Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Page 17
í bænum og þorði ekki að sofa ein. Hún var astmaveik og þurfti stund- um að láta kveikja í pípunni sinni. Jú — Gréta Mikkelsen hafði nógan tíma til þess að hjálpa nauðstöddum hagfræðingum til að safna fáeinum aurum tíl jólanna, og auk þess þræddi hún saman grímubúninga fyrir eina klæðagerðina. Ef einhver spurði hana — svona eins og konum dettur stund- um í hug að spyrja hver að'ra, — hvernig samlíf þeirra Péturs væri . . „þú skilur — svona sem karls og konu“ . . svaraði hún ofur rólega: „Ætli það sé ekki svipað og flestra annarra?“ Ef Pétri datt einstöku sinn um í hug að grípa utan um hana eða hafa í frammi einhverja aðía tilsækni eða strákalæti, sló hún til hans og sagði: „Bötvaður aulinn!“ Stundum kom fyrir, að þau kysstust. En kossa- flens um hábjartan daginn var ekki þeim að skapi. Þau voru bæði kynjuð úr sveit. Eftir nokkurn tíma tók Voss upp á því að koma í verksmiðjuna á kvöld- in. Pétur kom á mínútunni klukkan ellefu út í járndyrnar á vélasalnum og kveikti í sígarettu — einni af þrem ur, sem hann reykti næturlangt. Reyk ingar voru bannaðar innan dyra, og það sama banu gilti því miður einnig flautuspil. „Góði maður“, hafði for- stjórinn sagt „Þag væri as binda bjölluna á köttinn". Þetta hafði Pét- ur ekki hugsað út í — hann hafði eig- inlega litið svo á, að hann væri nokk urs konar brunavörður, og eftir þetta vogaði hann ekki að snerta flautuna, nema rétt stund og stund innst inni í geymsluklefunum. En Voss kom við og við klu^kan ellefu og gekk þá með honum eina hringferð um húsið. Pét- ur var ekki viss um, hvort það sam- rýmdist anda starfsreglnanna. En eft ir orðanna hljóðan var ekki lagt bann við slíku. „Eg vnræki ekki nejtt, þótt ég komi hingað“, sagði Voss. „A, svei því. Komdu bara með mér eina ferð“, rumdi Pétur og lét sér hvergi bregða. „Við skulum bara segja, að þú sért hundurinn“. Að hringferðinni lokinni drukku þeir kaffi og skröfuðu saman eða Pétur lék lítið lag í hálfum hljóð um á flautuna. Eitt kvöldið fannst Pétri Voss ekki vera eins og hann átti að sér að lok- inni hinni venjulegu göngu. Hann hafði ekki bragðað vín, sem þó kom stundum fyrir við sérleg tækifæri, en hann var utan við sig og gleymdi að svara. „Hvað gengur að þér í kvöld?“ spurði Pétur, þegar hann var búinn að skrúfa flautuna sundur og þurrka munnstykkið. „Að mér? Það er ekkert að mér“, svaraði litli maðurinn. „Hvað ætti svo sem að vera að mér?“ Þeir þögðu um hríð. Pétur var æv- inlega fáorður, og Voss virtist vera hugsi. Loks sagði Voss: „Hvað þýðir „hot“, Pétur?“ „Hot? Já, hvað á ég að segja? Jú, raunar — það þýðir heitt — nákvæm lega. Heitt eða hlýtt eða glóandi . . .“ „Hvers vegna segja menn þá ekki bara heitt, Pétur?“ „Ja, hvað veit ég um það? Um gamla tónlist eru notuð ítölsk orðatil tæki, og póstmenn og símafólk notar frönsk. Prentararnir hafa búið til sér- stakt hrognamál handa sér, og sama er að segja um fleiri starfsgreinar. Þess háttar viðgengst víða“. „Já, — en þáð er nú allt annað. Það skilja þeir sjálfir, sem það nota — líkt og læknalatínuna“. Það gat ekki dulizt, þótt hann tal- aði og talaði, að hann var að hugsa um allt annað. Loks skauzt það upp úr honum: „Heyrðu, Pétur“, sagði hann — „þú mátt ekki verða vondúr. En það er dálítið, sem mig langar til þess að spyrja þig um. Einkamál, skil urðu?“ „Það þýðir ekki að biðja mig um meiri lán“, skaut Pétur inn í. „Það er alls ekki neitt þess hátt- ar — það máttu ósköp vel vita — og raunar ekki neitt, sem mig varðar um . . . “ „Hvers vegna ertu þá að skipta þér af því‘,“ spurði Pétur. „Ertu viss um, að konan þín sé þér trú, Pétur?“ Hann sagði þetta hikandi, en samt sem áður á þann hátt, að auðfundið var, að hann varð að segja það. Þetta var mál, sem lá honum svo þungt á hjarta, að hann gat ekki búið yfir því. En Pétur skynjaði hvorki ótta hans né áhyggjur. Það, sem hann skynjaði, var lítið og andstyggilegt manndýr, er reyndi að koma höggi á velgerðarmann sinn. Hinn stórvaxni næturvörður reis á fætur — ekki snöggt eða þvílíkt, að neitt lægi á — nei, hann rétti varlega úr sér, losaði ljóskerið af beltinu og slengdi hramm inum á litla alúðarvininn sinn. „Víltu hypja þig út!“ sagði hann. Og út fór hann um næstu dyr. Hurð- in ískraði á hjörunum og opnaðist nægjanlega mikið til þess, að Voss með föruneyti kæmist gegnum gætt- ina. Svo riðu tveir stórir hnefar sinn á hvern stað á hinum hrjáða búki, sem þeyttist eitthvað út í kuldann og myrkrið. Þaj heyrðist þungt hvás, þegar hann skall á jörðina — líkt og ömurleg stuna. En síðan ekki meir, því að ískrandi hurðin skall aftur að stöfum. „Ræfill!" sagði Pétur og nuddaði saman lófunum. „Það var þá spámað ur!“ bætti hann við hálfum hljóðum. En af því sæði, sem sáð kann að vera í huga manns, er ekkert gætt sliku grómagni eins og þessi trúnað- arspurning: „Ertu viss um, að konan sé þér trú?“ Þegar hann kom heim um morguninn, virti hann Grétu vand lega fyrir sér. En hún var alveg eins og hún átti að sér. Það var þegjandi samkomulag beggja, að hún væri lip- urðin sjálf á morgnana, og hún reiddi fram matinn eins og venjulega. Tvö egg, reykt, síld, kaffi — og svo að hátta. „Kjaftæði!" tautaði hann við sjálfan sig um leið og hann dró peys- una fram yfir höfuðið. Síðan gekk hann inn, klappaði henni á kinnina og andartaki síðar var hann sofn- aður. En sæðið spírar svo lítið ber á. Þegar hann vaknaði fannst honum eitt hvað öðru vísi en átti að vera, og samstundis skaut spurningunni aftur upp í huga hans: „Ertu viss um . . . “ Fjandinn sjálfur! Nú-ú — morgunverður klukkan eitt. Gert við bekk í garðinum. Hnoð að kítti í gluggana. Sett nýtt hjól á veiðistöng „Ertu viss um . ?“ Hann leit á konu sína. Hún var að sýsla við skúrinn, sem gæsarungarn- ir voru í. Nei — hún var eins og hún átti að sér. Klukkan þrjú reikaði hann niður að höfninni og þaðan beint heim til Voss. Litli trúnaðarvinurinn hans lá í rúminu. „Ertu slæmur?“ spurði Pétur. „Hann liggur i leti“, svaraði konan hans. „Það eru eymsli í brjóstinu", svar- aði Voss tómlega. „Má ég tala við Voss stundarkorn?“ sagði Pétur við konuna. Og þegar hún var farin út: „Hvern hafðirðu í huga í gærkveldi?“ Ekkert svar. Seint og síðar meir: „Ekki neinn sérstakan“. „Það er lygi!“ sagði Pétur hásum rómi og þreif í axlirnar á litla mann- inum. „Út með það!“ Voss blimskakkaði óttaíullum aug- unum upp á stóra manninn og sagði loks: „Jæja þá — en dreptu mig samt ekki. Komdu tneð eyrað hérna niður að mér . . heyrðirðu það?“ Pétur heyrði ágætlega. I-Iann hvessti augun beint framan í Voss og sagði svo: „Það er lygi!“ Hann endurtók það, að þetta væri lygi. En nú var ekki neinn sannfær- ingarkraftur lengur í orðum hans. Síðan hann fór að heiman, hafðf hann alltaf verið að reyna að rek* þetta úr huga sér. En hvað eftir ann- að hafði efinn komið eins og mann- ýgt naut og fleygt honum upp í loft ið á hornum sér. Nú var hann ekki lengur í neinum vafa. Hann þurrk- aði sér um ennið með handarbakinu. Hann hafði ratað í það, sem hann kunni engin tök á — kringumstæður, sem hann hafði aldrei fyrr reynt. „Eg nefði ekki átt að segja þér“, sagði Voss niðri á milli rekkjuvoð- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 761

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.