Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Síða 11
um, og cná segja, aö árin eftir hana hafi komið afturkippur í allar fram- kvæmdir. Aðalbyggingarframkvæmd- ir hafa vcrið frá lokum síðari heims- styrjaldar, ekki síður útihúsabygg- ingar en íbúðarhúsa. Ýmsir byggðu bó íbúðarhús á árunum 1920—1930, en þó áttu margir bændur í erfiðleik- um og voru svo gerðir upp árið 1934, Var það mikið áfall. Þegar því var lokið, fóru menn að rétta vig andlega. Mestar breyt'ingar á þessum málum urðu um og eftir síðari heimsslyrjöldina. Það má segja, að þessi ár hafi verið sótt upp á við, stig af sligi, án þess að í baksegl slægi, ef á heildina er litið. En marg- þæt' er reynsla þeirra. sem lifað hafa báða" styrjaldirnar og þær kreppur, sem þeim fylgdu. Inpiiytjeadur og húsfreyjur Hingað flyzt aðallega kvenfólk. Síð- ustu 20—30' árin hafi f'lutzt hingað í sveitina um það bil þrjátíu hús- freyjur, en aðeins einn eða tveir karl- menn. Um það bil hel'mingur hús- freyja í sveitinni er innfluttur, en þó vantar fleiri. Hvað kísilgúrverk- smiðjuna áhrærir, vil ég fátt segja Ég er ekki svo kunnugur þeim mál- um. En það er látið ve! af hráefn inu, þótt dómai þar um séu ekki sam- hljóð'a. Skilyrði eru ekki fullrannsök- uð og óreynt, hvort vinnan borgar sig og þess vegna óvíst um árangur. -— Nei, við hlökkum ekki t'il að fá svo stóra bylgju aðkom’ufólks í sveitina Þegar íbúatal'an vex um þriðjung, hljóta ag fylgja þeirri aukningu ýms ir ammarkar Félagsmá! í sveit og sýsla Ja — ég hef nú fyrst og fremst verið bóndi, æn ýmis störf hafa hlað izl á mig i sveit og héraði Þó hef ég ekki verið hreppstjóri eða hunda hxeinsunarmaður, en það segi ég nú í gamni. Miklar frátafir frá búskapn um eru af þessum störfum. Svo eru þau lítt launuð eða ekki, þannig að vart borgar sfs, að kasta niður verki þeirra vegna. Hér áður fyrr var auð veldara að f'á fyrir sig fóik og auð veldara að greiða því fyrir yinnuna Oddvitastarfið hefur verið um fangsmest. Endurskoðandastarfið hjá K.F.Þ. tekui tíma, en er tímabundið. Ég hef verið um tuttugu ár í sýslu nefnd og var í yfirskattanefnd þau fjörutíu ár, sem hún starfaði, frá 1921—62. Ju, — ég var líka í skóla nefnd. Þetta eru ómök, en ég kvarta ekki í sjálfu sér. Þó hef ég, eklci ástríðu til þess að vasast í málum annarra. PeDÍngasjónarmið Tímarnir breytast og fólkið með. Án þ&ss að áfellast foreldra yngri kynslóðarinnar, finnst mér peninga- TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ sjónarmiðin of ríkjandi hjá ?S5kI í dag. Bókstaflega allt er metið til fjár. Hér áður fyrr sættu ung hjón, sem voru að hefja búskap, sig vig að byrja með eina kú og fáeinar kindur og hús- mennsku fyrstu árin. Landbúnaðarvandamál Það er sksmmt til endans, ef enginn ekur við. Það fyrirkomulag, sem nú .tíðkast á skiptingu jarða milli systkina, ger- ir það að" verkum, ag þeim, sem vill taka við, er gert það ókleift, þar eð hann veröur að leysa út systkin sín, og það vill verða flestum fullerfitt. Ég veit mörg dæmi þess, enda sanna opinber uppbog þetta bezt. Það er ekki hægt að skipta upp jörðum enda- laust. Ætteróðu! Ég hef með samþykki barna minna gert þessa jörð að ættaróðali, en það leysir þá, sem taka við, undan að þurfa að snara út þvi, sem jörðinni fylgir. Það er fullerfitt að taka við samt. Jarðeignamál eru því með þeim vandameiri, sem landbúnaðurinn á við að stríða. Ag gera jörð að æltaróðali er vitanlega fórn fyrir erfingja, þegar til skipta kemur, ef arfur er til skipta. Um Þorgils gjallanda Jú, Þoi'gils gjallandi bjó hér á næsta bæ, Lit'lu-Strönd. Hann var eng- inn meðalmaður. Þorgils var sérkennilegur í tali, dulur að eðlisfari, þó mest við ókunn- uga. Hann var fátækur, rétt sjáif- bjarga. Sparsamur og athugull, en aldrei örþrota. Já, hann var merki- legur nágranni, lét mikið t'il sín taka ; félagsmáhm- og tók þá höndum saman við þá yngri. Ótregur var hann að tala á íundum, ýmist las hann upp sögur eð'a flutíi almenna tölu, en aldrei var hann langorður. Hann var leiðbeinandi og virtist glöggur, okkur, sem ólumst upp nærri honum. Maður kynntist honum bezt á ferðaí'ögum. Hnnum fór vel að vera hreifur af víni. Hann gaf sig þá meira fram, en annars var hann laus við drykkjuskap. SöngSíf og fleira Ég hef ekki lit'ig á mig sem braut- ryðjanda, en starfað að því, er fyrir hefur legið og mér verið falið. Ekki er ég kirkjurækinn, en hér hefur var- ið fríihyggja í trúmálum og umburð- arlyndi gagnvart þeim, enda fer bezt á því að hafa frelsi í þeim málum sem öðrum. Þó ber ég fulla virð'ingu fyrir kirkjulífi. Hér hefur miklu verið fórnað fyrir söngiífið, má þar nefna karlakórinn, tvo kirkjukóra og almennan söng, sem stendur á göml'um merg. Menn voru snemma vandir á að taka lagið. Sönglífið hefur sett einna mestan menningarbrag á sveitina. Æf- ingar eru í>trúlega vel sóttar, þótt mikið þurfi fólkið á sig a^ leggja. til dæmis næturæfingar eftir strangan vinnudag. En það er eins og menn finni ekki til þess, hve mikið fer í þetta. Þótt ég vanmeti ekkj margvís- leg félagsmál og menningarmál, finnst mér það vera sönglífið, sem ber alveg sérstakt vitni urn menningar- brag. AtJ lokum Nei, á þing hel'ði ég ekki farið, þótt til hefði komið og minnzt verið á framboð. Eg hefði ekki sætt mig við að vera tijól i þeirri vél. R. 803 œziseegm, \ N/ESTA ELABS MUN MEÐAL ANNARS BIRTASTi Frásögn nm Víðidal í Stafaíellsfjöllum og bygg? fjar. — Hún er undanfari greina, sem HeJgi Ein- arsson, fyrr bóndi í Melrakkanesi, hefur skrifaÖ, en hann dvaldist í VíÖidal á bernskuárum sínum. Þáttur um GyÖimgaofsóknir í svartadauÖa og bændauppreisnir í Frakklandi og Englandi, þegar „vitlausi presturinn frá Kent“ boÖaÖi þjóÖfélag jafnréttis og bræÖralags. Grein eftir Gunnar í Grænumýrartungu um erf- iÖa ferÖ suÖur yfir HoItavörÖuheiði.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.