Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Side 13

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Side 13
DAGRENNING við mig tala? spurði meistarinn. — Mig langar til að verða lista- maður, sagði ég, og langar því til að leita ál'its yðar og ráða, hvernig bezt muni vera að búa sig undir það. — Listamaður, segir þú. — Það er löng leið! Ég vil ekki hvetja neinn til að leggja út á þá braut, það er engum heiglum hent. Lista- mannsbrautin er ekki ávallt blóm- um skrýdd. Oft verr farið en heima setið. Löng leið, grýtt og torsótt. Oft vegleysur milli vinja. Margur verður úti, heltist úr lestinni, týn- ist, glatast. Ungir hugsjónamenn horfa í draumórum sínum á þessa braut skreytta ævintýra- og sigur- bjarma, sem aldrei verður að veruleika. Miklu fleiri liggja falln- ir við veginn, en hinir, sem hafa rutt og troðið brautina til' marks ins mikla. Stefnufestu og persónu- þrek þarf til þeirrar köllunar, er knýr mann á listamannsbraut. Þá þarf og tillitssemi og skilning, eigi aðeins á sínum eigin vilja og við- leitni að komast í áttina. heldur og á náunganum. Lífið er stutt, en list iin löng. Og hverjum einum — ekki einungis listamanni eða listamanns efni, — heldur hverjum einstakl- ing, eru talcmörk sett í ráðningu hins mikla, dularfulla draums, sem hann á aðeins einn handa sjálfum sér. Fár veit, hvað í annars brjósti býr og fyrsta stig út á listamanns- braulina er tillitssemin og kurteis- in við allt, sem lífsanda dregur. Þrátt fyrir stórhug verður hver listnemi að gruna takmörk sín, en síðar, með auknum lærdómi, þroska og þekkingu, — að vita þau og kunna. Listamaðurinn getur engan ásakað fyrir sínar eigin gerðir. Har.n einn ber ábyrgð á þeim. Já, ungi maður. Ég vil engan hvetja út á þá ógnarbraut. En ég vil heldur engan letja, sem í auð- mýkt og trúnaði köllunarinnar öðlast hörkuna og viljann til að horfast í augu við nakinn sann- leikann og getur möglunarlaust tekið upp baráttuna við heimsku og tregðu, hungur og smán. Því svo sannarlega á Listamannsbraut- mni mætást sigur — og hrakför — báðar sem blekkingar — því báðar eru systur. Ég vil því eindregið ráðleggja yður, ungi maður, að skoða fyrst huð yðar og allar aðstæður, hvort ekki væri ráðlegra að velja aðra leið —• annað lífsstarf — léttara og hagsælla. Þér skuluð hugsa vel mál yðar og ekki ana út í neina | Framhald á bls. 646. LISTASAFN Einars Jónsson- ar er fjörutíu ára um þessar mundir Ævi þessa mikla myndhögovara var ein óslitin þjónusta vi8 köllun listarinn- ar, og hin göfuga og djúp- stæða lífsskynjun hans lifir í listaverkum hans og lætur engan ósnortinn, sem af ein- lægni vir8ir þau fyrir sér. — Hér skrifar Eggert Guðmunds- son, listmálari, um fyrstu kynni sin af myndhöggvaran- um. _____ TIMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 637

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.