Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Side 18
ur spönskum aðalsmönnum, áður en hún komst af þeim aldri, sem nú er kallaður fermingaraldur. En þegar til kom höfðu þessi aðalsmenn'misst hina pólitísku þýðingu fyrir páfann og son hans, og því voru þeir sendir heim hver á eftir öðrum. Áður hefur verið rakið hvernig fór fyrir eigin- manni hennar, sem henni þótti vænt um, og er þarflaust að bæta við það hér. Hún lifði síðustu æviár sín í Ferrara. Þar eignaðist hún marga , elskhuga og var dýrkuð sem verndar engill listarihnar, enda safnaði hún að sé mörgum merkum listamönn- um. Cesar Borgía hafði verið fljótur að rísa til valda og metorða, enda haft góðan bakhjarl og alla púka vít- is, sem ekki voru of önnum kafnir, sér til fulitingis. Ekki er vitað til þess að síaukin völd hafi fært honum hamingju, ef til vill hefur hann þó fundið til hamingjukenndar, þegar vel útfærð svik heppnuðust. Ekki er heldur vitað til þess, að hann hafi elskað neinn nema sjálfan sig. Þótt sagt sé, að afbrýðisemi hans hafi ráðið hinum tíðu hjónaskilnuðum systur hans, er ósannað að þar hafj ást legið til grundvallar. Og þessi „afbrýðisemi-kenning" er reyndar dá lítið grunnhyggnisleg með tilliti tii persónuleika mannsins, eins og áður er að vikið. Fall Cesars bar jafn skjótlega að höndum hans —ef ekki öllu skjótar —en upphefð hans hafði orðið. — Sama kvöldið og hann ætlaði lil Napoli til þess að veita franska hern- um lið, snæddu hann og faðir hans málsverð hjá einum kardinála páfa- kirkjunnar. Þeir fengu þar báðir ill kynjaða pest, sem leiddi páfann til dauða, en Cesar lá lengi milli heims og helju. Burchard, dagbókarritari Vatikans ins, segir, að hvorki faðir né sonur hafi spurt um líðan hins, og er það einkennilegt, þar sem þeir höfðu ver ið svo nánir áður. Burtför jarðneskra leifa hins illa páfa voru með þeim hætti, að eins gott var, að Cesar Borgía lá þá rænu- laus. Þegar presturinn var að þylja bænir sínar yfir leifum páfans, brut- ust út átök meðal hermannanna, sem voru viðstaddir, svo að kirkj unnar menn urðu að flýja til þess að forðast meiðsl. Næsta dag tóku sex burðarmenn kistu páfans og höfðu lík hans til sýnis fyrir múg Róma- borgar. Hið svívirðilegasta af öllu var þó það, að þeir sem smíðuðu kistuna, höfðu haft hana of litla og þrönga, svo að mítur páfans komust ekki í hana. í þess stað settu þeir gamalt klæði. Eftir dauða Alexanders 6. syrti all- ískyggilega í álinn fyrir Cesari Borg- ía, því að faðir hans hafði verið sú stoð og stytta, með páfadómi sín- um, sem hann þurfti til þess að koma áformum sínum fram. Næsti páfi, Píus III. ríkti aðeins í 26 daga. Og eftir daga hans urðu Cesari Borgía á afdrifarík mistök, sem að vísu urðu vegna þess, að hann átti ekki margra kosta völ. Hann studdi erfðafjanda ' Borgía-ættarinnar til páfastóls gegn því, að hann yrði útnefndur æðsti fyrirmaður hers kirkjunnar.Páfi þessi féklk nafnið Júlíus II. Hann var ekki síðri Alexander 6. hvað slægvizku snerti. Og þótt hann hafi ekki haft til að bera ýmsa aðra höfðulesti Al- exanders, að minnsta kosti ekki í jafnríkum mæli, var hann svo harð- skeyttur, að hann var kallaður „hinn hræðilegi," og hann varð ofjarl margra í viðskiptum. Hann fullvissaði Cesar Borgía um stuðning sinn, en Cesar var ekki jafn öruggur um sig og áður eftir að hann missti föður síns. Hann lét meira að segja ekki sitja við orðin tóm og sendi skrifleg fyrir- mæli til kirkjuríkjanna í Romagna, sem Borgía hafði unnið undir kirkj- ina, þess efnis, að þau skyldu hlýta stjórn Borgía. En um sama leyti sendi hann önnur skilaboð til Flór- ens og Feneyja. Þar sagði hann, að hið raunverulega markmið sitt væri að tryggja yfirráð kirkjunnar í Rom lagna, en ekki yfirráð Cesars Borgía. Þessi tvö ríki voru voldugustu sjálf- stæðu ríkin á Ítalíu, er hér var kom- ið sögu, og með þessum skilaboðum lét páfinn í það skína, að Borgía væri ekki lengur í náðinni hjá sér. Augljóst er, að með þessu ætlaði páfinn að gera Cesar valdalausan, það er að segja, ef þeir sem skilaboð- in fengu, brygðust rétt við. Og stjórn Feneyja var ekki lengi að sjá, hvar fiskur lá undir steini. Hermenn henn ar hernámu strax Faenza, sem var ein af þeim borgum, sem Borgía hafði lagt undir sig. Jafnframt krafð ist hún uppgjafar Forli og annarra kastalaborga, þar sem hersveitir Borg ía höfðust við. Páfinn skipaði nú Cesar Borgía að koma til fundar við sig i Róm og lét í ljósi þá skoðun, að árás Fen- eyjia væri ekki beint gegn krikjunni sjálfri, heldur Cesar Borgía sjálfum, og því væri bezt, að hann léti af hendi þær borgir, sem hann enn réð fyrir, svo að unnt væri að binda skjót an enda á stríðið. Bórgía bað páfann um leyfi til þess að fá að rétta hlut sinn. Páfinn sýndi honum mikla sam úð, en lét samtímis sækja frægasta hershöfðingja hans og færa hann til Rómar undir strangri gæzlu. Þá loks skildist Borgía, að hann hafði verið svikinn og afhenti páfa öll völd í virkisborgum sínum. Júlíus II. páfi lét þó ekki staðar numið: Hann gerði upptækar eignir Borgía, hvar sem hann gat komið því við, til þess að bæta þeim, sem orðið höfðu fyrir barðinu á honum. En þá virtist hamingjuhjólið sem snöggvast snúast Borgía í vil: Spán- Framhald á bls. 550 546 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.