Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Page 8
ur en lengra er haldið, að drepa á annað atvik frá œsku skáldkon- unnar. Þegar hún var barn, var hún sjúk á löngu tímabili og gat ekki gengið.'Þá varð hún oftast að vera inni og undi þá löngum i eld- húsinu hjá ömmu og hlustaði á hana segja sögur frá Vermlandi fyrr á tímum, þvi að amma kunni þau ógrynni af sögum. Sjúklingur- inn litli drakk í sig þessar sögur ömmu af svo miklum áhuga, að hún vildi helzt aldrei frá ömmu fara. Seinna sagði skáldkonan, að sögur ömmu í eldhúsinu á Már- bakka væru ljúfustu bernskuminn- ingar sínar, og frama sinn ætti hún meira ömmu að þakka en nokkrum öðrum. Ef ég man rétt, hafa fleiri frægir rithöfundar og skáld líka sögu að segja. Hér er ekki ætlunin að rekja ævi- feril skáldkonunnar né efni neinn- ar sögu hennar. Það er miklu stærra verkefni en svo, að hægt sé að gera því nokkur fullnægjandi skil í stuttu máli. Hins vegar verður hér drepið á örfá fleiri atriði, sem skáldkonuna varða, og eru í tengsl- um við þessa ferðareynslu mína. Selma Lagerlöf stundaði nám í Stokkhólmi og lauk þar kennara- prófi árið 1885. Að því loknu starf- aði hún um skeið sem kennari í borginni Landskrona. En snemma beygist krókurinn að því, sem verða vill. Þegar á skólaárunum vaknaði löngun hins unga kennaranema til ritstarfa, og á kennaraárum sínum, skráði hún þegar töluvert. En árið 1890 vann hún fyrstu verðlaun sín í smásagnakeppni, sem ritið IÐUNN efndi til. Voru það kaflar úr Gösta Berlings sögu, sem skáldkonan var þá þegar að móta sem heild. Um jólin, sama árið og skáldkonan fékk þessi fyrstu verðlaun sín, fór hún til Stokkhólms. Bauð þá ritstjóri Ið- unnar henni að gefa út söguna í heild, strax og hún væri tilbúin. Með aðstoð góðra vina fékk hún ágæta aðstöðu til þess að full- ganga frá bókinni og lauk því á tæpu ári. Gösta Berlings saga, sem er frásögn af lifi fólksins i Verm- landi frá fyrri tíð, er því fyrsta bók hennar, sem út kom. Bókin var þegar þýdd á margar tungur og gerði skáldkonuna heimsfræga. Mun það næsta fágætt meðal rit- höfunda. Eins og nærri má geta, var nú framtíð skáldkonunnar ráðin, og helgaði hún sig ritstörfum upp frá þessu. Árið 1904 fékk hún heiðursverð- laun í gulli frá sænsku Akademí- unni fyrir frábæra frásagnarlist. Árið 1907 var hún gerð að heiðurs- doktor við Uppsalaháskóla. Árið 1909 fékk hún svo Nóbelsverðlaun- ln — hina mestu viðurkenningu, ÍO sem rithöfundi getur hlotnazt. Og árið 1914 var hún kjörin í sænsku Akademíuna. Svo sem vænta má, sýndu -líka ýmsar erlendar þjóðir henni margs konar sæmd. En þótt skáldkonan hlyti mikla viðurkenningu og frægð að makleg- leikum, og nyti þess á margan hátt, bar hún alltaf, i vissu tilliti, sökn- uð í brjósti. Hún þráði alltaf æsku- heimili sitt, þar sem foreldrar hennar höfðu sýnt henni svo mikla ástúð, og þ ar sem amma hafði sagt henni svo margar heillandi sögur, sem orðið höfðu undirrót margra skáldsagna hennar. Hún þráði að eignast þetta heimili, end- urbyggja það og eiga þar heima, það sem eftir væri ævinnar. Faðir skáldkonunnar dó á náms- árum hennar eða fyrstu kennara- árum, og þá neyddist fjölskylda hennar til að selja jörðina vanda- lausum. En þegar skáldkonan hafði fengið Nóbelsverðlaunin, gat hún fyrst gert þennan gamla draum sinn að veruleika. Hún eignaðist þá ekki aðeins jörðina nokkru síð- ar, heldur tókst smám saman að láta endurbyggja rauðmálaða hús- ið gamla, þar sem hún hafði leikið sér sem barn og alizt upp. Og árið 1923 var því verki að fullu lokið. í þessu nýja, glæsilega herragarðs- setri dvaldi svo skáldkonan til ævi- loka, 16. marz 1940, og var þá 82 ára gömul. Þarna skráði hún öll síðari verk sín, tók á móti stór- mennum þjóða og veitti viðtöku margs konar sæmd og sóma. — Hún hafði mælt svo fyrir, að heim- ili hennar skyldi opið almenningi, hverjum sem vildi, eftir hennar dag, eins og hún hafði skapað það og skiiið við það. Þeim fyrirmælum hefur líka trúlega verið fylgt. Már- bakki var opnaður almenningi árið 1942, og mikið á aðra milljón gesta hafa síöan skoðað hið fagra og fræga heimili skálddrottningarinn- ar sænsku. Við, þátttakendurnir frá norræna bindindisþinginu í Karlstað, geng- um í hljóðri hrifning um þennan helgidóm Svía og hlýddum um stund, alltof stutta stund, — á skýringar gamallar vinkonu skáld- konunnar á því, sem fyrir augu bar, meðan við gengum um heim- ilið. Hér að framan hefur verið vikið að sumu af því, sem Hún sagði, en þó miklu meira sleppt. Það yrði svo viðamikið, yrði svo mikið mál, ef sagt væri frá því öllu. Það er líka mála sannast, að þeg- ar við stöndum andspænis því, sem er mikilfenglegt og göfugt, þá er ekki hægt að lýsa því, svo að vel sé, — þá nægja ekki orð til túlkun- ar. Menn verða að sjá það sjálfir og njóta þess í orðvana hrifni. Heimili hinnar göfugu skálddrottn- ingar Svía, Márbakki, er eitt af því. Frá Márbakka héldum við til bæjarins Sunne, sem er snotur bær á mörkum Efra- og Mið-Fryken. í bæ þessum þjónaði lengi prófast- urinn Anders Fryxell, en það var einmitt hann, sem orti hinn dáða byggðarsöng Vermlands, og raunar allrar Sviþjóðar: Ack Vermeland, du sköna — ljóðið, sem náð hefur inn að hjartarótum hvers Svía. — Eftir nokkra töf i bæ þessum, héldum við til staðar, sem nú á seinni árum er ekki aðeins mjög umtalaður i Svíþjóð, eins og Már- bakki, heldur líka í öllum nágranna löndunum og raunar miklu viðar. Þetta er stórbýlið Rotneros, eða með öðrum orðum Ekeby í hinni frægu Gösta Berlings sögu Selmu Lager- löf. Eigandi Rotneros um langt skeið, iðjuhöldurinn mikli og hug- sjónamaðurinn, Svante Páhlsson, varði miklu af auði sínum til þess að gera fjörutíu hektara svæði að yndislegum lystigarði, frábærlega vel skipulögðum, þar sem ekki eru aðeins undursamleg tré ýmissa teg- unda, gróðursett á hinn fegursta hátt ,heldur dásamlegasta blóm- skrúð, sem hvarvetna er komið fyr- ir af listrænni smekkvísi. Þarna eru lika nokkur svæði, sem segja má að séu sjálfstæðir lystigarðar, kenndir við frægar persónur Svía, en þó aðeins liðir í heildarskipulagi hins mikla lystigarðs. En það, sem vekur athygli ferða- mannsins ekki sízt, og gefur þessu furðusvæði enn listrænna gildi, eru hin undursamlegu höggmyndalista- verk, sem hinn auðugi sænskri feg- urðardýrkandi og mannvinur hefur látið koma fyrir um allt þetta stóra svæði með þeim sama listræna svip og öllu öðru, sem þarna er. i garð- inum hefur nú verið komið fyrir hvorki meira né minna én hundr- að höggmyndum eftir ýmsa af kunnustu myndhöggvurum Norður- landa, flest þeirra frábær listaverk. Aðeins eitt verk er þarna eftir íslenzkan myndhöggvara, Móðir Jörð, eftir Ásmund Sveinsson. Við, íslendingarnir, óskuðum þess, að þarna hefðu einnig verið einhver af hinum ágætu, sígildu verkum snillingsins Einars Jónssonar. Og vonandi rætist það innan skamms. Eins og geta má nærri, eru þarna nýtízku veitingastaðir og fáeinar fagrar byggingar, auk herragarðs- ins gamla og tígulega, Rotneros Sérstök ástæða er til að geta glæsi- legs samkomu- og hljómlistarsalar, sem speglast fagurlega í stórum tjarnarfleti, þegar logn er og veður- blíða. Eru þar oft haldnir hljóm- leikar og þing um hugsjónamál. Við gengum lengi um þennan frá- bæra furðureit og dáðumst að hinni Framhald á 91. siðu. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.