum kúnna, sem hraktist fyiir storminum, ef ein- hver var Err í rigningum var hún blaut og sleip fyrir skóna hans, þótt kúnum skrikaði aldrei fótur. Tveir voru þeir staðir, sem mátti kalla hindrun á götunni: Vatnið úr Bólskurði dreifði sér um bala, sem gatan lá um, svo að hann var alltaf votur nema í stórþurrkum. Og þeg ar kýrnar fóru þar um, hnusuðu þær fyrir ser og lyftu upp höl- unum, svo að þeir vöknuðu ekki í þessari sytru. En það gerðu þær af tómu pjatti, þvi að þær hefðu ekki vætt halana, þótt þær hefðu ekki lyft þeim um.eina tommu, því vatnið náði þeim hvergi meira en í lágklaufir. Hin hindrunin, ef hindrun skyldi kalla, var á annan veg. Hún var í Moldartorfuskurði, eða réttara sagt neðan við hann, en það var sjaldan neitt vatn i honum, aðeins lítil sytra innan um grjótið. En þar var mikið grjót, sem skurðurinn bar fram i vorleysingum. Túngarðurinn náði aðeins að skurðbörmunum. En svo var hlaðinn milli þeirra einfaldur grjótgarður með litlu vatnsauga á hverju vori, því að vatnsgangur- inn í skurðinum velti honum. Hér urðu kýrnar sárfættar og sein færar. Svo var það einn bjartan vor-i morgun, þegar daggardropar sátui á hverju strái og sólin var fyrirl stuttu komin upp fyrir fjallsbrún- ina og mömmudrengur rölti á fcftir kúnum syfjaður að vanda, að hann só lítinn fugl sitja á norður- kampinum við skurðinn. Hann söng þar fullum rómi, ekki ólíkt því, að tveimur litlum steinum væri slegið saman. Hann iðaði all- ur af fjöri og lífsgleði. Og nú, þegar fegurð himins og jarðar birtist drengnum í allri sinni dýrð og þessi litli fugl varð fil að prýða þá mynd, varð það til að létta lund hans. Hann athugaði ekki í þetta sinn, hvað olli veni fuglsins á þessum stað, en honum fannst gat- an ekki eins ljót og tilbreytingar- iaus eins og venjulega. En þegar hann varð þess var, að steindep- illinn söng þarna á hverjum morgni, for hann að forvitnast um, hvað þessu mundi valda, og komst þá að því, að í stórri holu 1 kampinum lá kona steindepilsins á eggjum, og það var kærkomin til breyting fyrir drenginn að fylgjast með háttum þeirra í búskapnum. Mömmudrengur sagði frá fundi sínum heima, og fékk þá að vita, að þessi steindepilshjón væru í seinna lagi með búskap sinn, þar sem nú væri komið fram i júní, og flestir fuglar búnir að unga út. Þess var getið til, að þessi hjón hefðu áður misst egg sín af ein hverjum ástæðum og síðan verpt í annað sinn. Þess var skammt að bíða, að mikil tíðindi gerðust í steindepils- hreiðrinu, því að nú fóru lítil nef að gægjast út úr skurninni á eggj unum, og vonum fyrr lágu fjórir ungar í hreiðrinu, og erfiði bónd ans óx að sama skapi sem munn unum fjölguðu, svo hann varð að hafa sig ailar. við að afla fæðu handa fjölskyldunni: Og þá vai það, sem mömmudreng flaug í hug að hjálpa honum dálítið. Hann tíndi fáeina maðka í hveiri ferð sinni með kýrnar, og færði að hreiðrinu, en ekki þó of nærri þvi, af ótta við að slyggja fuglana. En þegar ungarnir stækkuðu, fór hann að voga sér nær hreiðrinu, og það endaði svo, að hann fói að mata ungana með eigin hendi. Mömmudreng þótti nú ekki leng ur leiðinlegt að reka kýrnar, því að nú hafði hann eignazt áhuga mál. Hann fylgdist með öllu, sem gerðist i hreiðrinu, brölti unganna og ferðum foreldranna, og hann varð þess var, að þegar ungarnir stækkuðu, gerðust þeir umsvifa- miklir og uppivöðslusamir, svo að hinir sléttu og vel gerðu veggir hreiðursins tóku að láta á sjá. Áð- ur en þeir yfirgáfu hreiðrið og héldu út í heiminn, lá nærri, að það væri komið í rúst. Þá fóru þeir líka að afla sér fæðu sjálfir, svo matgjafa mömmudrengs var ekki lengur þörf. En umstang, söngur og búskap- ur þessara steindepilshjóna höfðu veitt honum marga ánægjustund, svo að hann hafði gleymt sjálfum sér, og hann hafði eignazt nýja vitneskju um hætti smáfuglana. Hann gat því af heilum hug tekið undir með skáldinu, sem sagði: „Mér er vel við þau steindepils ljóð.“ LÍTIL KRUMMASAGA Það bar til í Borgarfirði á síð- ustu öld, að maður kom að bæ, þar sem hann þurfti að reka er- indi. Þótti honum aðkoman ein- kennileg, því að margir hrafnar sátu gargandi á baðstofuþekj- unni. Hann barði að dyrum, en enginn kom til dyra. Hann álykt- aði því, að bærinn væri mann- laus, og gekk til næsta bæjar. En þegar þangað kom, frétti hann, að nýdáinn maður hefði verið í bað- stofunm, en fólkið hefði gengið að heiman, einhverra erinda. Þeg- ar fólkið heyrði frásögn mannsins, lét það í ljós þá skoðun sína, að krummi hefði skynjað á óþekkt- an hátt, að dauðinn hefði fyrir stundu gengið þarna um garð. Bergsteinn Kristjánsson 5 56 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.