Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 17
I.
SÚ SKOPUN hefur löngum
veriö ríkjendi, að Indíána í
Bandaríkjunum hlyti að bí'ða það
hiutskipti í fyrirsjáanlegri fram-
tíð að deyja út, renna inn í þjóða
haf meirihiutans, glata menning-
ar- og erfðasérkennum sínum og
binda þanrsig enda á tilveru sína
sem sérstakra þjóðflokka. —
Þessi spédómur virðist þó ekki
á leið að rætast. Indíánum fer
þar mjög fjölgandi og þeir halda
fast við kjarna erfðamenningar
sinnar, þótt þeir um leið lagi sig
að mörgu, sem vestræn menn-
ing hefur upp á að bjóða.
Þegar landnám hvítra manna hófst
í Norður-Ameríku er taliS, að verið
hafi um 850.000 Indíánar á því
svæði, sem nú er Bandaríkin. Næstu
aldirnar fór þeim ört fækkandi, og
Eitt helzta elnkennið á trúarbrögðum
Indíána í Norður-Ameríku var, að þelr
héldu ú't í óbyggðirnar á unga aldri
og biðu vitrunar frá yfirnáttúruiegum
verum, sem síðan urðu persónulegar
verndarvættir etnstaklingsins. Hér á
myndinni sést Indíáni í leiðslu hlýða á
raust guðdómsins.
árið 1850 er talig að þeir hafi ekki
verið nema 250.000 að tölu. Eftir alda
mótin 1900 fer þeim hins vegar aft-
ur fjölgandi, og nú eru þeir opinber-
lega taldir annaðhvort 400.000 eða
450.000.
Vissir erfiðleikar eru þvi samfara
að telja Indíánana, því ber tölunum
ekki saman, og þær eru heldur ekki
nákvæmar. Einkum getur oft verið
vandasamt að ákvarða, hverjir séu
Indíánar og hverjir ekki. Lægri tal-
an, 400.000, er sú, sem Indíánamála-
stjórn Bandaríkjanna reiknar með.
Sú tala er fyrst og fremst miðuð við
þá, sem ríkisstjómin hefur ákveðnar
skyldur gagnvart, og hún hefur vissa
tilhneigingu til að vantelja frekar
en oftelja. Hærri talan, 450.000, er
sú tala, sem manntalsskýrslur greina,
og þar eru þeir taldir Indíánar, sem
annaðhvort teija sig vera það sjálfir
eða greinilegt er, ag séu það, þar eð
þeir búa í Indíánasamfélögum ásamt
öðrum Indíánum. En einnig þessi tala
mun vera of lág. Fjöldi manna, sem
eru Indíánar að kyni og búa að
hætti Indíána, eru ekki taldir Indí-
ánar á manntali, og liggja oft til þess
sögulegar ástæður.
Háskólinn í Chicago gekkst fyrir
nokkrum árum fyrir rannsókn á
Indíánum og lífi þeirra. og þar var
komizt að niðurstöðum, sem voru
talsvert frábrugðnar því, sem almennt
hefur verig talið.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru
í stuttu máli þær, að Indíánasamfé-
lögin væru sérstök og afmörkuð sam-
félög, sem færu stækkandi, og tækju
að vísu upp margt og mikið úr vest-
rænni menníngu, en löguðu það að
erfðavenjum sínum og fornum lifs-
háttum. Kjarni þjóðmenningar þeirra
lifði áfram meðal þeirra og virtist
sízt á undanhaldi. Fjöldi Indíána tald
ist vera 620.000 miðað vig árið 1950.
Þessi rannsókn staðfesti þær nið-
urstöður, sem ráðstefna þjóðfélags-
fræðinga og manna, sem haft höfðu
náin kynni af Indíánum, hafði komizt
að fáeinum árum áður. Þeirri ráð-
stefnu var ætlað að taka til meðferð-
ar þá föstu skoðun, að óhjákvæmilegt
væri, ag Indíánar Bandaríkjanna
löguðu sig að eðlilegu lífi íbúanna og
hyrfu úr sögunni sem sérstök sam-
félög og ættbálkar. Mjög var þýð-
ingarmikið að þetta efni skyldi tek-
ið upp, því að Indíánastefna Banda-
ríkjanna hefur nær alltaf haft þessa
skoðun fyrir grundvallarforsendu og
verig reist á henni. En ráðstefnan
var gagnrýnin á þessa skoðun. í
niðurstöðum hennar segir meðal ann
ars:
„Flestir Indíánahópar í Bandaríkj
unurn hafa eftir meira en hundrað
ára samskipti við evrópska Ameríku-
menn og þrátt fyri. mikinn þrýsting,
bæði beinan og öflugan, enn ekki
fallið inn í þjóðina í þeim skilningi,
að þeir hafi glatað skilningi á sér-
stöðu sinni og tekig að fullu upp
amerískan hugsunarhátt og atferli-
venjur . . . Þrátt fyrir ytri þrýsting
og innri breytingar, munu flestir Indí
ánahópar, sem búa á Indíánasvæð-
um (landi, er þeir telja heimaland
sitt) halda áfram óendanlega rð vera
sérstakar hjóðfélagsheildir, sem varð-
veita grundvallarlífsviðhorf sín, per-
sónuleika og indíánska lifnaðarhætti,
en laga sig stöðugt. oft yfirborðs-
kennt, ag efnahagslegum og stjórn-
málalegum kröfum stærra þjóðfélags-
ins“.
Mörg rök hníga að þvi, að þessi
niðurstaða sé rétt. Enn er lifandi að
núnnsta kosti helmingur þeirra 300
tungumála, sem menn ætla, að hafi
verið töluð norðan Mexikós á landa-
fundatímanum, og fjölmörg Indíána-
börn hefja skólagöngu sína án þess
ag kunna stakt orð í ensku. Enn er
við lýði ættarkerfi og fornar reglur
um sifjar og erfðir, iðulega samhliða
hinu opinbera vestræna ættarkerfi
og landslögum. Margir Indíánar, sem
á ytra borði lifa sama lífi og aðrir
taka þátt í lífi ættbálksins og gegna
þar ýmsum störfum, bæði trúarleg-
um og félagslegum.
Með þessu er ekki sagt, að bilið
milli Indíána og hvítra manna fari
ekki minnkandi eða geti ekki farið
minnkandi. En full aðlögun virðist
eiga fjarska langt í land og óvíst, að
hún náist nokkurn tíma, enda vafa-
samt, hvort hún sé æskileg. Persónu
leiki Indíána virðist það sterkt mót-
aður, ag honum verði ekki breytt í
einni svipan, þrátt fyrir margháttaða
ytri aðlögun. Rannsókn var fyrir
nokkrum árum gerð meðal Ojibwa-
Indíána, sem dreifðir eru yfir mikið
svæði, umhverfis vötnin miklu í
Bandaríkjunum og Kanada og standa
á ýmsum stigum aðlögunar við vest-
ræna siði. Tilgangurinn var sá að
reyna að komast að því, hvert sam-
band væri milli ytra atferliskerfis,
FYRRI HLUTI
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
785