Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Page 9
Guðmundur Guðnl I ræðustól, en vlð borðlð sltja Rikarður 'Hjálmarsson, formaður Iðunnar, og Slgurður frá Brún fundar-
rltarl. Fyrlr framan Slgurð stendur vlsnasklplð Skálda. (Ljósm.: Tíminn-GE).
Það er alls ekki víst, að mönnum
sé almennt ljóst, að til er í Reykja-
vik félagsskapur, sem hefur það
að markmiði „að æfa kveðskap og
safna rimnalögum og alþýðuvisum
fornum og nýjum.“ Þó hefur slíkt
félag verið starfrækt í hálfan fjórða
tug ára. Nafn þess er Kvæðamanna
félagið Iðunn, og það hefur allt frá
stofnun verið helzti vettvangur
þeirra manna, sem hafa kunnað að
meta þá fornfrægu þjóðaríþrótt,
kveðskaparlistina, og viljað leggja
sitt af mörkum til að forða henni
frá glötun og gleymsku. Og ekki er
annað hægt að segja en að árangur
hafi orðiö af starfsemi félagsins.
Kvæðalögin gömlu og stemmurnar
hafa ekki gengið fyrir ætternis-
stapa eins og mikil hætta var þó á
fyrstu áratugi aldarinnar, heldur
lifir kveðskaparlistin enn góðu lífi
á vörum margra, er lifandi tradi-
tion enn þann dag i dag.
Ég hafði lengi haft áhuga á að
hnýsast ofurlítið í það, sem löunn
hefur fyrir stafni, en eins og oft
vill verða um góð áform, drógust
framkvæmdir á langinn. Það var
ekki fyrr en nú upp úr áramótum,
að ég lét til skarar skríða og fór á
fund hjá félaginu, og auk þess rabb-
aði ég við formann þess, Ríkarð
Hjálmarsson og aðra forystumenn.
Ríkarður hefur verið formaöur
Iðunnar tvö siðast liðin ár, en hann
tók við því starfi af Sigurði Jóns-
sýni frá Haukagili ,sem var for-
maður 1954—62. Þegar ég bað Rík-
arð að fræða mig eitthvað um sögu
félagsins, fór hann með mig vestur
á Bjarkargötu heim til Rósu Björns
dóttur. Faðir Rósu, Björn Friðriks-
son, var einn helzti hvatamaður að
stofnun félagsins á sínum tíma, og
Rósa og Elísabet systir hennar hafa
verið þar félagar frá upphafl.
Þarna á Bjarkargötunni hefur lengi
verið eins konar miðstöð Iðunnar,
og að þessu sinni hitti ég þar auk
formannsins og Rósu, þau Elísa-
betu Björnsdóttur og Þórð Jónsson
mann hennar, en hann er varafor-
maður Iðunnar, og Kjartan Hjálm-
arsson, bróður Ríkarðs.
Við setjumst niður og spjöllum
um félagið og starfsemi þess og
Rósa dregur fram bækur, bæði
fundagerðarbækur og vísnasöfn. Ég
fletti þessum bókum og sé strax,
að þar kennir margra grasa. Ið-
unnarfélagar hafa alltaf verið
meira og minna hagmæltir og vísna
gerð hefur dafnað í skjóli félagsins.
Mikið af þeim skáldskap er að sjálf-
sögðu bundinn við stað og stund,
en innan um eru alltaf vísur, sem
rísa yfir tilefnið og hafa almenn-
ara gildi. Margir hafa flutt félag-
inu kveðjur í ljóði. Strax á fyrsta
ári þess kvað Ólína Andrésdóttir
t.d. þessar vísur meðal annarra:
Ferskeytlan er lítið ljóð,
létt sem ský í vindi,
þung og dimm sem þrumuhljóð,
þétt sem berg í tindi.
Ljós þitt skíni manni og mey,
mýktu elli kalda.
Meðan týnist málið ei,
muntu velli halda.
Og í nóvember 1932 kom María
TÍMHSN - SUNNXJDAGSBLAÐ
81