Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Qupperneq 21
athuganir leiddu hann að furðulegri
niðurstöðu. Þótt sveiflutíminn
væri kominn undir lengd strengs-
ins, lengri eftir því sem strengur-
inn var lengri, var hann alveg óháð-
ur þunga steinsins, sem um var að
ræða. Þessi athugun braut greinilega
í bága við þá viðurkenndu kenni-
setningu, að þungir hlutir féllu hrað-
ar en léttir. Pendúlsveiflur eru vissu-
lega ekkert annað en frjálst fall
þungs hlutar, sem vikið er frá lóð-
réttri stefnu með því að festa hann
í punkti strengsins.
Væru léttur og þungur hlutur fest-
ir í jafnlanga strengi með jafnstórri
sveiflu, jafn lengi í hverri sveiflu,
hlutu þeir einnig að vera jafn lengi
á leið niður, ef þeim væri sleppt
samtímis úr sömu hæð. Til að sanna
áhangendum Aristótelesar-spekinnar
þessa staðreynd, klöngraðist Galíleó
upp í skakka turninn í Písa, eða svo
segir sagan, og sleppti þar samtímis
tveimur misþungum hlutum, sem
lentu á jörðunni á sama tíma, and-
stæðingum hans til mikillar furðu.
Engar skýrslur eru til um þennan
atburð, en þó er víst, að Galíleó var
sá fyrsti, sem uppgötvaði, að fall-
hraði hlutar er óháður þunga hans.
Benedikt —
Framhald af bls. 703.
ið fyrir hugsuninni. — Nú mála ég
stóra mynd.
— Ertu byrjaður?
— Nei, ekki ennþá, en ég fer að
byrja.
— Er langt síðan þú byrjaðir að
mála?
— Það er orðið nokkuð langt,
tuttugu ár, ég var svo ungur, þegar
ég byrjaði í Handíða- og myndlista-
skólanum. Heima máluðu bræður
mínir, tveir þeirra urðu húsamálar-
ar og mála stundum ennþá, þeir
kveiktu i okkur Veturliða, og við
fórum að læra og fylgdumst lengi
að. Ég hallaðist fyrr að þessu
abstrakta, þó að ég sé nú ef til vill
að kenna annað, ég hef kennt við
Handiðaskólann í sex ár. Ég var á
listaháskólanum i Kaupmannahöfn
og fleiri skólum þar, í Frakklandi
var ég við nám hálft þriðja ár og
fór í námsferðir víða, meðal annars
til Spánar, svo að spænsk menningar-
áhrif eru ekki ný. Lengst komst
ég austur til Rússlands til Moskvu og
kynntist rússneskri kirkjulist, og
einnig kynntist ég norrænni list.
— Hefurðu haldið margar sýning-
ar á þessum tuttugu árum?
— Við byrjuðum tveir strákar
saman með sýningu hér heima 1951.
Fyrsta einkasýningin mín var hins
vegar í Frakklandi 1953, það var stór
sýning og fékk sæmilega dóma. Ári
Þessi fullyrðing var síðar sannreynd
með fjölda nákvæmari tilrauna .
Það er auðvelt að endurtaka til-
raun Galíleós án þess að fara alla
leið til Písa. Við þurfum ekki annað
en taka krónu og pappírssnepil og
láta þau detta á gólfið úr sömu hæð.
Krónan mun falla hraðar, því að
pappírssnepillinn svífur í loftinu
vegna loftmótstöðunnar. Sé pappírs-
sneplinum hins vegar hnoðað saman
í litla kúlu fellur hann jafnhratt og
krónan. í lofttómu glerhylki mund-
um við geta séð krónu, slétt pappírs
blað og fjöður falla með sama hraða.
Sagan um, að ísak Newton hafi upp
götvað aðdráttarafi jarðar við að
horfa á epli falla til jarðar. er álíka
áreiðanleg og sögurnar um Galíleó
og ljósakrónuna eða skakka turn
inn. En það er enginn vafi á því.
að Newton hafði tækifæri til að horfa
á epli um það leyti, sem hann vai
að byrja að íhuga þyngdarlögmálið
þvi að þá dvaldi hann á búgarði í
Lincolnshire í riti hans stendur.
— Það ár fór ég að hugsa um að
dráttaraflið, aflið, sem nægir tii að
halda tunglinu á braut sinni og bar
það saman við kraft aðdráttarafls
ins niður við jörð.
seinna sýndi ég hér í skálanum og
aftur 1961. Síðast hélt ég sýningu í
vetur í Bogasalnum. Samsýningum
hef ég tekið þátt i út um hvippinn
og hvappinn.
Eg vil halda þvi fram. að fyrir
myndlistarmann séu kynni af mynd
list og menningu annarra þjóða
nauðsynleg hvatning og uppörvm iíi
að vanda sig. Síðan er það prófsteinn
á listamanninn, hvort. hann gei.ur not-
fært sér áhrifin, sumir geta það ekki
Ekki vandara um.
Nýi presturinn kom á bæ einn i
sókn sinni og var tekið rneð virðingu
og vinsemd, svo seni sjálfsagt var.
Er hann hafði heilsað hjón-
unum, sem voru úti stödd sagði hús
freyjan: „Það er leiðiniegt að geta
ekki boðið yður inn um forstofu
dyrnar, því að það or verið að
steypa tröppurnar, svo við verðum
að ganga inn um kjallarann “ Prest
urinn svaraði: „Mér er ekki vandara
um en Iausnaranum, sem steig nið
ur til Helvítis".
Gáfur hér og þar.
Þegar Páll fór á dansleik með Jóni,
ungum frænda sínum, og varð þess
var, að Tón hafði meiri kvenhylli á
dansgólfinu en hann sjálfur, þótt
hann væri roskinn og ráðinn, álykt-
aði hann á þessa leið: Menn hafa
gáfurnar á ýmsurn stöðum í líkam-
anum, þú, Jónas minn, hefur þær í
fótunum, en ég hef þær hérna, — og
benti á höfuð sér.
Ef við stöndum uppi á fjailstindi
og skjótum kúlu í lárétta stefnu, eru
tveir kraftar, sem hafa áhrif á hreyf-
inguna, láréttur kraftur í hina upp-
haflegu stefnu og kraftur aðdráttar-
aflsins, sem togar kúluna í áttina
inn að miðju jarðar. Afleiðing sam-
vinnu þessara tveggja krafta er, að
kúlan fer eftir hálfsporöskjulaga
braut og lendir á jörðinni í nokk-
urri fjarlægð frá skotstaðnum.
Væri jörðin flöt. lenti kúlan alltaf
á jörðinni, en þar sem hún er
hnöttur, hvelfist yfirborð hennar
undir braut kúlunnar og við ákveð-
inn hraða fylgir braut kúlunnar boga
jarðar, Væri engin loftmótstaða, félli
kúlan aldrei til jarðar heldur sveim-
aði hring eftir hring umhverfis
hana. Þetta var fyrsta hugmyndin,
sem fram kom um gervitungl og
Newton gerði mynd af þessu. sem
svipar mjög til hinna vinsælu mynda
nútímans af gervitunglum og
eldflaugum Gervitunglunum er að
vísu ekki skotið af fjallatindum, held-
ur er þeim fyrst gefinn ióðréttur
kraftur til að komast út fyrir gufu-
hvolfið og síðan gefinn nægilegur
hraði til að þau geti hafið hringferð-
ir sinar.
verða aðeins fróðari um löndin og
sögu þeirra. en fá ekki áhrifin í'ram
í myndum sínum Það er alit annað
að sjá hlutina með eigin augnm en
skoða myndir eða lesa sér til
Á ferð eins og minni leggur hver
og einn áherzlu á að skoða nað sem
honum stendui næst og eftii þessa
stuttu ferð gæti ég ekki sagt neitt
um olíulindir né fjárhagsmál. Delta
gerii ekki annað en æsa upp sult-
inn, löngunina til að fara aftur og
skoða meir. En að loknu ferðalagi
mínu get ég sagt, að ég held, að
íslendingar þurfi ekki að skammast
sír, fyrir myndlist sina i samanburði
við verk samtímamanna i Mexíkó og
Bandaríkjunum. Þvert á móti stönd-
um við vel að vígi, ungir íslenzkir
myndlistarmenn kunna vfirleitt
meira og hafa áreiðanlega h'otið
betri menntun en flestir ungir mál-
arar þar.
Kristín.
Svarti galdur —
Framhald af bls. 715.
legar myndir. ljósmyndir og sýning-
artæki.
Hinn frægi belgíski eðlisfræðingur,
Jósef Plateau, gerði árið 1833 fyrsta
tækið, sem sýndi hreyfanlegar mynd-
ir. Aðferðin var kölluð „fantascope."
Plateau gerði vlíka merkilegar athug-
anir á mannsauganu, og við eina
athugun sína 1829 starði hann í sól-
ina berum augum í 25 sekúndur.
Sjón hans skemmdist og minnkaði
T Í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
717