Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Qupperneq 5
AZTEKARÍKIÐ
T]
Hamdmftibtnidi d«r Ailikin (í.glnn um 1300 n, Chr.)
Tompícoi
HUAXTCKEN
'Chontol
AtaraCrut
NAHUATf
OTOMI
Tiellol
% MIXE
ZOQUEV?
LENCA
HUAVE
MAM r QUICHé
Pokomom C?
CHATINO"
KorílS sýnir ríki Azteka í Mexfkó. YfirráðasvæSi þeirra er táknaðaneS skástrikum. Höfuðborgin Tenochtitlan (Mexico City á
kortinu) sést skammt frá vinstri jaðri kortsns.
Ameríka er sú heimsálfan, sem síð-
ust hefur byggzt mönnum. Þó hefur
þar verið mannabyggð æði lengi.
Fornfræðingar hafa fundið örugg
merki þess, að menn voru þangað
komnir fyrir a.m.k. 20 þúsund árum.
Trúlega hefur landnám álfunnar haf-
izt enn þá fyrr
Ameríka er numin frá Asíu. í forn.
fræðilegum og þjóðfræðilegum skiln-
ingi er hún ekki vesturálfa, heldur
austust allra landa Fyrstu land.
nemar Ameríku hafa komið yfir Ber-
ingssund, sem þá hefur ekki verið
sá farartálmi, sem það síðar varð.
Alaska og Síbería hafa þá að öllum
líkindum verið samtengt land og
hægt að komast þurrum fótum á
milli. Síðar, þegar höfin tóku að
hækka vegna minnkunar ísaldarjök-
ulsins, hefur þar um langan aldur
verið mjór áll á milli, sem auðvelt
var ^að komast yfir á bátum. En sá
áll breikkaðí smám saman, og ein-
angrun Ameríku frá öðrum álfum
f’ vaxandi
Auðvitað er ekki um að ræða
samfpllt landnám Ameríku, heldur
hefur það gerzt á löngum tíma.
Litlir hópar frumstæðra veiðimanna
hafa flutt sig yfir sundið, hverjir
öðrum óháðir Þeir breiðast út um
álfuna og komast suður á syðstu
endamörk hennar áður en varir.
Samgöngutæki hafa þeir að vísu
engin önnur en fæturna, og burðar-
dýr þekkja þeir ekki, en svo fer
samt að lokum, að gjörvöll álfan
verður numið land. Duttlungar síð-
ari atvika gerðu, að það fólk, sem
þarna bjó, hlaut nafnið Indíánar,
þótt það eigi ekkert skylt við Ind-
land eða þjóðir þær, sem þar lifa.
Menning hinna fyrstu Indíána var
frumstæð veiðimerming, steinaldar-
menning. Og steinöld stendur i Ame
ríku allar götur, þar til Evrópu-
menn koma þangað Járn var þar
alla tið óþekkt. Einu málmarnir,
sem Tndíánar kynntust, voru góð-
málmarnir, gull, silfur og fleiri,
sem betur eru lagaðir til skrauts og
íburðar en daglegrar notkunar og
tækjasmíði. Og það voru aðeins fáar
Tndíánaþjóðir, sem spurn höfðu af
þessum gersemum, hámenningar-
þjóðirnar í Perú og Mexíkó.
Svipað er að segja um atvinnu-
hættina. Veiðar voru alltaf eina lífs-
viðurværi fjölmargra Indíána ásamt
söfnun þeirra gæða, sem náttúran
gefur sjálfkrafa af sér. En aðrvr
komust upp á lagið með að rækta
jörðina, sá og njóta afraksturs mold
arinnar. Þar með var skapaður
grundvöllur hærri menningar en
kleift er að ná, þegar búið er við
flökkulíf veiðanna. Og á nokkrum
stöðum í álfunni reis upp menning,
sem ber hátt yfir það, sem annars
er algengt meðal svo kallaðra „frum
stæðra“ þjóða, og ríki kornust á fót,
sem ómögulegt er að kalla annað en
stórveldi. Frægust hafa þessi ríki
orðið í Perú og Mexíkö, Inkaríkið
og veldi Azteka.
Þegar Spánverjar komu fyrst til
Mexíkó árið 1517, fundu þeir þar
fyrir voldugt ríki innfæddra, Az-
tekaríkið, og auður þess og glæsi-
leiki setti þeim glýju í augu. Fyrsta
tilraun þeirra til að ná þar fótfestu
mistókst, en árið 1519 kom Herman
Oortés til landsins, stofnsetti borg-
ina Vera Cruz, og tveimur árum
síðar féll ríki Aztekanna í lians
hendur. 13. ágúst tók hann höf-
uðborgina, Tenochtitlan, þar sem nú
stendur Mexíkóborg. Þann dag urðu
Spánverjar húsbændur yfir Mexíkó
Það ríki og sú menning, sem
Cortés lagði að velli, átti sér mikla
sögu Hina voldugustu Azteka, Tc-
nochca-ættbálkinn, hafði að vísu bor-
ið allskjótt upp á valdahimininn, en
menning þeirra átti sér langan að-
draganda og djúpar rætur í Mexíkó-
dal Tenochcarnir voru aðkomnir
Fyrir 1248, að þeir settust um kyrrt,
voru þeir frumstæður þjóðflokkur,
eins og þeir gerast og ganga meðal
Indíána Mið-Ameríku. Næstu tvær
TÍMI.NN - SUNNUDAGSBLAÐ
605