Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Side 6
íbúum Karlstaðar. Mér var tjáð, að ; nafnið væri þannig til komið, að samkvæmt veðurathugunum síðari tíma, hefði enginn bær Svíþjóðar fleiri sólardaga á ári en hann. Þar væri löngum sólskin og heiðríkja, þótt annars staðar væri þokuloft og i úrkoma. Eins og nærri má geta, ! þykir ýmsum þetta furðulegt og því . mikið um talað. Ekki er hægt að skilja svo við Karlstað, að íbúanna sjálfra sé ekki getið með nokkrum orðum. Þeir eru yfirleitt mjög myndarlegir, eins og I Svíar almennt, alúðlegir og gest- í risnir og leggja sig fram við að 1 gera ferðamönnum allt til hæfis. Mér er líka ljúft að votta það, að ' ég hef aldrei mætt öðru en einstakri vinsemd og gestrisni í þessu ágæta landi. Ef til vill á sá orðrómur rætur að rekja til hinna mörgu sólardaga í Karlstað, að bæjarbúar hafa alltaf þótt glettnir og gamansamir og gefnir fyrir að skemmta sér. Eru að sjálfsögðu til um það margar sögur. Meðal annars hafa þeir allt- af verið miklir dansarar, og eru vissir þjóðdansar kenndir við þá. Á mjög ánægjulegri skemmtisam- komu, sem Vermlendingar héldu í aðalleikhúsi borgarinnar fyrir gesti norræna þingsins, fengum við með- al annars að sjá frábæra þjóðdansa frá Vermlandi. Ég hef alltaf verið hrifinn af þeirri sönnu gleði og þeirri fegurð og snilli, sem birtist í tjáningu eða túlkun fólksins á mörgum þjóðdönsum, og óska jafn- an ,að þessi fagra íþrótt gæti sem fyrst orðið þjóðleg hér hjá okkur — iðkuð af sem flestum, ekki sízt æskunni — eins og mér virðist að hún sé meðal ýmissa nágrannaþjóð anna. Þeir tiltölulega fáu, sem vinna að því marki hér heima, eiga vissulega miklar þakkir skildar. Þegar norræna bindindismótinu í Karlstað var lokið, fóru þátttak- endur í eins dags skemmtiferð um Vermland, einkum um nokkurn hluta Frykdalsins fagra. Ferð þessi mun verða okkur öllum ógleyman- leg. Veðrið átti sinn ágæta þátt í því, að hún tókst svo vel, sem raun varð á. Það var bjartviðri og blíða allan daginn, og gátum við þvi not- ið hins fagra umhverfis svo sem bezt varð á kosið. Við ókum frá Karlstað sem leið liggur upp Fryksdalinn, sem nefnd- ur er „hjarta Vermlands". Ekið var um hinar fegurstu byggðir, með- fram ám og vötnum, stórum iðn- aðarstöðvum, búsældarlegum býlum og víðáttumiklum ökrum og engja- reitum. En megineinkenni sænskr- ar náttúru er hinn gróskumikli, tignarlegi og víðáttumikli skógur. Fararstjóri skýrði samstundis frá því markverðasta, sem fyrir augu bar á ieiðinni og ýmsu öðru. Stöðu- vatnið Fryken, sem er í Fryksdaln- um, og er í rauninni þrjú samtengd vötn, er feikilangt, um fimmtíu kíló metra, en þó hvergi breiðara en fjórir kílómetrar. Við námum fyrst staðar alllanga stund á sögufrægu bændabýli, sem Ransater heitir. Frægð sína hefur það fyrst og fremst hlotið af því, að þar fæddist árið 1783 og ólst upp skáldið, rithöfundurinn, teikn- arinn, tónskáldið og prófessor við Uppsalaháskóla um árabil, Erik Gustav Geier. Hann var óvenju fjölhæfur og afkastamikill gáfu- maður, einn af allra fjölhæfustu listamönnum Svía fyrr og síðar. Ritverk hans eru fjórtán þykk bindi, ljóð og óbundið mál, og auk þess liggur eftir hann töluvert af tónsmíðum og mikið af frábærum teikningum. Vermlendingar meta minningu hans svo hátt, að þeir halda við æskuheimili hans eins og það var, þegar hann ólst þar upp. Það hefur verið opið almenningi síðustu áratugi. Við gengum nú um þetta gamla bændabýli, innra og ytra, og nutum þess, sem þar er að sjá, en það er að sjálfsögðu margt, og ýmislegt gamalt og sérstætt. — Það fylgir því alltaf sérstakur seiður, sérstak- ur annarlegur hugblær að koma inn í safnahús sem þetta. Þá fá gestir um stund innsýn í löngu liðna tíma og hugurinn staldrar um stund við þær gagngeru breytingar, sem orðið hafa á lifnaðarháttum mann á siðustu tímum. Á þessu býli óx líka upp nokkru síðar annar kunnur rithöfundur og ljóðskáld, Fredrik Dahlgren. Hann hefur m.a. skrifað söngleikinn „Vermlendingarnir". Og þótt nú sé komið á aðra öld, frá því að leikritið var skráð, er það enn jafnvinsælt. Það er leikið á hverju ári, um jóla- leytið, af kunnu listafólki í sjálfri höfuðborginni, Stokkhólmi, og einn- ig víða út um land. Vinsældir þessa söngleiks minntu mig á leikrit séra Matthíasar, Skugga-Svein, sem enn er alltaf jafnvinsælt hjá okkur, og alltaf leikið á hverju ári einhvers staðar á Islandi. Eitt af kunnustu söngljóðum Dahl grens, er: „A, jenta, & ja“, ort á sve*tamáli Vermlands, og hafa ís- lenzkir kórar oft sungið það. — Dahlgren er einnig kunnur sem stórvirkur þýðandi klassískra verka. Næst var numið staðar stutta stund hjá bændabýli því, þar sem núverandi forsætisráðherra Svía, Tage Erlander, er fæddur og upp- alinn. Rifjuð var upp gamansaga frá æsku hans. Snemma hafði kom- ið í ljós, að drengurinn var óvenju glöggur og gáfaður. Foreldrar hans, sem voru fremur fátæk, höfðu því hugsað sér, að reyna að koma honum sem fyrst til mennta, þótt efni væru lítil. En vegna for- ingjahæfileika sinna, sem fljótt komu4 ljós, varð hann oft fyrir öfund og aðkasti leikfélaganna. Og eitt sinn, þegar nokkrir þeirra höfðu ráðizt á hann og ætluðu að lægja rostann í þessum monthana, eins og þeir ávörpuöu hann stund- um, kom móðir hans þar að og kallaði í örvæntingu: „Slá inte Tage, pojkar, — han skal kostas pá“ — meiðið ekki Tage, drengir — það á að kosta hann í skóla. En fyrst ég sagði þessa litlu gam- ansögu frá æsku forsætisráðherr- ans, hlýt ég að geta þess, að sagt er, að Vermlendingar séu almennt gamansamari en aðrir landsmenn og bregða því oft fyrir sig kímni við ýmis tækifæri. Er forsætisráð- herrann sjálfur engin undantekn- ing frá þeirri reglu. Og af því að ég hafði sérstaka ástæðu til að SkáldiS i vinnuherberfll ilnu — borSið þakið handritum, uppköstum og minnli* blöSum. 78 T t M 1 N N - SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.