Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Síða 5
Márbacka, heimili Selmu Lagerlöf. flest af því styðst við raunveruleg sannindi. Norræna bindindisþingið, sem ég sótti og varð tilefni þess, að ég fór til Vermlands, var haldið í borginni Karlstað. Það er höfuðborg héraðs- ins og stendur við mynni Klarelfar, en hún fellur, svo sem kunnugt er í Væni, stærsta stöðuvatn Svíþjóð- ar, og þriðja stærsta stöðuvatn Evr- ópu, 5.500 ferkm. Upphaf þessa staðar má rekja til þess, að á Þingvallaey, í mynni Klarelfar,' var gamall markaðsstað- ur. Mun svo hafa verið um langan aldur. Sagnir herma, að þar hafi menn safnazt saman um aldir til að ltynna og selja vörur sinar, og til að ráða fram úr vandamálum með þinghaldi. Eins og nærri má geta, hlýtur það strax að vekja at- hygli íslendingsins, að þarna finn- ast enn tvö kunnustu og sögufræg- ustu staðaheiti okkar, Þingvellir og Lögberg. Munu þau hafa verið tengd þessum stað frá því úr grárri forneskju, þvi að geta má, að bronsaldarmunir hafa fundizt á þessum slóðum. Klarelfur hefur öldum saman borið með sér og ber enn mikið magn af sandi ,sem hlaðizt hefur upp við mynni hennar og myndað mikla óshólma. Borgin Karlstaður er að mestu byggð á þessum ós- hólmum og er eina borg Svíþjóðar, sem stendur á slíkum grunni. Karl 9. stofnaði bæinn árið 1584 og ber hann nafn þess konungs. Líkneski af konungi, glæsilegt listaverk eftir Vermlendinginn Christian Eriksson, stendur á einu torgi bæjarins. Ár- ið 1662 voru íbúar Karlstaðar skráð- ir 360, en þremur öldum síðar, á síðasta ári voru þeir 43.572. Núverandi útlit sitt hefur borg- in fengið eftir árið 1865, en það ár varð ægilegur eldsvoði í bænum, sem lagði hann svo að segja allan í auðn. Aðeins fá hús voru endur- reist og skemmdust þó öll meira og minna. Eitt þeirra var dómkirkjan gamla, sem reist hafði verið á Lög-' bergi — Lögbergshæðinni fornu — á árunum 1723—1731. Árið 1915 voru svo gerðar á henni miklar endur- bætur að utan og innan, og er hún enn í því formi, einkar stór og tignarlegur helgidómur, eins og vera ber í slíkum stað. Svo sem geta má nærri, fékk bærinn nýjan og miklu fegri svip, er hann reis úr rústum, — með breiðum götum og stórum görðum og torgum. Var það beinlínis gert með það í huga, að auðveldara væri að hefta eld, ef hann yrði laus á ný. Torg eitt mikið, Stóra torgið, var gert í miðju borgarinnar. Það er mun stærra en Gústavs Adólfs- torg í Stokkhólmi. Lengi var torg- ið autt og ónotað og ýmsum undr- unarefni. En nú eru allir þakklátir yfir því í Karlstað, að svo stóru torgi var ætlað rúm í hjarta borg- arinnar. Það er æskilegt af mörg- um ástæðum í nútíma borg, og er óþarft að rökstyðja svo augljóst mál. En eitt er víst, að göturnar breiðu, með yndislegum trjám, sem vaxa upp úr gangstéttum, og torg- in stóru, sem nú eru m.a. prýdd fegurstu listaverkum, eiga sinn ríka þátt í því að gera Karlstað að hinni fögru, fjölsóttu og nýtízku- legu borg, sem hún nú er. Ég sagði fjölsóttu og nýtízkulegu borg, þvi að hvort tveggja er rétt- nefni. Feikilegur fjöldi ferðamanna staðnæmist í Karlstað stóran hluta ársins, — héraðsbúar til að verzla í hinni miklu og stórfenglegu verzl- unarmiðstöð, sem Karlstaður er, en útlendingar og landsmenn annarra héraða til að nema staðar um stund í hinni fögru og auðugu borg á leið sinni um hið sögufræga' og tilkomumikla Vermland. Byggingar er margar stórar og tigulegar. Auk dómkirkjunnar, sem áður var getið, og- fleiri kirkna, má til dæmis nefna: ráðhúsið, ýmsar skólabyggingar (mennta- skólar, kennaraskóli, kvennaskóli, verzlunarskóli, almennir skólar), sjúkrahús, gistihús, leikhús, safna- hús og fleira, að ógleymdum hinutn glæsilegu verzlunar-stórhýsum. Þá má heldur ekki gleyma hinum miklu iðnaðarfyrirtækjum, sem eru í borginni, og ráða yfir stórum iðn- aðarhöllum. Kunnust þeirra eru: málmsmiðja Karlstaðar, sem með- al annars framleiðir vélar til papp- írsgerðar, skipasmíðastöðin, vefn- aðarmiðstöðin mikla og timburiðn- aarverkstæðið. — Lénshöfðinginn hefur aðsetur sitt í Karlstað og einnig biskup Karlstaðar-biskups- dæmis. I útjaðri borgarinnar, aðeins 15 mínútna ferð með strætisvagni frá Stóra torginu, er eftirsóttur úti- skemmtistaður, sem heitir Marie- bergskogen. Þetta er yndislega fal- legur staður, sem segja má, að sé smækkuð eftirlíking af Skansinum í Stokkhólmi. Þarna er meðal annars töluvert safn gamalla húsa, og flest dýr Vermlands er hægt að sjá þar. Allir ferðamenn vilja gjarna verja þarna einni dagsstund sér til fróð- leiks og skemmtunar. Vegna blómlegs atvinnulífs og iðnaðar í Vermlandi, hlaut að fara svo, að Karlstaður yrði mikil hafnar- og útflutningsborg. Þegar miðað er við vatnabæi Svíþjóðar, er Vesterás einn nokkru stærri. Allmörg skip, nokkur þúsund tonn að stærð, ganga frá Karlstað og tii ýmissa fjarlægra landa, niður skipa stigann mikla hjá Tröllhettu, t\ Gautaborgar og þaðan út á hin víðáttumiklu höf til fjarlægra landa. Út eru einkum fluttar trjá- vörur af ýmsu tæi, pappír og járn- vörur, en inn einkum kol, olia og nýlenduvörur. í heimalandi sínu gengur Kari- staður undir öðru nafni — gæiu- nafni, — sem sjálfsagt er að geta, og ekki dregur úr orðstír bæjarins. Það er nafnið „Sólarbærinn“, og er því eölilega ekki haldið leyndu af T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ I 77

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.