Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Síða 7
fyrir mér, svo að auðvitað hvarflaði þetta ekki að mér í neinni alvöru. Ég vissi sem var, að það hefði verið hin mesta skömm og lítilmennska í allra augum. Eitthvað blundaði ég Lítils- háttar undir morguninn, en vaknaði strax aftur við, að mér var hrollkalt. En himinninn var heiður og brátt yljaði sumarsólin og þerraði daggar- tárin af grængresinu, og ég varð hressari i bragði. Lágu nú alhr karlmennirnir og sváfu sem fastast. Einn þeirra komst samt brátt á kreik og virtist ekki hafa tekið mikinn þátt í gleðskap nætur- innar. Þótti mér vænt um, að þetta var AuSbergur minn frá Stritlu. Tókst honum ásamt dreng, sem var með í förinni, að smala saman hest- unum. En illa gekk að vekja karl- ana, og e_kki var búið að búa upp á hestana fyrr en komið var fram yfir hádegi. Nú var lagt af stað. Riðum við auðvitað gamla veginn upp hjá Mið- dal, þá var ekki um annan veg að ræða. Þegar komið var upp undir Mosfellsheiði fórum við stúlkurnar á undan lausríðandi ásamt tveim bændum í Efstadal í Laugardal, öldr- uðum manni og tengdasyni hans. Dá- lítið voru þeir rykaðir eftir nóttina, en báru sig vel og reyndust góðir samferðamenn. Dagurinn varð heitur og fagur. Ég var syfjuð og mér fannst heiðin löng, en hesturinn var góður, svo að unun var að sitja hann, og svo blöstu brátt Þingvalla- fjöllin við í allri sinni dýrð, og víst var um það, að ég varð barnslega hrifin, er ég leit í fyrsta sinni „djup ið mæta, mest á Fróni“. Ég hafði sem sé aldrei komið á ÞingvöU áður, og hafði einmitt ráðið mig austur með- fram í þeim tilgangi, að fá að sjá hina fögru og frægu staði Árnessýslu. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum Mér fannst það líkast ævintýri að ríða gegnum Almannagjá og sjá fjall'ið Skjaldbreið blasa við, og ég raulaði kvæði Jónasar fyrir munni mér og ljóð Kannesar Hafsteins; „Sjá roðann á hnjúkunum háu“, og: „Nú roðar á Þingvailafjöllin fríð“ eftir Steingrím. En vitanlega gafst mér enginn kostur á að skoða Þingvelli að þessu sinni. Bændurnir tvéir reyndust þó fróðir um örnefni og leystu vel úr spurningum mínum um nöfn fjalla og annað. Stundarkorn áðum við á Þingvöllum og tókum upp nestisbit- ana. Þá var það, að yngri bóndinn tók upp vasafleyg, saup á og bauð tengdaföður sínum. „0, farðu nú bölvaður, sagði gamli murinn. — Ég. hélt, það væri allt búið. Var að heyra, að hann hefði ekki ætlað að bæta á sig. En auðvitað varð hann að þiggja dropann. Héldum við svo áfram sem ieið liggur austm allt Þingvalla- hraun og var oft nðið greiti, og naut ég þess að sitja á góðum hesti Á Laugarvatnsvöllum áðum við góða stund. Hefi ég sjaldan orðið jafn gagntekin og af fegurð þessa áfanga- staðar. Iðjagrænir, viðir vellir, sem mínntu mig á þjóðsögurnar, þó að reyndar rynni þar engin mikil móða eins og stendur stundum i ævintýr- unum. Samferðamennirnír bentu okk ur á hellana í Reyðarbarmi og sögðu okkur frá manninum, sem hafði tek- ið sér þar bólfestu og búið í hell- inum ásamt konu sinni, og hafði hún al'ið þar barn. Ekki gat ég skoðað hellana í þetta skipU. Við héldum áfram austur Laugar- dalinn og fannst mér hann bæði fag- ur og búsældarlegur. Hinar stúlk- urnar urðu nú eftir á bæjum þarna í dalnum og loks var ég orðin ein með tengdafeðgunum frá Efstadal. Komið var langt fram á kvöld, er við riðum í gegnum Efstadalsskóg. Ég hafði vart séð lifandi skógarhríslur áður, þá var lítið um tré í görðum Reykja- víkur. Þótti mér skógurinn fagur og ljúf angan ilmbjarkanna. Við komum ekki að Efstadal fyrr en eftir lág- nætti. Húsfreyja klæddi sig upp úr rúminu og veitti hinn bezta beina. Man ég að hún bar meðal annars fram skyr og rjóma. Ég fékk gott og Morft yflr Þingvelli af eystrl barml Almannagjár, T I M 1 N N — SUNNUDAGSCLAÐ 775

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.