Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 3
bólgnar ár, Makastokknir menn,
sýlaðir hestar. Hvað eftir annað
skaut upp í huga hennar minn-
ingum um Grána — elskaðan reið-
hest hennar, sem nú hafði fyrir
skcmmu verið felldur vegna aldurs
Hann hafði aldrei brugðizt, hvað
sem honum bauðst, og það var
andvaka konunni mikil fró að
hugsa um hann. Traustir hestar
voru mikils virði þeiim, sem í
kröggum lentu, og mikil var þakk
arskuld manna við hest sinn. —
Gráni hafði að sönnu aldrei verið
notaður í leitir, en eigi að síður
sungu nú í eyrum Sesselju orðin,
sem Vigfús hafði látið falla urn
hann í banalegunni.
Hríðinni létti, og þremenning-
arnir komust heilu og höldnu með
hesta og fé til byggða. En Sess-
elja á Jökli hélt áfram að hugsa
um aðbúð manna og hesta á fjöll-
unum, þegar Norðri læsti þau
klóm sínum á haustdögum. Og sú
hugsun þróaðist með henni að
reisa Grána sínum minnisvarða
með þeim hætti að koma þar upp
sæluhúsi, er menn og skepnur
gætu leitað athvarfs í, þegar á
bjátaði. Það átt'i þó nokkurn að-
draganda, að hún hæfist handa.
En Sesselja var ekki kona, sem
gleymdi því á morgun, er henni
var í huga í dag. Hún hugsaði sitt
ráð vandlega, og haustið 1919 tók
hún að leita samskota til sæluhús-
byggingar. Vafalaust hefur hún
gengið að þessu af mestu elju, því
að hún fékk 760 krónur í sjóð
sinn á fáum mánuðum. Voru
drýgst framlög sveitunga hennar
í Saurbæjarhreppi, svo sem að
líkum lætur, en einnig kom henni
fé úr Hrafnagilshreppi, Önguls-
staðahreppi, af Akureyri og jafn-
vel austan úr Þingeyjarsýslu og
vestan úr Skagafirði. Margir, sem
fregnuðu, hvað Sesselja ætlaðist
fyrir, vildu leggja nolckuð að
mörkiun. Það sannast hér Sem
oftar, að sigursæll er góður vilji.
Það hafði verið ákveðið, að
sæluhúsið skyldi reist í réttar-
hvamminum við Geldingsá. Þar
var eðlilegur gististaður manna
í fjárleitum; þar voru góðir hagar,
og þar höfðu þeir hafzt við, Jón,
sonur hennar, og félagaf hans,
haustnóttina nöpru, sem varð
kveikjan að þessari hugmynd. Og
þetta átti að vera svo rúmgóður
kofi, að þar kæmust fyrir jafn-
margir menn og hestar og gera
máiti ráð fyrir, að þar þyrftu
húsaskjóls í fjárleitum,
Peningar þeir, sem fengust í
fyrstu lotu, nægðu að sönnu ekki
tll þess að greiða allan kostnað.
En eigi að síður þótti nú fært að
hefjast handa um efniskaup og
annan undirbúning, því að þess
var að vænta, að vinna gæfist og
meiri peningar reyttust saman, þeg
ar á reyndi. Jón Vigfússon rissaði
því upp teikningu, og síðan voru
fest kaup á viði.
Nú lét Sessel'ja skammt st'órra
högga á milli. Hún samdi við Að-
alstein á Jórunnairstöðum, einn
þeirra, er lenti í hríðinni haustið
1916, um að aka viðnum fram á
svonefndar Hafráreyrar um vetur-
inn, og er því var lokið, sendi hún
á vettvang hóp ungra manna úr
nágrenni við sig til þess að draga
viðinn á skíðasleða upp Hafrár-
gil og fram á miðjan Hafrárdal.
Var það nokkuð erfiður dráttur og
kom út svitanum á piltunum. En
ekki stoðaði að víla. Undir sumar-
málin kom svo kempan Hjálmar í
Hólsgerði til skjalanna og flutti
allan viðinn á hestsleða upp á
vörðu þeirri, sem nefndist því hái
heilaga nafni, Sankti Pétur, og
stendur uppi á hábrúnVatnahjalla.
f henni er sæti á móti suðri — eða
er of djarft að nefna það altari og
ætla það eiga upphaf sitt að rekja
mörg hundruð ár aftur í tímann
til þeirra daga, er þeir vegfarend-
ur gerðu dýrlingum bæa — þeir,
sem suður fóru Eyfirðingaveg, áð-
ur en þeir lögðu á öræfin — hinir,
sem sunnan komu, þegar þeir voru
sloppnir heilir á húfi norður yfir
og sáu niður í framdali Eyja-
fjarðar.
Snjóal'ög voru mikil í Eyjafirði
vorið 1920 og tíð óstillt. Sunnu-
daginn 9, maí var þó veður dátt að
morgni, sólskin og hlýindi. Héldu
þá tveir synir Sesselju, Jón og
Vigfús, upp á Vatnahjalla, ásamt
Hjálmari í Hólsgerði. Voru þeir
með t'vo hestsleða, og á þeim óku
þeír viðnum suður fjallið og yfir
svonefnd Urðarvötn á ísi. Komust
þeir um kvöldið suður að Geld-
ingsá með efniviðinn, en þá var
kominn norðangarður með hríð.
Varð því harðsótt heim með veðrið
í fangið. En efniviðurinn var þó
kominn alla leið.
Nú var það eitt eftir að koma
húsinu upp. Sesselja mun hafa
sótt sitt mál fast, en samt sem
áður varð drátt'ur á því, að hús-
byggingin hæfist. Menn, sem veitt
höfðu henpi ádrátt um að standa
fyrir smíðinni, brugðust þegar á
reyndi. Þar að auki var leysing
mikil á fjallinu fram eftir sumri
og torfæri.
En hún hélt áfram að þreyta
róðurinn. Sunnudaginn 12. júlí
sendi hún Jón, son sinn, á vett-
vang við fimmt'a mann, og hafði
það orðið að ráði, að hann skyldi
standa fyrir byggingunni.
Þeir félagar hófust þegar handa
í réttarhvamminum, ristu torf,
báru að grjót og telgdu við. Hlóðu
þeir veggina úr torfi og grjóti, og
var tóftin níu álnir á lengd, en
fimm álnir á breidd. í suðurenda
hússins gerðu þeir upphækkaðan
bálk, þar sem svefnrými var fyrir
fjóra menn, og afmörkuðu hann
með grindum. Fyrir framan þær g
rúmuðust átta hest'ar. Þegar sperr- S
ur höfðu verið reistar, negld á þau gf
langbönd og gengið frá þaki að 9
viðum til, tyrfðu þeir það vel og 9
vandlega. En allri vikunni urðu i
þeir fimmmenningarnir að fórna 3
— það var kominn laugardags- H
morgunn, er verkinu var lokið, og i
mun þó ekki hafa verið siórað 1
eða grannt að því hugað í langdeg- 1
inu, hve margar klukkustundir S
voru sólarhring hvern.
Sjáifsagt hafa margir verið farn- i
ir að bera út, þegar Jón Vigfússon |
Frsmhald á 910. sí5u.
Koflnn í hvamminum við Geldingsá.
T í M I N N — í UNNUDAGSBLAÐ
891