Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Síða 3
SÉRA SIGURÐUR SiGURÐSSON því, ag hann skyldi hafa komizt heill á húfi frá óvini sínum. Þessi lith kirkjugestur vakti tals vert umtai í sókninni, og hans mun hafa verið' minnzt þar all- lengi. Það' ^ar meira að segja sagt frá þessu atviki í hlöðum. Ef til vill er enn ejnhver sá ofan moldar, sem var í Langholtskirkju þennan sunnudag íyrir fjörutíu og sjö ár- um og minnist þess, er litli fugl- ■'rin sveiflaði sér með fjaðraþyt yf- ir bekkina og altarið, því að stund- um verða ymáatvikin fólki föst í minni, ekk; síður en það, er meiri tíðindum þykir sæta. Og hver veit líka, nema þetta hafi einhvern tima orðið prestinum efni í ræðutexta — táknrænt dæmi þess, hvernig kirkja hans átti að vera þeirn hlíf og athvarf, er í nauðum v-tu. Það lá nærrj að draga tiér t’-am dæmið um fugla himinsins og liljur vallarins — dæmið um hina miklu forsjá. T I M I N N — SUNNXJDAGSBLAÐ 0»0»0*0*0*0«0»0«0«0»0*0*0«0»0»0»0*0«0«000»0»0»D' KRISTJÁN HELGASON s OFT ERU KRÖGGUR í VETRARFERÐUM ÞAÐ MUN hafa verið kringum 1917, að ég fór til Búðardals að vitja læknis. Ég var þá nýkominn að Dunkárbakka, en á næsta bæ, Dunki, var í vinnumennsku vinur minn, Guðlaugur Magnússon. Hann hafði veikzt. Veður var gott, logn og frost lítið og aðeins föl jörð. Færi var gott, og ég fór, sem kallað er, með sjó. ís var ótraustur á ánum og fjör unum, sem voru lagðar fram að hólmum, en því er sú leið farin, að fært er fyrir framan hólmana á háfjöru. Þá l'eið ætlaði ég að fara á heimleið. Nú fer ég fljótt yfir sögu. Ég hitti lækninn, sem sendi Guðlaugi meðul. Svo hraða ég ferðinni að Lækjarskógi, þar sést vel til, og var talið að takast myndi að fara með sjó, því að húsfreyjan í Lækjar- skógi var nýfarin þessa leið. Var þá lögð rík áherzla á, að ég hraðaði minni ferð, sem ég og gerði. Þegar ég er kominn suður fyrir hólmana, sé ég ekki annað en tveir kostir séu fyrir höndum, láta synda langa leið, eða að reyna að koma hestunum upp á ísskörina og halda undan fallinu, og þann kostinn valdi ég. Hestarnir, sem ég var með, voru dugnaðarskepnur. Annan átti ég sjálfur og hét hann Drafnar, uppgjafareiðhestur, en hinn var frá Bunki, úlfaldagripur. Nú snara ég mér af baki og var vatnið upp und- ir hendur. Vegna þess að hér var um líf og dauða að tefla, gerist ég harður og tilfinningarlaus við Drafn ar, því að hann átti ég, en hann var eins og dauður hlutur. Síðan ræðst ég að Sörla, og þá sé ég glampa í augum hans. Reiði ég upp stafinn, en það skiptir engum togum, að hann setur sig upp á ísinn, sem auðvitað brotnaði niður, en síðan fer hann smátt og smátt að halda en bungaði undan hverjum fæti. Svo er ekki að orðlengja það meir, að ég næ landi, og nú er ekkert annað að gera en að koma sér í bnakkinn. En þá var eins og hendi væri veifað: Komið norðanstórviðri með kafald og gaddfrost. En vegna þess hve blautur ég var, tók ég þeg- ar að frjósa. Ég komst þó upp í hnakkinn og bar nú fljótt yfir, því að undanhald var. Þegar heim að Ketilsstöðum kom, var ég eins og frostköggull og komst ekki af baki, en gat gert vart við mig meö stafnum. Faðir minn kem ur út og þykist mig úr helju heimt hafa. Gæruskinn var í hnakknum, og hníf varð að sækia til þess að iosa mig við hann, og hamra varð að nota til bess að losa mig úr ístöðunum. Ég var eins og klaka- arumbur og man ekki, hvernig ég komst inn. í þessu áhlaupi varð manntjón S2 og skaðar. Þetta var fyrir jól og þvi ?,j orðið dimmt, þegar ég kom að Ketils- 1 §§ o* stöðum. En um kvöidið um vökulok §. var orðið kafaldslaust, þótt rokið væri hið sama. Ég fór heim um kvöldið, og er þetta ein hin mesta tvísýna, sem ég hef komizt í um dagana. Ef hann hefði skollið á, þótt ekki væri nema örfáum mín- útum fyrr, veit ég ekki, hvernig hefði farið. o»o«oéo«o«o*o»oeo«o«o< l•o•o«o•o•oeo•o•o•o•o•c•o•o•o•o•o»o< I0*0*0f0«0*0»0#0*>?*c»0»0«0«o«0*0«0»0*0*0«0*0t0«0t i«o»o»o«o«o«o«oeo«o«o*o«oooeoeoeoeo«o«o*o*o»o*o*c I N/ESTA BUSS SEGSR AF GOSBÖMSJ ¥M STAFMSHÖLI, mmn mim$ ketilssönar, er lifðs tsl ssáRRáR ELLS m SÍFELLT ANDSTREYMl, EN VAR SV0 MSKLU mm mm m nálega aldbes bar svo válega HLUTI AÐ HÖNDUM, AÐ HENNI SÆSST BREQÐA 747 /

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.