Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Page 13
Maðurinn, sem les rúnlr frjókornanna I jarSveglnum. Mnuritum, svo sem síðar getur. Hér á landi hefur fremur Htið ver- ið unnið að frjórannsóknum, og höf- um vig staðið langt að baki grann. þjóðunum í þessari grein, og verður víst svo enn um sinn. Það fyrsta, sem birtist um frjógreiningu hér á iandi, var um frjórannsóknir, er Si'g- urður Þórarinsson (1944) gerði í sam- bandi við uppgröft eyðibýlanna Skalla kots og Stangar í Þjórsárdal. En áð- ur hafði Sigurður gert frjógreiningu á mýrarsnlði í grennd við Akureyri. Auk þess hafa birzt tvö frjólí-nurit úr íslenzkum mýrum unnin af finnska jarðfræðingnum Veikko Okko, og eitt Hnurit, sem þýzkur grasafræðingur, Herbert Straka. gerði. Síðan 1954 hefur sá, sem þetta ritar, unnið nokk- uð að frjórannsóknum í íslenzkum mómýrum. Mun hér á eftir getið nokkurra helztu niðurstaðna þessara rannsókna og þó einkum þeirra, er snerta landnámið og sögulegan tíma (Þorleifur Einarsson 1957, 1961). Samkvæmt frjórannsóknum í ís- lenzkum mómýrum virðist mega skipta gróðurfarssögu íandsins frá því, að jökla leysti af landinu fyrir 10—15000 árum og fram til vorra daga, í fjóra kafla eða skeið. • Elzta skeiðið eða síðjökultíminn hófst, er jökulskjöldinn, sem huldi landið að mestu á siðustu ísöld jöikul tímans, tók að leysa. Farg ísskjald- arins hafði þrýst landinu allmikið nið- ur. Um leið og jökla leysti af láglendi, fylgdi sjór jökulröndinni eftir, enda hækkaði um líkt leyti mjög í heims- höfunum vegna hins mikla leysingar- vatns, sem baettist í þau á þessum tima. Hæstu sjávarmörk sunnanlands eru í um 110 m hæð, en annars stað- ar víðast í 40—50 m hæð yfir núver- andi sjávarmáli. Segja má, að % allra byggðra býla hér á landi standi á þessum forna sjávarbotni. Landið reis síðan smám saman úr sjó, og fyrir um 9000 árum var haf- flöturinn kominn niður fyrir núver- andi sjávarmál. Sjávarmál hélzt síð- an óbreytt að mestu i nokkur þúsund ár, og það er ekki fyrr en á síðustu érþúsundum, að það tók að breytast að nýju, þ. e. landið fór að síga. Þetta landsig er enn í gangi, svo sem sjá má af fjörumó víðs vegar með ströndum fram. Eins og áður gat, er líklegt, að á slðustu ísöld hafi nokkur svæði ver- ið íslaus, einkum norðanlands. Á þess um svæðum er talið, að um helming- ur íslenzku flórunnar hafi hjaonað af fimbulvetur síðustu ísaldar. En einnig munu ýmsar plöntur hafa bor- izt yfir hafið á síðjökultíma. íslenzka flóran telur nú um 440 tegundir há- plantna. Á síðjökultíma hófst myndun vel- flestra íslenzkra mómýra, er jurta- leifar tóku að safnast fyrir í dældum og dölum. Megindraettir í gróðurfars- sögu síðjökultímans eru þeir, að birkl vantar algerlega á svæðinu frá Horna firði vestur og norður um til Skaga- fjarðar. En á svæðinu frá Eyjafirði til Austfjarðafjalla virðist birkið þegar á þessu skeiði vera komið t*l sögunn- ar. Starir, grös, víðir og ýmsar aðrar jurtir eru einnig komnar til á þessu skeiði. Frá lokum síðjökultímans fyr- ir um 9000 árum og fram til land- Greinirtg frjóa í jarðvegssniðum lejðir í ijós, að helmingur íslands var vaxinn skógi fyrir 2500 árum og líklega meira en fjórðungur á landnámsold. Uppblástur hófst skömmu eftir tilkomu manna, og fyrir 1500 voru holtin í nágrenni Reykjavíkur ör- foka. Frjógreiningin segir líka sína sögu um ræktun korns og líns og malurtar og mjaðarlyngs til ölgerðar, og mýrin við Skálholt geymir enn minningu Vísa-Gísla. 901 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.