Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Side 22

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Side 22
Jackson forseti hafði heitið, að skyldi (vera þeirra ,,svo lengl sem gras grær og vötn falla til sjávar“. Á nokk um hluta þessa lands voru fluttir Indíánaættbálkar úr norðurríkjunum, en meginhluta þess var skipt niður á milli hvítra bænda til ræktunar. Þeirri skoðun, sem Andrew Jack- son hafði haldið fram, að samninga- gerð við Indíána væri skripaleikur, sem bæri að I^ggja niður, óx sífellt fylgi. Á áiunum eftir borgarastyrjöld- ina kom til ágreinings milli þingdeild- anna um það mál. Samkvæmt stjórn- arskránni skyldi forsetinn gera samn inga fyrir hönd ríkisins með sam- þykki öldungadeildarinnar, en full- trúardeildin taldi, að öldungadeildin hefði farið illa með þetta vald sitt í málefnum Indíána og krafðist að vera með : ráðum. Þessi ágreiningur var meira en togstreita milli deild- anna um hvor skyldi gera samning- ana, fulltrúadeildin vildi láta hætta samningagerðinni með öllu. Einn þing manna mótmælti því, ag Indíánar væru viðurkenndir sem eigendur landsins. „Þeir hafa aldrei átt neitt land“, sagði hann. „Þeir voru ræn- ingjar og villimenn. Þeir áttu aldrei og gátu ekki átt land. Þeir gátu ekki skilið, hvað það var að eiga land“ Og annar þingmað'ur taldi samninga vijs þá vera slíka hneisu, að hann lagði til afi orðunum „svo kallaður" yrði bætt við, hvenær sem „samning- ur“ væri nefndur í þingskjölum. En Indíánarnir voru ekki með öllu án málsvara Einn öldungadeildar- þingmaður sagði í ræðu um málið: „Þegar vér vorum veikir og Indíán- arnir öflugir, þótti oss gott, að geta gert samninga við þá og uppfyllt þá samninga. Nú höfum vér orðið vold- ugir og þeir veikir, en það sæmir ekki þessari þjóð að snúa við blaðinu og traðka á rétti þess veika“. Fulltrúadeildin hafði sitt fram. — Eftir tveggja ára látlausar umræður í öldungadei'ldinni komst hún að þeirri niðurstöðu. að engin nauðsyn væri til þess að gera samninga við Indíána, öll samskipti við þá væri hægt að ákvarða með lögum, og það væri enda mun tryggara að fela báð- um þingdeildum mál Indíána í sam- einingu en öldungadeildinni einni. Og f þeim lögum, sem þá voru sam- þykkt um málið, segir: „Héðan i frá skal engin Indíánaþjóð eða ættbálk- ur innan landamæra Bandaríkjanna. njóta viöurkenningar sem sjálfstæð þjóð eða ríki, sem Bandaríkin get gert samninga við“. Þetta var árið 1871, Og «lðan hefur það verið stefna Bandaríkjastjórnar að semja ekki við Indíána, heldur setja lög um mál þeírra, oft án samráðs við þá og án þess aff spyrja þá álits. GLETTUR FerSalag sonarins Á PRESTSKAPARÁRUM Finns biskups Jónssonar í Reykholti, bar það við, að hann primsigndi barn. — Gömul hjón héldu barninu undir sign ingu. Prestur spyr, í hvers nafni barn- ið sé skirt. „Föður og andá“, svöruðu þau. „Hvar er þá sonurinn?" spyr prest- ur. Kerling svarar: „Sonurinn — hann fór ofan að Sturlureykjum að leiða kú“. Guðs náS og sála biskupsins Hannes biskup Finnsson vísiteraði á Stóra-Núpi, er Jón Brynjólfsson Thorlacius bjó þar. Skoðaði hann að venju kirkjuna, kannaði eigur hennar og athugaði reikningana. Sá hann þá, að hlaupið hafði verið yfir opnu í reikningabókinni og skrifaði í hana: „Allt, sem í þessa opnu er skrifað, skal vera ógilt og ómerkilegt“. Þegar biskup hafði þetta skrifað, tók Jón pennann og bætti við: „Guð veri sálu herra biskupsins, Hannesar Finnssonar, náðugur á sið- asta degi“. Eins söknuðu þeir Séra Árna Halldórssyni í Grímsey var veittur Stærri-Árskógur, og sett- ist hann að í hinu nýja brauði sínu árið 1810. Sóknarbörnunum féll prýð- isvel við nýja prestinn, og rómuðu þau ræður hans og embættisfærslu alla. Þó var einn ljóður á ráði hans, er.da verður sjaldnast á allt kosið. Bændur forðuðust þó fyrst í stað að vikja að þessu við prest, en þegar þeir fóru að kynnast honum betur, sögðu þeir honum eins og var: Þeir söknuðu þess, að hann skyldi aldrei vera góðglaður vig guðsþjónustu, svo sem verið hafði háttur gömlu prest- anna. Endurleyst af frelsaranum EINAR EIRÍKSSON og Sunnefa Þorláksdóttir bjuggu í Hrunakrók i Hreppum. Var hispursleysi Sunnefu mjög á orði haft þar eystra. r mmm ........................ Lausn 74. krossgátu Eitt sinn leituðu Flóamenn í fjall- ferð gistingar í Hrunakróki, og var búið um þá í flatsæng á baðstofu- gólfinu, því að húsakynni voru ekki rífleg. Þegar allir voru komnir til náða, heimamenn og gestir, minnist Sunnefa þess, að hú^ þurfti ag ná í eitthvað, er geymt var á hillu yfir rúmi því, er var gegnt hjónarúminu. Rís Sunnefa upp alstrípuð, því að þá berháttaði fólk að jafnaði. En með því að hún vildi síður stíga ofan á gestina, er lágu á gólfinu, en mjótt á milli rúmanna, tekur hún þag til bragðs, að hún glennir sig stokka á milli, svo aðhún geti seilzt á hillu. Einari gamla gazt ekki alls kostar að þessum aðförum húsfreyju uppi yfir næturgestunum. „Hvernig er þér varið, manneskja?" segir hann í umvöndunartón. Sunnefa hnussaði: „Hu — ef þeir sjá nokkuð, þá sjá þeir ekki annað en það, sem gug hef- ur skapað og frelsarinn endurleyst“. „Einn er hjá mér“ SÉRA Gunnar Pálsson í Hjarðar- holti stóg í stólnum og fjölyrti um syndir mannanna. En þær voru svo sem ekkert fágæti: „Víða er pottur brotinn", sagði prófastur. Nefndarbóndi, Brynjólfur Jónsson í Ljárskógum, sat við altarishornið og var nokkuð við skál. Hann vakn- aði sem af draumi, þegar prófastur vék að hinum brothættu pottum, rykkti upp höfðinu og svaraði stund- arhátt: „Þag er satt, séra Gunnar — einn skrattinn er hjá mér botnlaus úti í smiðjuglugga" o«n 790 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.