Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Qupperneq 8
E.INAR M. JONSSON: EF ÍLLA FER Heilög frœö.i og fornaldar getspeki framtið sýna. í launmál öbornu aldanna sjáandans augu rýna: Af vargþfóðum ujidinn er vefur darraðar. Vinningar ginna. En skuld mun áskapa öllum að tapa, engum að vinna. Hlekkjaðar tröllskap Heljar dyr opnas t i hinzta stríði. Vœngjaðir herskarar varpa stjörnum á varbúna lýði. Ólgar úr fnœsandi vítisvélum vigeldur geystur. Sviður jörðina Surtarlogi. Satan er leystur. Ört rísa banaský orku þrungin í úrsvalan geiminn við fjörbrot tœkninnar. Fákur dauðans fer yfir heimínn. Kraftar himnanna hrœrast, er siðasta hermdarverk fremux mannkynið. Jörð verður ólgandi eimyrja. Endirinn kemur. málinu hafi breytzt á þá lund. að samvizka þeirra bannaði þeim að efna slíkt loforö. Neituðu þeir þó með öllu að skýra frá ástæðum fyr- ir því, en kváðust óskyldir að sverja nokkurn eið. Umboðsmaður höfuðs rnanns boðaði þá presta þessa eða umboðsmenn þeirra til næsta al- þíngis; skyldu þeir þar verja undar færslu sína. Gisli biskup reyndi á ýmsa vegu að leysa Illuga úr vandræðum hans. Bað hann umboðsmanninn að sýna linkind í málinu, og um veturinn skrifaði biskup séra Magnúsi Pét- urssyni bréf. Þar í minnir hann prest á eiðana er þeir prestarnir höfðu lofað Uluga, og hvetur þá til að efna orð sín við hann eða sýna nægar ástæður fyrir eiðssynj uninni ella; og í lokin leggur biskup á ráð, hversu þeir geti hagað eið- stafnum svo að séra Illugi verði ekki dauðamaður, ef þeir alls ekki vilji vinna eið með honum. Á alþingi 1633 gekk loks 24 manna dómur um mál Illuga, út- nefndur af Holger Rosenkranz höfuðsmanni. Komu þar fram sann- anir fyrir, að Arnbjörn Arnbjarnar son hafi gert 'sig sekan um tvö- falda tvímælgi, fyrst um hest, er hann hefði fengið séra Illuga með fúsum vilja, en síðan kært hann fyrir og talið Illuga þjóf að honum; eftir það hafði hann orðið að sætt ast við prest, en síðari tvímælgin var komin fram áður og þá eiðsvar in. Loks var Illugi dæmdur sýkn í málinu vegna nýrra sannana. Höf- uðsmaður bætti því skilyrði þó við dómssamþykktina, að engan prests skap mætti Illugi hafa með hönd- um þaðan í frá. Eins og málinu var komið, ásamt eiðssynjun prestanna, má segja, áð Ulugi hafi mátt hrósa happi fyrir að sleppa lifandi. Eftir þessar málalyktir virðist 111 ugi hafa farið norður á Lánganes og verið þar á vegúm bróður síns, Sæmundar á Skálurn. Af skiptum þeirra séra Magnúsar segir það síð ast svo treystandi sé, að 1638 lét Illugi birta stefnu á alþingi til séra Magnúsar til næsta alþíngis. Skyldi hann þar sanna heimild sína á fjár munum nokkrum er hann hafi tek- Ið af Illuga og börnum hans á Kálfafelli, er hann fékk staðinn Um framhald þess máls er allt á huldu. Að öllu samanlögðu er fram koma Magnúsar prests og félaga hans við Illuga fremur óþokkaleg, og má vel vera að síðar meir hafi hann óttast greypilegar hefndir Uluga; og hjátrúarjöfur á borð viö séra Magnús var ekki ólíklegur til að eigna Illuga hlutdeild í andláti konu sinnar, Margrétar Einarsdótt ur, eins og þjóðsögurnar votta. Hið síðasta er vitað verður með vissu um Illuga, er það, að á presta- stefnu á Egilsstöðum á Völlum ósk- ar hann dómsákvæðis um að mega fá prestsskap að nýju. Prestarnir töldu samþykktarskilyrði höfuðs- manns standa í vegi fyrir þvi, nema leitað væri konungsnáðar. Skutu þeir síðan saman fé er Illuga skyldi greitt til lífsviðurværis. Þetta skeð- ur 1645, og eftir það er óvíst hve~ leingi Illugi hefur lifað; þó er til sögn um að hann hafi látizt að Egilsstöðum í Flóa, en þar bjó Sig- ríður dóttir hans um og eftir 1660 ásamt Ólafi Jónssyni manni sinum 0 Þarna var þá fóturinn íyrir sögn- unum af illmenninu Galdra-Illuga; í fyrstu sögunni er tilfærð var hér að framan, má meðal annars greina óljósa minningu um kaleiksmálið og dauða Arnbjarnar, þótt þessu tvennu sé slengt saman, — svo og um úttektina á Kálfafelli í tveim sögunum fyrri. Eftir verða þá kaup maðurínn á Kálfafelli, Ferða-Þor- leifur og förukarlinn, svo og aöfarir feðginanna fyrir norðan og fleira; það virðist vera einnar ættar. Illugi Jónsson hefur fengið óvenju illt eftirmæli i þjóðsögun- um, sem gjarnan rétta þó hlut manna og milda fornar sakir af næmum skilningi. Þjóðsagan hefur ekki megnað aö vinna bug á ofsókn aranda galdratrúartímans, svo 111- ugi hefur hann enn á móti sér þar. Samkvæmt þeim öruggu heimildum er stuðzt var við hér að framan er ekki annað að sjá en meðferðin á Illuga jaðri við verstu ofsóknir, sem eiga rætur sínar að rekja til ímynd unarsýki sturlaðs manns og þar eftir til trúgirni og vesaldóms þeirra sem í lófa var lagið að styrkja málstað Illuga. „Verður því ekki annað sagt, en að hann hafi oröiö allhart úti, þótt hann hafi ef til vill ekki vinsæll verið. En hann viröist hafa verið miklu betri mað- ur en orð hefur af farið í sögnum siðari manna“, skrifar Hannes Þor- steinsson. Glöggt má þó sjá á sögn- Framhald á 765. síSu. 752 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.