Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Side 17
Canaris a'ðmíráll, yfirmaður þýzku leyniþiónustunnar. — „Faðir" úrsmiðsins Ortels — öðru nafni Wehring. verið unnt að greina þá sundur, e£ úrsmiðurinn í Kirkwall hefði ekki haft gleraugu og skegg og heitið Ortel — en ekki Wehring. Sem sagt: Þrátt fyrir nöfnin, gleraugun og skeggið;— þetta var sami maðurinn. Skotarnir voru vingjarnlegir, gestris- ið og tillitssamt fólk. Það hvarflaði ekki að þeim, að njósnir ættu sér stað á friðartímum. Og það var algerlega fráleit hugsun, að litli, vingjarnlegi og duglegi úrsmiðurinn þeirra væri kafteinn á þýzka flotanum! — En hefði enska leyniþjónustan á áran- um rnilli stríðanna athugað bréfa- skipti Ortels, hefði starfsmönnum hennar án vafa brugðið í brún. Hinn „kæri gamli faðir“ úrsmiðsins var enginn annar en Canaris, sem tók við skýrslum Ortels undir fölsku nafni. Og hvað þá um alla ættingjana, þá, sem komu í heimsókn til úrsmiðsins í Kirkwall? Þetta voru allt nazistar — vinir og starfsbræður Ortels, sem sendir voru til þess að leysa af hendi ýmiss konar verk, sem ekki kröfðust langs tíma, — þakkað sé úrsmiðnum í Kirkwall. En þennan októberdag 1939 kom svo loks hið langþráða tækifæri — launin fyrir tólf ára áreynslumikla vinnu og þolinmóða bið. Það hefði ekki verið undarlegt, þótt fingur Wehrings hefðu titrað lítið eitt, þeg- ar hann stUlti senditækið og kallaði á stöð í Hollandi, sem enn var hlut- laust í styrjöldinni. Tilkynnmg Wehr- ings var óðara send til Canaris: Það. er ekki til frásögn um það, hvernig yfirmanni þýzku leyniþjónustunnar va.ð við, þegar hann fékk þessar upp- lýsingar um, að þessa stundina væri hin mikla flotastöð Scapa Flow óvar- in gegn kafbátum. Kannski hefur hann verið vantrúaður, en engu að síður gaf hann samstundis út skip- un til allra kafbáta, sem voru í haf- inu ekki langt undan Orkneyjum um að sigla inn í Scapa FIow og gera árás, og Wehring fékk sínar fyrir- skipanir í samræmi við þetta. Skipstjórinn á U-47 hét Gunther Prien. 14. október J.939 sigldi hann kafbáti sínum í niðamyrkri fyrir hálfu vélafli austur undir Main- land, Hann kom upp á yfirborðið nokkrar sjómílur frá landi og skreið hægt inn að ströndinni. Þetta sama kvöld var óvenju dimmt og drunga- legt, regnský hangandi yfir sjónum. Skipstjórinn gat varla greint strönd- ina. Báturinn skreið nær og nær skerjagarðinum, sem umlykur eyna, og skipstjórinn varð hræddur um að sigla upp á sker. Hann gaf skipun um að stanza vélarnar og brá kík inum upp að augunum. Loks vár:‘ hann var við það, sem hann hafð' alltaf verið að svipast um eftir: Lang- an ljósgeisla — tvo stutta — og aft- ur einn langan. Gúmmíbáti var skot- ið fyrir borð á kafbátnum, sjóliði fór um borð í hann og réri að landi. Hálfri stundu síðar kom báturinn aftur að hlið kafbátsins með Wehr- ing — öðru nafni Ortel úrsmið — Þaö varð að bjarga höfði hans, þvj að ef allt færi fram samkvæmt áætl- un, myndu brezkar hersveitir ei.n- angra allt svæðið umhverfis Scapa Flow daginn eftir. Kafbátsforinginn bauð Wehring hjartanlega velkominn og óskaði hon um til hamingju með hið mikla njósnaafrek hans. Síðan sigldi kaf- báturinn frá landi, hvarf i djúpið og sigldi í gegnum Hoxa Sund neðan- sjávar án hinna minnstu hindrana. Wehring hafði meðferðis uppdrátt, sem var mjög nákvæmt útfærður, af Scapa Flow og Hoxa Sundi. Þessi uppdráttur sýndi allt, sem nauðsvn- nauðsynlegt var að vita fyrir þýzkan kafbát, sem þurfti að athafna sig neð- ansjávar. Greinilegt var, að Wehring hafði ekki eytt tólf árum til einskis í nágrenni flotastöðvarinnar Kafbát- urinn smaug inn um sundið. steig upp og niður undir yfirborðinu og sneri sér samkv. teikningum Wehr- ing, sem sýndu auðvitað allar hindr- anir bæði ofan- og neðansjávar, þar til teikningarnar sýndu, að hann var kominn inn í sjálfa flotastöðina, Scapa Flow Þá nálgaðist hann hægt og hljóðlaust yfirborðið, þar til sjón- pípan náði aðeins upp úr yfirborðinu. Skipstjórinn leit í sjónpípuna og and- aði léttar: Fyrsti þáttur árásarinnar hafi heppnazt. Hann hafði fyrir aug- unum fjölda herskipa, Iétta tundur- spilla og orrustuskip. Eln þessi skip voru ekki verðug árásar þýzks kaf- báts, sem komizt hafði í slíkt færi. Hann vildi bera meira úr býtum. U-47 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 569

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.