Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Síða 10
! „Svona förum við að því, Lalli,“
sagði hann. „Bindum reipið við í
jeppann og bregðum hinum endan-
um í lykkju um hálsinn á tuddan-
um. Þótt verið geti, að ég ráði ekki
við dauðan flóðhest, skulum við sjá,
hvort lifandi flóðhestur verður ekki
feginn að hypja sig upp úr tjörn
inni.“
Ég var ekki nema tíu ára þá, en
þó kom ég auga á tormerki. „Hver
á að binda reipið um háls honum?“
spurði ég.
„Matíba, auðvitað — hver annar?“
svaraðí faðir minn steinhissa. „Kall-
aðu á hann.“
Ég gerði það. Matíba kom hlaup-
andi út úr eldhúsinu. Við sögðum
honum, hvað hann ætti að gera, en
i hann tók á rás á brott.
„Allt í lagi,“ sagði pabbi, þegar
hljóðin í þessu hjúi okkar voru
hljóðnuð inni í kjarrinu. „Ég geri
það þá sjálfur.“
• Fyrst bundum við reipið við beizl-
' ið aftan á bílnum, síðan gerði pabbi
! stóra lykkju á hinn enda þess og
þokaði sér með hægð að tjörninni.
Nykurinn leit til hans tortryggnis-
augum og frísaði lágt. Sjáanlegt var,
að hann var ergilegur ennþá.
Ég heyrði, að faðir minn var tek-
inn að tala við hann. „Rólegur nú,
' greyið. Ekki að kvíða neinu. Við ætl-
um ekki að gera þér neitt. Kannski
í mesta lagi að slíta af þér hausinn".
| Hann þumlungaðist gætílega áfram,
, þar til hann átti svo sem þrjá metra
, ófarna að pollinum. „Rólegur . . .!“
, Hann kastaði spottanum og heppn-
, aðist svo vel, að lykkjan féll niður
, yfir eyru dýrsins. Nú færðist ánægju-
svipur á pabba. En þá rykkti nyk-
urinn upp hausnum og öskraði beínt
framan í hann. Faðir minn hentist
aftur á bak niður í blómabeð og lá
þar bölvandi. En við hreyfinguna
hafði lykkjan fallið niður fyrir nasir
flóðhestsíns og um háls lionum.
Drykklöng stund leið, áður en ég
, gat komið pabba í skilning um þessa
heppni. Þegar það hafði tekizt,
varð hann glaður við, og þegar hann
hafði tekið nokkrum sinnum í reipið
með hægð, lagðist lykkjan sæmilega
að hálsí dýrsins.
„Jæja,“ sagði pabbi, þegar við vor-
um að setjast inn í bílinn. „Nú fer
að sjást fyrir endahn á þessu. Það
er bara eitt, sem ég kann hálfilla
við“.
„Hvað?“ spurði ég.
„Hann verður fastur við okkur,
þegar við höfum náð honum upp úr
— hangir aftan í jeppanum. Ég get
\ varla sleppt svínínu með tuttugu
metra af ágætisreipi í eftirdragi".
Ég sá í huganum nykurkálfinn
' bundinn aftan í bílinn okkar, og mig
,sárlangaði til þess að horfa á það í
| raun og voru. En ég fann það á mér
‘með eftirsjá, að varla myndi við því
að búast.
„Hvað um það“, hélt pabbi áfram
með ánægjuhreim í röddinni og ræsti
bílinn, „við athugum það, þegar að
því kemur.“ Hann steig á benzínið
og hleypti vagninum léttilega í gír.
Bíllinn fór hægt af stað.
Ég sat við hlið föður míns og sá
ekki neitt aftur fyrir okkur, en ég
fann, þegar strikkaði á reipinu. Við
heyrðum það líka. Frá fiskatjörn-
inni fyrir aftan okkur gullu við hroða
leg heíftaröskur. Gusugangurinn var
ofboðslegur. Hreyfillinn suðaði,
hvæsti og grenjaði, og hjólin spóluðu
hvissandi í mölinni. Allt í einu hent-
umst við áfram — öllu heldur flug-
um eins og okkur væri skotíð úr
byssu og þrumuðum niður bílaslóð-
ina til árinnar.
„Hvert þó í heitasta," kallaði pabbi
gamli sigri hrósandi. „Sá getur tekið
tíl fótanna! Á fimmtíu — og stríkk-
ar ekki vitund á . . .“ Það liðu
nokkrar sekúndur — þá fóru
að renna á hann tvær grímur. Hann
hemlaði með hægð.
Við stigum út og svipuðumst um.
Það var enginn flbðhestur á eftir
okkur og ekkert reipi heldur. Drátt-
grind fyrirfannst engin . ..
Fram að þessu hafði faðir minn
verið sérlega hægur. En nú fór þetta
að taka á taugar hans, og ég varð
agnarlítið smeykur. Hann var orðinn
ískyggilega rauður í andliti og farinn
að hvæsa eitthvað út milli tannanna.
Á leiðinni heim til bæjar aftur fann
ég til þess með gleði, hve gott það
var, að ég skyldi ekki vera þessi
vesalings nykurkálfur.
„Ætlarðu að skjóta hann núna,
pabbi?“ dirfðist ég að spyrja.
„Nei, andskotinn,“ öskraði faðir
minn. „Ég ætla að ná honum lifandi,
þó að það kosti mig vikuvinnu."
Flóðhesturinn lá í tjörninní. Reip-
ið var enn um háls honum, og beizl-
ið af jeppanum þvældist úti í blóma-
beði. En systir mín sat við tjörnina
á hækjum sér og horfðist alvarleg í
augu við nykurkálfinn. Vírtist fara
hið bezta á með þeim — svo vel, að
hún streittist harðlega á móti, þegar
faðir minn steypti sér yfir hana eins
og ránfugl, bar hana inn í húsið og
lokaðí hana þar inni.
„Leystu reipið,“ grenjaði hann til
mín, um leið og hann hvarf inn úr
dyragætttnni. Skjálfandi á beinunum
hljóp ég til og ætlaði að hlýðnast,
en svo hafði bræði hans dregið mátt
úr mér, að þegar hann kom út aftur,
hafði mér ekki tekizt að losa um
einn einasta hnút. Hingað til hafði
ég skemmt mér ljómandi vel — nú
var mér farið að líka heldur illa við
föður mínn, sem virtist ætla að eyði-
leggja allt gamanið.
946
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAf)