Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Síða 15
sæti, þurfti rúm tveggja meSal
manna. Á flestan hátt var hann mik-
ill fyrir sér, kunnur að stórmennsku
og ekki undansláttargjamt.
Er sýslumaður hafði sett þingið og
nefnt þingvotta, las hann stefnu til
sakbornings, „ag mæta hér nú fyrir
rétti til viðurmælis og forsvars, að
hann sé ei valdur að dauða Helgu
Símonardóttur, sem dauð fannst og
af mannavöldum drepin, að menn
hyggja, á hálsinum fyrir ofan Flögu
um morguninn þess 27. júní næst af
liðins“.
„Stefnast einnig sem vitni í því
máli, Jón Guðmundsson, Guðrún
Magnúsdóttir og Halldóra Jónsdóttir
á Flögu, Sigvaldi Sveinbjörnsson og
Helga Sigvaldadóttir á Gilsstöðum.Þor
steinn Jónsson og Guðmundur Jóns-
son á Helgavatni, séra Bjarni Jóns-
son á Undirfelli, Guðmundur Guð-
mundsson í Þórormstungu, Guðmund-
ur Guðmundsson á Marðamúpi, Pét-
ur Loftsson á Brúsastöðum, Jón Þór-
arinsson og Gróa Jónsdóttir á Kornsá,
til vitnisburðar og undirréttingar í
þessu máli, slíkt sem hverjum þeirra
er vitanlegt til upplýsingar að horfa“.
Vitnin voru síðan öll látin vinna
eið að því, sem þau myndu bera við
yfirheyrsluna.
Samkvæmt þeim vitnisburðum,
sem skráðir eru í Þing-og dómabók
Húnavatnssýslu, hefur sagan um
Helgu verið rakin að mestu leyti hér
á undan. Hún er frumheimild, en
svo illa hefur farið, að úr henni hefur
glatazt blað þar sem skráður er fram-
burður sumra vitna í þessu máli. —
Vantar því framburð sex vitna alveg
og nokkuð af því er tvö sögðu. En
með því að vitnisburðir þeirra, sem
til eru, reynast mjög samhljóða um
öll höfuð'atriði, er ekki líklegt að
mikilsverð vitneskja hafi glatazt með
hinu týnda blaði. Framburður-Jóns
Guðmundssonar á Flögu er ýtarlega
rakinn og hefur hann og fólk hans
haft frá flestu að segja.
Jón Þórarinsson og Gróa kona hans
þóttust ekki vita til þess, að Jón,
sonur þeirra hefð'i að heiman farið
eða verið á ferli þessa nótt, er stúlk-
an var myrt. Jón sagði þó, að Ólafur
sonur sinn hefði sagt sér, að Jón
hefði farið á fætur um nóttina að
hlaða torfi, en ekki hefði hann skipað
honum það verk.
Að lokum voru öll þau vitni er
líkið höfðu skoðað, spurð um það,
hvað þau hygðu helzt, að hefði Helgu
Símonardóttur til dauða dregið. Voru
þau öll sammála um það, „að þeirra
meining væri helzt, að hún mundi
um hálsinn og vitin kreist og kæfð
hafa verið með höndunum til dauða,
því að enda þótt bandið, sem var
um hálsinn, hafi mjög fast verið
tvíbrugðið og sums staðar rautt undir
því, meina þeir meiri blámi hefði
á hálsinum verið ef hún til dauðs
hengd hefð'i verið, hvað auðsýnilegt
var af áverkum, bólgu og bláma, sem
hún hafði á öllum líkamanum, nema
alleina kviðnum, fótum og handleggj-
um. Saman ber og öllum vitnunum
í því, að þeir hyggja engan annan en
Jón Jónsson sekan í hennar dauða.
Sömu meiningar eru og nálægir þing
menn“.
Að þessu loknu var málinu frestað
til framhaldsrannsókinar síjðar og
sýslumaður hafði fangann heim með
sér að Þingeyrum.
V.
Leið nú hátt í ár að Jón Jónsson
var í haldi á Þingeyrum og ekki gert
að máli hans. Sýslumaður lét gæta
hans vel, og jafnframt halda honum
að vinnu og auðvitað kauplaust. Það
var gömul og rótgróin venja sýslu-
manna, er héldu gæzlufanga.
Nú er stefnt til manntalsþings í
Ási, 11. júní 1767. Þangað var flutt-
ur Jón fangi og þar komu ný vitni,
er stefnt hafði Verig til vitnisburða
um morðið á Helgu, „sem kennt er
Jóni Jónssyni, samt athæfi hans und
anfarið og allt annað, sem þeim kann
fvitanlegt að vera og þessari sök
T j M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
711