Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 21
Stytzta leiðin og þvi fljót.íarn- astfl leiðin að okkar dómi voru hin ar bröltu skriður upp á svonefndar Sviftungur yfir hina háu Jökulfells-' tinda, niður i Jökulfell og Markúsar selsafrétt. Þessa leið afréðum við að fara og varð okkur ekki ljóst fyrr en eftir á, hversu illfær hún var, enda lítill tími til umhugsunar, því að kl. var langt gengi.1 i 8 og þegar orðið skugg sýnt. Töldum við þó, að vissara væri að fara í þurra sokka, því að óvíst væri, hvernig ferðin gengi. þegar upp í brattann kæmi. Af þessu varð þó ekki, þvi að við nánari athugun þótti óráðlegt að eyða dýrmætum tíma í slika smá- muni. Okkur reið á að vera komnir upp úr skriðunum, áður en aldimmt yrði, eða veðrið breyttist snögglega, sem vel gat orðið, því að alfískyggi lega bliku var að sjá á vesturlofti. Þessarar breytni áttum við þó eftir að iðrast lengi síðan. , Við bundum á okkur broddana. Augljóst var, að þeirra yrðj þörf, þar sem snjóhengja mikil hafði brost ið úr skriðunum ofan af hörðu hjarni. Ekki erum við langt komnir upp í skriður þessar, þegar ærin neitaði að ganga. Varð það bæði til að seinka ferðinní og gera hana erfiðari Ekki hætti úr skák, að innan lítillar stund ar var oðið aldimmt, og sáum við þar af leiðandi ekki til að þræða leið- ina, sem á köflum var ærið viðsjál. Klukkustund leið og enn vorum við litlu nær þvi marki að nálgast brún. Önnur stund leið og þá virtist ekki ýkjalangt eftir. Þó leið enn ein stund- in áður en við stóðum við jaðar brún arinnar, en þar hafði myndazt hnéhá skör, er snjóhengjan losnaði úr skrið unum. En þennan þröskuld urðum við að klífa þrátt fyrir þá áhætlu, að hann hafnaði með okkur niðri á gilbotni. Svo ilia fór þó ekki, og komum við heiiu og höidnu í svonefnt Hnappa dalsvarp. Þar með var einn versti þröskuldur ferðarinnar að baki. En hann hafði reynzt okkur allör lagaríkur, því að okkur hafði kalið nokkuð á fótum, einkum þó Gunnar, ®g varð nokkur bið á, að hann gæti haft sokkaskipti, þar eð þeir voru frosnir við fætur hans. Hjá þessu hefðum við komizt, með þvi að hafa sokkisskipti, er við vorum stadd ir niðri í gilinu, auk þess munu bönd broddanna hafa neikvæð áhrif við slíkar aðstæður. Við héldum síð an upp Sviftungur, fremur rislágir, yfir óförum okkar, sem að vísu voru okkar sjálfskaparvíti. En um orðinn hlut þýddi ekki að fást. Tíminn seinn leiddi í ijós, hvað hlotizt hefði af gáleysi okkar, og hann hlyti að græða sárin, eftir því, sem auðið yrði. Un; tólfleytið voru Jökultindar okk- ar áfangastaður Þaðan er sjónhring ur niður til allra átta. Við sáum í nálægð og fjarlægð, fjallgarða, marga djúpa og þrönga daii, hulda rökkur móðu, vítt til öræfa, snjóöldur og jökulbungur, en til hafs djarfaði fyr ir strönd -og vogum tii yztu nesja. Náltúruskoðun var þó ekki okkar ahugamál, þessa stundina. Hugurinn var meir bundinn framhaldi ferðar innar Af tindum þessum er ærið var hugaverð leið niður í jökulfellin að vetrarlagi, einkum þó að nóttu til, enda urðum við frá að hverfa. við fyrstu tilraun. og fylgdu fleiri þar á eftir áður en við fundum færa leið niður af tindunum. Þeir, sem bekkja hér til staðhátta, vita, að mun betri leið er fram í Lón um Hnappadai, og Stafafellsskóga en svipuð vegalengd er tii bæja, hvort heldur farið er til Lóns eða Álfta fjarðar En milli Lóns og Álftafjarð ar er alllöng leið, þegar fram í byggð er komið, en undir þeim kafla vildum við ekki eiga, þrátt fyrir hið alkunna máltæki. betri er krókur en kelda. Vind hafði lægt, er leið á daginn, en frost hert að mun, svo fannst okk ur a.m.k., þar sem við vorum staddir í um það bil 1300 m hæð. Við sáum ekki nema óglöggt, hvað fram undan var, og höfðum því í öryggisskyni band á miili okkar, og reyndum eft- ir því sem við varð komið, að ná öruggri fótfestu meðan annar fór niður. Sökurn brattans hafði nýlega fallinn snjór hrunið úr skriðunum. Þeir kaflar urðu ekki greindir frá umhverfinu, en þá bar einkum að varast. Ána höfðum við lagt á hlið. Á annan hátt varð ekki með hsrrs- fari niður bratt hjarnið. Gljúfur eitt gengur úr Markúsaí- selsafréttinni alllangt inn í dalsstafn inn. Handan þess gegnt Jökulfellun- um heita Krossgil, en yfir í þau lá leiðin, þegar okkur bar að gljúfri þessu. Af tvennu illu kusum við þessa leið fremur en brattar skrið- urnar um Jökulfellin, en þær eru skornar giljum. Þegar niður úr Krossgiljunum kom voru allar torfærur að baki, að ógleymdu Afréttargilinu, en þangað áttum við óíarna um það bil klukku tíma leið. Ána urðum við að skilja eftir er hér var komið, þar er hún fékkst ekki til að ganga lengur. Sóttist ferðin nú allvel, því að bæði var, að nú var ærin ekki til trafala, og hallaði heidur undan fæti. Tungl lýsti ekki um þessar mundir, og var því skuggsýnt nokkuð, en iand öldótt. Gengum við fram af einni þeirra, án þess þó, að að sök kæmi. En þótt okkur væri ekki beint hlát- ur í hug, varð þetta þó tilefnl til þesis. Við komu okkar að Afréttargilinu, brá okkur heldur í brún. Því að svo gersamlega lokuð leið virtist fram- undan, að ekki var annað sýnna, en við yrðum að snúa tii baka drjúg langan spöl yfir í Jökulfellin, en þaðan er greiðfær leið fram Flugu staðadalinn. Leiðin, sem við höfðum álitið tæra, vai neðst við flrgljúfrið Sú ályktun reyndist þó ekki rétt. því að einn samfelldur bólstur lá frá brún niður að á En með þvi að Djóða hættunni neim. fórum við rák eina, lagða hörðu hjarni, en brött var hún, og stutt a þverhníptan hamarinn, í gijúfrið niður Nú tók að birta af de_ og e.~ við komum ,að eyðibýlinu — Markúsar seli, var orðið nær albjart. Hér hugsuðum við til að hvilr okkur um stund áður er iagt yrði yfir lágan fjallgarð til Hofsdals en þar höfðum við skilið við farartækið í upphafi ferðar En þótt við værum hvíld fegnir, varð hún þó i styttra lagi. í hvert sinn, o'g við hölluðum okkur að grón um rústunum, seig svefninn að, en þann munað vildum við ekki veita okkur, fyrr en heim kæmi. Auknir nýjum þrótti eftir þessa stuttu hvíld, héldum við enn á bratt ann, einkum dugði Gunnar vel, og varð ekki séð. að hann hefði langa og erfiða göngu að bakt ellegar hlot ið helsár þau, er síðar komu í ljós. Hvað mig snerti. þá tmfði ég sviða nokkurn í fórum, af völdum kals, sem þó var smávægilegt þegar þess er gætt, að ég var i einum fremur þunnum sokkum, sem kom til af því hversu skórnir voru þröngir. Ræddum við um, að allgóð hefði þessi för orðið, hefðum við sýnt meiri aðgætni, en varfærni hefur víst aldrei verið okkar sterka hlið, og þess hlutum við nú að gjalda. Þegar við komum að bænum Flugustöðum skildu leiðir. Hélt Gunnar til heimixis síns að Hnauk- um, en ég bjóst til baka eftir ánni, er við höfðum skilið við á hvítum gaddi i Afréttinni. Annan son hjón anna á Flugustöðum fékk ég til fylgd ar. Þetta var ungur og röskur piltur, Flosi að nafni. Héldum við inn Flugustaðadatinn, þá leið, er við höfðum svo oft farið, í hópi gangnamanna. Dalurinn þrengist eftir því sem innar dregur og brattinn eykst. Brodda settum við up; til öryggis. Við tókum ána og héldum heimleið- is. Loftið var þungbúið og tekið að drífa. Liðið var að lágnætti, þegar við komum heim. Það var þriðja Iág nættið í þessari ferð, sem er ein hin lengsta og erfiðasta, er ég heó farið Ánni var búin vist i litlum torf kofa við túnfótinn. En hún . t hennar ekki lengi. Hún hafði fyrir T í «51 I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 54?

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.