Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Page 4

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Page 4
ÚR FÓRUM ALDARINNAR —" ■ - - ■ - —~ 1 " .— -ii Sá með pípuhattinn er Paul Krúger, forseti Búanna. Hann hafði oft og tíðum sýnt blökkufólkínu, sem var þrxlar Búanna, mikla hörku, en hann vakti samúð fólks í Evrópu með hinni látlausu og eðlilegu framkomu sinni. Þegar 20. öldin rann upp, leit helzt út fyrir, að tvö lítil Búalýðveidi ætl uðu að verða yfirráðastefnu Breta í Suður-Afríku mikill Þrándur í Götu. Búastríðið svokallaða hafði byrj- að~í október árið 1899. í augum heims^ ins var það augljóst mál, að hinir nýiendugráðugu og heimsveldissinn- uðu Bretar hefðu ráðizt á tvö lítil bændalýðveldi, þar sem guðhræddir, og dugiegir afkomendur hollenzkra innflytjenda bjuggu. — En bakgrunn ur Búastríðsins var ekki eins ein faldur og almenningur ætlaði. Búarnir höfðu búið umhverfis Höíðaborg síðan um 1600. Þegar upp runalegt föðurland þeirra, Hoilaftd, lenti undir yfirráð Frakka í Napó- leonsstyrjöidunum í byrjun 19. aldar innar, höfðu Englendingar, sem voru hatrömmustu andstæðingar Frakka um þær mundir, hertekið Höfðaborg og umhverfi hennar. í byrjun virtist Búunum vera alveg sama um yfirráð þeirra, þvi að þeir höfðu ekki borið sérstaklega hlýjar tilfinningar til hinnar hollenzku nýlendustjórnar. En Adam var ekkj lengi í „Para dís.“ Fljótlega urðu miklir árekstrar. Eitt af því, sem vakti hvað harðastar deilur og átök meðal Englendinga og Búa, var yfirvofandi afnám þræla halds í löndum brezka heimsvetdis- ins. Þrælahald var svo bannað í Suð ur-Afríku árið 1933. En þrælarnii höfðu verið aðalvinnuafl Búanna og undirstaðan að efnalegri velgengni þeirra, og það var því ekki lítill spónn, sem þeir töldu sig missa úr aski sínum við þetta. Brezkir trúboð- ar útbreiddu líka kristindóm meðal blökkumannanna, og það líkaði mörg um Búum heldur illa. Þeir voru kal- vinistar og trúðu.því, (sem var mjög hagkvæmt fyrir þá), að blökkumenn irnir væru — samkvæmt kenning- unni um fyrirfram sköpuð örlög — afkomendur Kams, sonar Nóa. En Nói hafði i Mósebók I. bannfært Kam og dæmt hann til þess að verða „þræll allra þræla.“ Búarnir gripu nú til þess ráðs, til þess að losna undan brezkum yfir ráðum, og þó ekki sízt til þess að losna við hin brezku áhrif, sem breidd ust út meðal .blökkufólksins, þræla þeirra, að flytjast hópum saman bú- ferlum frá löndum sínum lengra inn í hálendi Suður-Afríku Ferð þeirra var erfið og hættuleg og á leiðinni fæddist með þeim sú hugsun, að þeir væru hin útvalda þjóð guðs á leið til fyrirheitna iands ins. Þessir flutningar áttu sér stdð árið 1835, og þeir leiddu til stofnun ar tveggja sjáifstæðra rikja Transr aal og fríríkisins O^anje. Viðbrögð Eng lendinga við þessu voru ekki o.vitur- leg: Stundum hjálpuðu þeir þessum ríkjum í baráttu þeirra gegn her -ká- um blökkuþjóðflokkum. sem ekki vildu viðurkenna Hlverurétt Búanna á þessum slóðum. Og öðru h.vóru hjálpuðu þeir blökkufólkinu til bess að halda til jafns við Búana. Nú gerðust þau firn. að stórar iull og demantanámur fundust i frans vaal. Og gullið seiddi til sín ménn í stórum straumum. Búarnir 'höfðu horn í siðu þessara aðskotadýia og kölluðu þá „uitlanders“ (þ.e. út end- inga), en þetta voru einkum Ehg- lendingar. Búarnir neituðu be:m um kosningarétt. en hins vegar greiddu þessir „uitlanders" 90% alls skatts, -em lagður var á almenning. Þetta — meðal annars, — varð til þess að auka spennuna í viðskiptum Bú- anna og aðkomumannanna, ekki sízt, þegar ljóst var, að..Búarnir notuðu skatttekjur sínar af aðkomumönnun um til þess að kaupa nýtízku vopn fyrir. Þeir skiptu fyrst og fremst við hinar frægu vopnaverksmiðiur, Krupps í Þýzkalandi, og þýzkir liðs foringjar gengu í þjónustu þeirra við herþjálfun. Meðan þessu fór fram, hélt þrælahaldið áfram í ríkjum Bú anna, þótt það væri bannað lögum samkvæmt. Nú voru þrælarnir aðeins kaílaðir „lærlingar," en ekki þrælar. Nafnið vsr það eina. sem brevttist við lögin um afnám þrælahaldsins. 532 ll#|NN - SHNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.