Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Page 20
í virkinu. sem Pontiac settist þá um.
Næstu daga greip hver Indíánaætt-
bálkurinn á fætur öðrum til vopna og
fjöldamörg viggirt virki féllu í hend-
ur þeirra. Um önnur var setið eins og
Detroit. Þetta ófrið'arástand stóð þar
til í októberlok, en þá varð Pontiac
ljóst, ag engrar aðstoðar var að
vænta frá frangka ríkinu, og hann
fór að dæmi margra Indíánaættbálk-
anna, sem höfðu haldið heim eftir
fyrstu sigrana. Hann kom sér á brott.
Uppreisnarfréttimar bárust til
Lundúna, en þar sátu stjórnarherr-
arnir og reyndu að móta og samræma
stefnu sína gagnvart Indíánum vest-
an hafs 7. október 1763 undirritaði
konungur yfirlýsingu, þar sem rétt-
ur Indíána til lands síns var viður-
kenndur og skilgreint í hverju hann
væri fólginn. Meginatriði yfirlýsing-
arinnar voru þessi: 1) Indíánar voru
taldir eiga rétt til að nytja land sitt
án áreitni. og landamæri milli lands
þeirra og nýlendnanna voru dregin
um Appalachian vanskilin, 2) Mönn-
um, sem setzt höfðu að á Indíána-
landi, annaðhvort af ráðnum hug
eða óvart, var skipað að flytja sig
þaðan * af4»ir 3) Engin landakaup
skyldu vera gild framvegis nema þau
hefðu verifi gerð á opnum fundi full-
trúa rikisstjórnarinnar og þeirra Indí
ána, sem hagsmuna áttu að gæta.
Með þessari yfirlýsingu voru Indí-
ánum tryggð viss réttindi og yfirvöld
in reyndu að sjá svo um, að farið
yrði eftir lienni. En ógerlegt var að
standast brýst’nginn vestur á bóginn
í desember 1773 var talið að 60.000
landnemar væru setztir að í Ohio og
ári síðar yfirgáfu Indíánamir það
landsvæði að urdangenginni blóðugri
styrjöld. Ákvæðið, að Appalachian-
vatnaskilin skyldu vera landamæri,
var orðið úrelt með öllu.
III.
Bandaríki Norður-Ameríku lýstu
yfir sjálfstæði sínu 4. júlí 1776, og
hin nýja þjóð reyndi í upphafi að
gýna Indíánum varkárni og egna þá
ekki upp að óþörfu. Árið 1777 reyndu
tveir landbraskarar að semja við fró-
kesaþjóðimar um land í nafni Banda-
ríkjanna, en því var óðar lýst yfir
að þessir menn væm stjórninni óvið-
lYoma.ndi. og þjóðunum sex var send
yíirlýsing um, að þeir hefðu verið í
Algeru heimildarleysi. Tveimur árum
síðar fóm landnemar yfir Ohiofljót
og aettust þar að á Indíánalandi. Her-
vcringi setuliðsins í Pittsburg tók þá
tWSer höndum og flutti þá aftur aust-
ur yfir fljótið, og þau hús, sem þeir
veru búnir að reisa, voru brennd til
grnnna. Þingið samþykkti viðvörun
tíl landstjóra Virginíufylkis, þar sem
fconum var lagt á herðar að sjá um,
að þetta endurtæki sig ekki.
Árið 1779 vom meginreglur yfir-
lýsingarinnar frá 1763 teknar upp í
ályktun þjóðþingsins, þar sem sagði,
að enginn mætti kaupa land af Indi-
ánum, hvorki af einstaklingum né
þjóðum nema Bandaríki Norður-Ame-
riku eða með samþykki þingsins. Fá
um áram síðar, þegar stjórnarskrá
rikisins hafði verið samþykkt, var
þetta atriði tekið upp í lög.
Þegar styrjöldinni við Breta var
lokið, og borgarar hlnnar nýju þjóð-
ar gátu farið að sinna eigin málum,
jókst þrýstingurinn vestur á bóginn.
Stórir hópar landnema komu yfir
fjallaskörð og þeir sigldu niður eftir
öllum ám og lækjum, sem féllu í
vesturátt. Þessa stórsókn gat ríkið
ekki látið afskiptalausa, og árig 1787
samþykkti þingið reglugerð um skipu
lagning landnáms á norðvestursvæð-
inu. Þar voru ákveðnar aðgerðir tU
að létta undir með landnám og ýta
undir stofnun nýrra fylkja, sem síð-
an gengju í Bandaríkin. En í þess-
ari reglugerð voru einnig ákvæði,
sem áttu að tryggja, að ekki yrð'i
gengið á rétt frumbyggjanna. Þar
sagði: „Indíánum skal ávallt sýna
hinn mesta trúleika. Land þeirra og
eignir skal aldrei frá þeim taka, nema
með samþykki þeirra sjálfra, og aldr
ei má ganga á eða vanvirða eignir
þeirra, réttindi og frelsi, nema í rétt
látum og löglegum styrjöldum, sem
þjóðþingið stendur að. Öðra hverju
skulu sett lög, grundvölluð á rétt-
læti og mannúð, tll þess að hindra,
að þeir séu beittlr misrétti, og til
þess að 'dðhalda friði og vlnáttu við
þá“.
En Indíánarnir voru orðnir hvekkt
ir á faguryrtum yfirlýsingum. Þeir
snerust til varnar og á næstu árum
áttu sér stað landamæraskærur um
nær allt svæðið frá Mexíkóflóa í suðri
til vatnanna miklu f norðri. Leiðtogi
Shawnee-Indíána, Tecumseh, vann að
því að sameina alla ættbálka um
mitt landið í reglulegan varnarher,
en honum lenti saman við liðssveitir
Bandaríkjamanna, áður en honum
hafði tekizt það áform til fullnustu,
og beið ósigur við Tippeoanefljót. Sá
ósigur varð til þess, a^ Indíánum
tókst aldrei að sameina krafta sfna
gegn landnemunum, en hefði þeim
tekizt það, er efalaust, að landnámið
hefði kostað miklu fleiri mannslíf
og skakkaföll en það gerði.
Þeir menn, sem mestu réðu um
Indíánastefnu Bandaríkjastjórnar
fyrstu áratugina, voru yfirleitt þeirr
ar skoðunar, að Indíánar hefðu á-
kveðin réttindi, sem bæri að virða,
og þeir töldu, að stefna bæri að því,
að fá frumbyggjana til að laga sig að
þjóðfélagi hvítra manna og sætta sig
við sambýli þeirra. Meðal þessara
manna var Henry Knox, hermálaráð-
herra Washingtons forseta og fyrsti
Indíánafulltrúi Bandaríkjastjórnar. —
Hann taldi Indíánana vera skýlausa
eigendur landsins, þar eð þeir hefðú
lifað á því áður en Evrópumenn komu
til sögunnar, og ekki væri hægt að
svipta þá landinu, nema með samn-
ingum eða sigri í réttlátri styrjöld.
Það væri gróft brot á grundvallar-
lögum náttúrunnar að svipta þá rétti
sínum á nokkrum öðrum forsendum.
Knox taldi, að ekki bæri að beita
Indíána hörðu eða reka þá á brott
með valdboði. Vel væri hægt að kom-
ast yfir land þeirra á friðsamlegri
hátt. ,,Um leið og byggð hvítra
manna færist nær þeim landamærum,
sem samningarnir ákveða, munu þeir
draga úr veiðunum, og þar eð landið
er Indánum aðeins verðmætt sem
veiðiland, munu þeir fúsir til að
selja frekari spildur fyrir lítið endur-
gjald“.
Knox taldi, að stöðu Indíána innan
landamæra ríkisins þyrfti að ákvarða
betur en gert hafði verið. Árið 1789
segir hann í skýrslu, sem hann sendi
Washington forseta: ,,Nú er kominn
tími til þess, að teknar séu upp frjáls
lyndar réttarfarsreglur gagnvart þeim
ýmsu Indíánaættbálkum, sem eru inn
an landamæra Bandaríkjanna”. —
Samning þeirra reglna og skilgrein-
ing á réttarstöðu frumbyggjanna beið
þó næstu kynslóðar.
Á fyrri hluta 19. aldar hóf Georg-
íufylki aðgerðlr tll að losa sig við
Cherokee-Indíánana, sem bjuggu inn
an landamæra fylkisins. Árin 1828
og 1829 samþykkti löggjafarþing fylk
isins, að Iand Cherokeea væri hluti
Georgíu og þar skyldu gilda lög fylk-
isins, en ekki lög Indíánanna sjálfra.
Þegar þetta gerðist höfðu Cherokeear
lagt sig mjög fram við að taka upp
háttu hvítra manna og laga sig að
verkmenningu þeirra. Tungumál
þeirra hafði verið fellt að stafrófi, og
þeir höfðu nýlega hafið útgáfu á
fréttablaði, sem var undir ritstjórn
þeirra sjálfra. Árið 1827 höfðu þeir
sett sér ritaða stjórnarskrá, og var
í henni mælt fyrir um þing í tveimur
deildum, dómstóla og lagabálka. —
Nýja Testamentið hafði verið þýtt á
tungu þeirra, og þeir höfðu sett á fót
eigin skóla. Atvinnuháttum sínum
voru þeir sem óðast að breyta og
voru farnir að taka upp akuryrkju á
vestrænan hátt.
Meðal annars af þessum sökum
voru Cherokeearnir ófúsir að verða
við kröfu Georgíufylkis, og málið
kom fyrir dómstóla. Fyrst þurfti að
fá úr því skorið, hver væri staða
Indíánaþjóðar gagnvart lögum Banda-
ríkjanna. Stjórnarskráin heimilaði.
að erlent ríki gæti höfðað mál gegn
einhverju fylkjanna, en voru Chero-
keearnir erlent ríki?
Árið 1831 kvað John Marshall
hæstaréttardómari upp úrskurð sinn,
en dómarar bans og dómsforsendur
T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ